Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 34

Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201634 Melissa Sous Vide Tæki Verð: 17.995 Fissler 29.995 CrushCrind Verð frá 5.495 Zone 12.350 DUTCHDELUXES Verð frá 9.950 frá 89.995 Melissa Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 - www.gjafahus.is Tomasz og Natalia Belko hafa búið á Íslandi í rétt tæp þrjú ár. Þau koma upprunalega frá Póllandi og hafa valið að byggja sér líf á Akra- nesi. Tomasz hefur unnið við ýmsa verkamannavinnu og starfar núna í Trésmiðju Þráins á Akranesi en starfaði þar á undan í Jötunstáli áður en verkstæðið brann. Hann er vel liðinn starfskraftur og mjög jákvæður gagnvart lífinu á Íslandi. Natalia var fyrstu mánuðina á Ís- landi heima með dóttur þeirra sem er núna orðin tveggja ára komin í leikskóla. Þegar blaðamaður kíkir á þau hjónin í lítilli leiguíbúð þeirra á Akranesi er einmitt undirbúning- ur undir afmælisveislu einkadóttur- innar á byrjunarstigi. Natalia starf- ar í Hrognavinnslu Vignis G. Jóns- sonar og líkar ágætlega. Hún tal- ar litla ensku, en skilur örlitla ís- lensku og ensku. Tomasz túlkar fyr- ir hana. Erfiðir og langir vetur í ótrúlegu landslagi Bæði koma þau frá Szczecin, borg sem er í um 100 kílómetra fjar- lægð frá Berlín, rétt við landamæri Þýskalands. Þau ákváðu að freista gæfunnar utan Póllands vegna þess að þau áttu von á barni og það var erfitt að finna vinnu í Póllandi. Ís- land varð fyrir valinu þar sem syst- ir Tomaszar bjó hér fyrir. Tomasz segir að Íslendingar séu jákvæðir og vinalegir, en veturnir geti verið erf- iðir. „Pabbi segir að Ísland sé bara fyrir þá allra hörðustu,“ segir hann og hlær. Það má heyra á þeim að veturn- ir séu þeim erfiðir. „Þeir eru svo langir og vont veður er í svo marga daga,“ segir Natalia og Tomasz bætir við að í Póllandi sé ekki eins hvasst. Bæði eru þó sammála um að snjórinn sé miklu betri en rigning- in. Tomasz segir að þau hafi verið heilluð af Íslandi við komuna hing- að. „Þegar maður keyrir frá Kefla- vík í gegnum hraunið, þá efast mað- ur svolítið. En þegar maður kemur hingað á Akranes, þá er svo fallegt hérna.“ Fegurðin hafi þó dofnað örlítið í hugum þeirra, þar sem þau búa við hana á hverjum degi. Tom- asz segir að til að bæta úr því þurfi þau að ferðast um landið, upplifa það upp á nýtt. Sakna heimalandsins „Íslendingar eru ótrúlega vinaleg- ir,“ segir Tomasz sem er mjög já- kvæður fyrir landi og þjóð. Hann þurfti nýlega að keyra norður á Ak- ureyri og segir að hann hafði virki- lega notið landslagsins á leiðinni. „Þegar ég var kominn á áfangastað á Akureyri, stóð ég í dyrunum og dáðist að fegurðinni, fjöllunum og firðinum.“ Þau hafa ekki farið í heimsókn til Póllands í eitt og hálft ár og hlakkar mikið til að fara heim í desemb- er. „Við söknum fjölskyldunnar og Póllands mikið, en við höfum ekki val um að búa þar,“ segir Tomasz og Natalia bætir við að þau myndu þurfa að finna vinnu og búa inni á foreldrum sínum. Þá myndu fjár- hagsáhyggjurnar vera miklar. Þess vegna er Ísland betri kostur og sá kostur er alls ekki svo slæmur, þrátt fyrir dræmt vöruúrval og fámenni. Barnauppeldi í öðru landi Talið berst að barnauppeldi. Þeim finnst fámennið veita öryggi á Akranesi. „Í Póllandi er ekki eins öruggt fyrir börn að alast upp,“ segir Tomasz og nefnið hættu- lega umferð og ofbeldi gagnvart börnum. Þeim finnst erfitt að að- lagast afslappaða umhverfinu á Ís- landi, þótt það sé ekki komið að því ennþá. Dóttir þeirra er aðeins tveggja ára. „Þegar þar að kemur þá þurfum við að taka tillit til að- stæðna hér og gefa henni meira frelsi en tíðkast í Póllandi,“ seg- ir Tomasz og Natalia er því sam- mála. Eitt veldur þeim þó enn vandræðum og það er klæðaburð- urinn, eða hvernig eigi að reikna út hvernig klæðaburður hent- ar fyrir hvaða veður. Þeim finnst klæðaburður Íslendinga stundum of lítill miðað við hitastigið. Na- talia bætir þó við að þeirra reynslu af Íslandi sé ekki endilega hægt að yfirfæra yfir á alla Pólverja. „Sum- ir hafa búið hérna miklu lengur en við. Við vitum ekki hvað þeim finnst um Ísland.“ Mikið vinnuöryggi Eitt myndi þau þó vilja sjá batna og það er heilbrigðiskerfið. Þeim þykir heilbrigðiskerfið hér á landi ekki upp á marga fiska. Það sé eitt- hvað sem þau geti lifað með, þar sem vinnuöryggið er mikið og vinnuveitendur þeirra í gegnum tíðina hafi reynst þeim mjög vel. Vinnuumhverfið er afslappað og traust og því eru þau þakklát. Þau eru ánægð með að búa á Ís- landi, þótt þau eigi enn eftir að að- lagast eða venjast ýmsum siðum og venjum en ekki síst veðrinu. Þau segjast vilja kynnast Íslendingum og eru komin vel á veg með það. Þau eru komin í gott samband við nágranna sína og það var einmitt nágranni þeirra sem kom Tom- asz í vinnu hjá Trésmiðju Þráins. „Íslendingar eru bara vinalegir, ég hef ekkert slæmt um þá að segja,“ segir Tomasz. klj Finnst gott að búa í örygginu á Íslandi Spjallað við Tomasz og Nataliu Belko sem búa og starfa á Akranesi Tomasz og Nataliu Belko með dóttur þeirra Nataliu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.