Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Side 39

Skessuhorn - 23.11.2016, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 39 -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Allt í aðventukransinn -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar Gjafavara í úrvali Kynnið ykkur úrvalið Birt hefur verið ný rannsókn um mó- fugla á Íslandi. Hún leiðir m.a. í ljós að mikill munur er á fjölda fugla á milli gróðurlenda. Rannsökuð voru áhrif mismunandi landgræðsluað- gerða á þéttleika og tegundasam- setningu fugla og á fjölda smádýra. Á 26 stöðum á landinu voru bor- in saman óuppgrædd svæði, endur- heimt mólendi og land sem hafði verið grætt upp með alaskalúpínu. Grein um rannsóknina kemur út í vefritinu Icelandic Agricultural Sci- ence. Meðal höfunda skýrslunnar eru Brynja Davíðsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur og framkvæmd- arstjóri Kötlu Jarðvangs og Tómas Grétar Gunnarsson, fuglafræðingur. Meðal niðurstaðna kemur fram á að óuppgræddu landi var að með- altali 31 fugl á ferkílómetra, 337 á endurheimtu mólendi og 627 á landi sem hafði verið grætt upp með lúp- ínu. Þar sem fuglar voru fleiri var einnig meira af smádýrum sem eru mikilvæg fæða fuglanna. Þessi rann- sókn sýnir að landgræðsla eykur líf- fræðilega fjölbreytni dýrategunda, en mismunandi landgræðsluaðgerð- ir leiða til mismunandi þróunar vist- kerfanna. „Í endurheimtu mólendi var mest um vaðfugla, tegundum sem er að hnigna á heimsvísu, en í lúpínu var meira um algengari tegundir. Heið- lóa og lóuþræll voru algengustu teg- undirnar í endurheimtu mólendi, en hrossagaukur og þúfutittlingur í lúpínu. Þéttleiki sumra fuglateg- unda virtist vera háður framvindu- stigi landgræðslusvæða,“ segir í frétt. Nánar er hægt að kynna sér niður- stöðu rannsóknarinnar í frétt sem finna má á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. mm Rannsökuðu mismun- andi fjölda mófugla eftir gróðurlendum Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.