Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 47
Velkomin í sund!
Opnunartími um jól og áramót í sundlaugum Borgarbyggðar 2016
Sundlaugin í Borgarnesi
23. des Þorláksmessa, opið 6:00 – 18:00
24. des Aðfangadagur, opið 09:00-12:00
25. des Jóladagur, lokað
26. des Annar í jólum, lokað
31. des opið 09:00-12:00
1. janúar 2017, lokað
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
23. des Þorláksmessa, opið 8:30 – 16:00
24. des Aðfangadagur, lokað
25. des Jóladagur, lokað
26. des Annar í jólum, lokað
31. des, lokað
1. janúar 2017, lokað
Sundlaugin á Varmalandi lokuð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Kærleikssetrið verður á jólamarkaði
í Nesi 3. desember n.k.
Í boði verða einkatímar kr. 5000.- (ekki posi)
hjá eftirtöldum aðilum:
• Friðbjörg Óskarsdóttir fræðslumiðill,
heilari og ráðgja
• Helga Björk Bjarnadóttir heilun-miðlun-
markþjálfun
• Dolores Mary Foley miðlun og heilun
• Guðrún Kristín Ívarsdóttir miðlun og
heilun
Athugið að takmarkaður tímafjöldi er í boði.
Tímapantanir í s. 8943061
Kl. 17.30 SKYGGNILÝSING í Golfskálanum
- opinn skyggnilýsingafundur
Friðbjörg Óskarsdóttir
Dolores Mary Foley
Guðrún Kristín Ívarsdóttir
Verð kr. 3.500.- (kaf innifalið)
Athugið að mæta stundvíslega, húsinu
verður læst 17.35.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Breytingar hafa verið gerðar á
nokkrum körfuknattleiksleikj-
um í Domino‘s deildum karla
og kvenna og 1. deild karla. Þær
snerta allar tímasetningar en dag-
setningar breytast ekki. Þeir leikir
sem snúa að Vesturlandsliðunum
eru tveir leikir Skallagríms í Dom-
ino‘s deild kvenna. Tveir útileikir
liðsins gegn Njarðvík, sem settir
eru annars vegar laugardaginn 17.
desember og hins vegar laugardag-
inn 4. febrúar, munu báðir hefjast
klukkan 15:30.
kgk
Breytt tímasetning á tveimur leikjum Skallagríms
Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar
Akraness fer fram nú fyrir jólin og
er hún ráðgerð fimmtudaginn 15.
desember. Dreift verður frá Krónu-
húsinu við Dalbraut 1 frá kl. 13 til
17.
Mæðrastyrksnefnd tekur á móti
umsóknum í síma 859-3000 (María)
og í síma 859-3200 (Svanborg) frá
kl. 11-14 dagana 25., 28. og 29.
nóvember. Allir umsækjendur þurfa
að skila inn staðgreiðsluskrá en hana
er hægt að nálgast inn á vef RSK eða
fá útprentað á Skattstofunni. Einn-
ig þarf að koma með búsetuvottorð
en það fæst á skrifstofu Akranes-
kaupstaðar. „Tekið er á móti gögn-
um daganna 30. nóvember og 1.
desember frá kl. 16-18 í húsi Rauða
krossins að Skólabraut 25 A. Mikil-
vægt er að sækja um og skila gögn-
um á auglýstum tíma því úrvinnsla
umsókna tekur tíma. „Eftir 15. des-
ember verður ekki úthlutað svo vin-
samlegast sækið um tímanlega,“
segir í tilkynningu frá nefndinni.
mm
Staða fjármálastjóra Akraneskaup-
staðar var auglýst laus til umsókn-
ar í haust. Var það gert í kjölfar
skipulagsbreytinga á stjórnsýslu-
og fjármálasviði þegar ákveðið var
að styrkja fjármáladeildina með til-
færslu verkefna innan bæjarskrif-
stofunnar. Alls sóttu 22 um starf-
ið og nú hefur Þorgeir Hafsteinn
Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri
bæjarins. Þorgeir er viðskiptafræð-
ingur með meistaragráðu í fjár-
málum fyrirtækja frá Háskólanum
í Reykjavík. Hann hefur víðtæka
reynslu af fjármálum, fjárfestingum
og fyrirtækjarekstri. Meðal ann-
ars hefur hann starfað sem fram-
kvæmdastjóri Íslensks eldsneytis
ehf., fjármálastjóri hjá fjárfestinga-
og fasteignafélaginu Þórsgarði ehf.,
verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar
Ernst & Young ehf. og sérfræðing-
ur hjá Virðingu.
Þorgeir hefur störf hjá Akranes-
kaupstað 1. desember næstkom-
andi. Andrés Ólafsson, sem gegnt
hefur stöðu fjármálastjóra mun taka
við starfi verkefnastjóra á stjórn-
sýslu- og fjármálasviði.
kgk
Ráðið í stöðu fjármálastjóra Akraneskaupstaðar
Þorgeir Hafsteinn Jónsson hefur verið
ráðinn fjármálastjóri Akraneskaup-
staðar. Ljósm. akranes.is.
Mæðrastyrksnefnd Akraness með jólaúthlutun