Skessuhorn - 23.11.2016, Page 49
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 49
Ekki gefa bara eitthvað,
gefðu frekar hvað sem er.
Með gjafakorti Landsbankans er ekkert
mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður
upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Vinsæll markaður hefur verið starf-
ræktur í bílskúr við Heiðarbraut 33
á Akranesi í nokkurn tíma. Mark-
aðinn sækir fólk alls staðar af land-
inu og hefur að sögn rekstraraðila
verið mikil aukning í að fólk geri
sér ferð til þeirra um helgar víðs-
vegar af landinu. „Aukinn eftir-
spurn hefur kallað á lengri opnun-
artíma og höfum við fengið beiðn-
ir um að hafa opið á virkum dögum
einnig. Við ætlum því nú á aðvent-
unni að koma til móts við þetta og
hafa lengri opnunartíma. Markað-
urinn verður því opinn á föstudög-
um til sunnudags frá og með fyrstu
helginni í aðventu frá kl. 13-17,“
segir Kristbjörg Traustadóttir sem
rekur markaðinn ásamt Björgvini K
Björgvinssyni eiginmanni sínum.
Á Heiðarbraut 33 er einnig hið
landsþekkta Róbótasafn. „Til okkar
kemur fólk alls staðar að til að fá að
skoða það bæði Íslendingar og er-
lendir gestir. Nú á aðventunni ætl-
um við að gefa fólki kost á að koma
og skoða það hjá okkur á sama tíma
og markaðurinn er opinn,“ segir
Kristbjörg.
mm
Antík- og retrómarkaðurinn á Akranesi
„Í ljósi óánægju með auglýst fyrir-
komulag á tendrun ljósa á jólatré á
Akratorgi í ár hefur menningar- og
safnanefnd Akraneskaupstaðar dreg-
ið til baka þá ákvörðun að tendra þau
að morgni mánudagsins 28. nóvem-
ber. Þess í stað fer tendrun ljósanna
fram laugardaginn 26. nóvember kl.
16:00 eins og áður hafði verið ákveð-
ið.“ Þetta kom fram í fréttatilkynn-
ingu frá menningar- og safnanefnd-
ar Akraneskaupstaðar á fimmtudag-
inn. Sú tillaga að færa tendrun jóla-
ljósa á Akratorgi til mánudagsmorg-
uns vakti mikla umræðu á samfélags-
miðlum og fékk blendin viðbrögð.
„Með þessu er komið til móts við
fjömennan hóp íbúa sem óskaði eftir
því að áfram yrði haldið í hefðina og
að fjölskyldan öll gæti tekið þátt enn
um sinn,“ sagði í yfirlýsingu nefnd-
arinnar eftir að fyrirhuguð breyting
hafði verið dregin til baka. mm
Jólatrésskemmtun á hefðbundnum tíma
Frá jólatrésskemmtun á Akratorgi í upphafi aðventu 2015.
Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir.
Frábær gjöf fyrir
dömur á öllum aldri
Fáanleg í 12 litum
í fullorðins- og barnastærð.
Nánar um sölustaði á facebook
Útsölustaðir á Vesturlandi
Apótek Vesturlands
Gallerý Snotra Akranesi
Sundlaugin Borgarnesi
Netverslanir
Aha.is, Heimkaup, Krabba-
meinsfélagið og Netsöfnun.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is