Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 56

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 56
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201656 Í Ólafsvík býr nú einn efnilegasti markvörður í kvennaknattspyrn- unni á Íslandi en það er hin 15 ára Birta Guðlaugsdóttir sem leikur með Víkingi. Birta er Ólsari í húð og hár og hefur æft fótbolta með Víkingum. Skessuhorn hitti Birtu á dögunum en hana dreymir um að standa vaktina á milli stanganna í A-landsliðinu áður en langt um líð- ur. 15 ára aðalmarkvörður „Ég byrjaði að æfa í 6. bekk og lá leiðin beint í markið,” segir Birta um upphafið í knattspyrnunni með Víkingi, en foreldrar hennar eru þau Harpa Finnsdóttir og Guðlaug- ur Mímir Brynjarsson. „Ég prófaði reyndar að spila úti eitt tímabil. Ég fann hins vegar að markvarslan átti við mig og því hef ég verið í mark- inu síðan.” Birta segir að margar stelpur á hennar aldri hafi æft fótbolta lengi en saman mynda þær kjarnann í 1. deildarliði Víkings í Íslandsmótinu. Einnig leika margar þeirra með sameiginlegu liði Snæfellsness í 3. flokki. „Það var mikil barátta í 1. deildinni á tímabilinu en við höfn- uðum í 3. sæti í okkar riðli með 28 stig. Þetta var fyrsta tímabilið mitt sem aðalmarkvörður en þrjú árin á undan var Jeannette Williams frá Bandaríkjunum aðalmarkvörður. Ég varð varamarkvörður 2014, þá bara 12 ára gömul, og svo tók ég við af henni fyrir þetta tímabil þeg- ar hún skipti yfir í FH í Pepsi deild- inni,” segir Birta. „Ég og Jeannette æfðum mik- ið saman og lærði ég mjög mikið af henni. Hún er mikil fyrirmynd mín í fótboltanum og reyndist mér vel. Síðan verð ég að nefna Ein- ar Magnússon markmannsþjálfara minn. Hann hefur haft mjög mikil áhrif á ferilinn minn og er ég þakk- lát fyrir þjálfunina frá honum,” bæt- ir Birta við en hún segir aðra fyr- irmynd vera Þóra B. Helgadóttir fyrrum landsliðsmarkvörður. „Svo er það þannig að Aldís litla syst- ir mín er líka í marki, þannig að kannski tekur hún við af mér einn daginn.” Er keppnismanneskja Birta kveðst vera mikil keppnis- manneskja að upplagi enda þýði ekkert annað þegar knattspyrnan er annars vegar. Hún segir góðan anda í hópnum. „Við erum með ungt lið og eru flestar stelpurnar fæddar í kringum aldamótin. Það er t.d. bara ein sem er eldri en 18 ára. Við erum ekki með stóran hóp, en samt þétt- an,” segir Birta sem segir það skipta máli að mikill áhugi er fyrir fótbolt- anum í Ólafsvík. „Það er vel mætt á leiki hjá okkur og það skiptir miklu máli. Síðan minnist fólk á árangur- inn við mann úti í búð og það þyk- ir manni vænt um. Það sýnir að fólk fylgist með.” U17 og svo U19 Í sumar var Birta valin í landslið í fyrsta skipti þegar hún var kölluð inn í U17 ára landsliðið. „Það kom mér mjög mikið á óvart að verða valin og átti ég ekki von á því. Þetta var eiginlega sjokk, svo undrandi var ég,” segir Birta og hlær. „Ég var engu að síður gríðarlega glöð með að vera valin. Við kepptum fyrst á Norðurlandamótinu í Noregi. Ég var á bekknum fyrstu tvo leikina, en var í byrjunarliðinu seinni tvo. Síðan þegar við kepptum í undankeppni EM í haust var ég orðinn aðalmark- vörður,” segir Birta sem var einnig valin til að leika með U19 ára lands- liðinu í vináttulandsleik í haust. „Þetta eru því sex landsleikir sem eru komnir í hús. Draumurinn er svo að komast í A landsliðið og verja markið þar. Það væri toppurinn.” Vil spila áfram með Víkingi Birta er nú í 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og vinnur eina og eina vakt við ruslasöfnun. „Ég hleyp með ruslabílnum þeg- ar hann er hér í Ólafsvík og safna tunnunum. Þetta er mjög hress- andi starf og krefst talsverðrar orku,” segir hún og telur líklegt að hún sé ein af fáum sorphirðukon- um á landinu. Hvað framtíðina varðar þá seg- ist hún stefna suður á bóginn til að fara í framhaldsskóla. „Eins og stendur þá langar mig að fara í framhaldsskóla í Reykjavík og halda áfram að æfa þar. Ég er hins vegar mikill Víkingur og vil áfram spila með mínu liði eins lengi og hægt er,” segir hún. „Svo veit mað- ur ekkert hvað maður á að læra í framtíðinni. Ef ég ætti að velja um eitthvað nám þá myndi ég kannski fara í læknanám. Það á samt allt eftir að koma í ljós,” segir Birta að lokum. hlh Ver Víkingsmarkið og hleypur á eftir ruslatunnum Ólsara - rætt við Birtu Guðlaugsdóttur 15 ára markvörð úr Ólafsvík Birta Guðlaugsdóttir í Víkingsbúningnum. Með U17 ára landsliðinu fyrir leik gegn Færeyingum í undankeppni EM á Írlandi í haust. Það verður ekki sagt annað um Hólmarann Berglindi Gunnars- dóttur að hún hafi í nógu að snú- ast. Berglind er lykilleikmaður í sig- ursælu úrvalsdeildarliði Snæfells í Dominos deildinni í körfubolta, en liðið hefur hampað Íslandsmeist- aratitlinum síðustu þrjú árin. Í fyrra var hún valin í A-landsliðið í fyrsta skipti sem stendur þessa dagana í ströngu í undankeppni EM. Hún hóf einnig læknanám í fyrra við Há- skóla Íslands. Hópíþróttirnar heilluðu Berglind er fædd árið 1993, dóttir hjónanna Gunnars Svanlaugssonar fyrrum skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Láru Guðmunds- dóttur, en bæði eru þau gamalreynd- ir íþróttakennarar. „Það má segja að íþróttir hafi skipað stóran sess í lífi fjölskyldunnar. Þegar ég var yngri hljóp ég nánast á milli íþrótta, var í körfubolta, frjálsum og flestu því sem boðið var upp á í Stykkishólmi. Eldri systkini mín hafa sömu sögu að segja, þau Hrefna, Guðlaugur og Gunnhildur,” segir Berglind en hún og Gunnhildur leika saman með Snæfelli og landsliðinu. „Körfuboltinn varð hins veg- ar fyrir valinu. Ég fann fljótt að hópíþróttir áttu við mig því það er skemmtilegt að tilheyra liði. Þar fyrir utan er sterk hefð fyrir körfu- boltanum í Stykkishólmi og mik- ill áhugi og stemning fyrir íþrótt- inni. Það hefur því reynst vel á ferl- inum að vera héðan. Maður hefur til dæmis alltaf getað nýtt aðstöðuna hérna nánast hvenær sem er, farið að skjóta í íþróttahúsinu eða tekið á því í lyftingasalnum. Aukaæfing- arnar eru mikilvægar ef maður vill ná langt og þá skiptir máli að geta fengið greiðan aðgang að aðstöð- unni,” segir hún. Umgjörðin skiptir máli Snæfellsliðið er sem stendur í efsta sæti Dominos deildarinnar ásamt Keflavíkingum. Berglind segir deild- ina jafna í ár og mun reyna á Snæfell við að verja Íslandsmeistaratitilinn og sigra fjórða árið í röð. Sjálf leik- ur hún stöðu skotbakvarðar í liðinu. Hún segir vel staðið að málum í um- gjörð körfunnar í Stykkishólmi, en það gildir ekki um alla staði. „Hjá sumum félögum er munur á stöðu karla- og kvennaliða. Sem betur fer er passað upp á að umgjörðin sé eins hjá karla- og kvennaliðinu í Stykk- ishólmi og finnst mér það mjög mikilvægt. Ég hef upplifað ýmis- legt á ferlinum hvað þetta snert- ir. Eitt skipti vorum við að mæta í leik á einum stað og þá var íþrótta- húsið lokað og allt slökkt. Ég held að þetta hefði aldrei gerst ef karlal- ið væru að spila,” segir Berglind og nefnir að mörg lið mættu bæta hjá sér umgjörðina á leikjum. „Hjá sumum félögum í deildinni er ekki einu sinni kynning fyrir leiki. Ég held að með því að setja metnað í umgjörð leikja til jafns við karla- leikina þá mun kvennadeildin eflast enn frekar.” Ekki fyrsta manneskja í íþróttum og námi Þennan veturinn eru aðstæður Snæ- fells þannig að tæplega helming- ur liðsins er búsettur á höfuðborg- arsvæðinu. „Við erum fimm sem búum hérna syðra og æfum við með 1. deildarliði Breiðabliks í Kópavogi. Hildur Sigurðardóttir þjálfar Blik- ana, þannig að við erum með kunn- uglegt andlit sem stýrir æfingum,” segir Berglind en Hildur lék eins og kunnugt er með Snæfelli um árabil og var fyrirliði liðsins þangað til hún lagði skóna á hilluna í fyrra. „Eðli máls samkvæmt eru dagarnir stund- um langir hjá okkur vegna æfinga, leikja og ferðalaganna í Stykkishólm, en við förum að jafnaði tvisvar í viku í Hólminn til að keppa og æfa. Síðan erum við öll í námi eða vinnu. Í svona aðstæðum reynir á að vera agaður og skipulagður. En ég hugsa oft til þess að ég er ekki fyrsta manneskjan sem er á fullu í íþróttum og í námi, þann- ig að þetta leysist nú allt saman.” Líður vel í læknanáminu Fyrir tæpu ári síðan hóf Berglind nám í læknisfræði við Háskóla Ís- lands og kveðst hún ekki sjá eftir því. „Læknanámið heillaði mig. Allt sem snýr að líkamanum hefur mér fundist heillandi og því langaði mig að afla mér meiri þekkingar um hann. Um tíma var ég að spá í að fara í sjúkra- þjálfun, en á endanum varð lækna- námið fyrir valinu,” segir Berglind. „Á þessu stigi í náminu er ég á kafi í grunninum. Ég er eiginlega nýbyrjuð því að þetta er sjö ára nám í heildina með kandídatsári. Að því loknu fara flestir í sérnám sem tekur nokkur ár í viðbót. Ég er ekki búin að ákveða mig ennþá í hverju ég muni sérhæfa mig í en það eru margar spennandi leiðir í boði,” segir Berglind. Píanóið bíður síðari tíma Tíminn hjá Berglindi fer nú í námið og körfuboltann og gefst minni tími til að huga að þriðja áhugamáli henn- ar sem er píanóleikur. „Ég hef leikið á píanó frá því að ég var fimm ára en ég lærði í Tónlistarskóla Stykk- ishólms. Eftir að ég lauk stúdents- prófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði fór ég í píanónám í FÍH, en ég hætti þar þegar ég byrj- aði í læknisfræðinni. Um tíma íhug- aði ég líka að fara í Listaháskóla Ís- lands í píanónám. Eðlilega fer minni tími í píanóleik núna. Píanóið fer þó ekki frá mér og vil ég nota tím- ann núna til að stunda körfuboltann meðan líkaminn leyfir.” hlh Skotbakvörður í læknanámi og spilar á píanó - spjallað við Hólmarann Berglindi Gunnarsdóttur læknanema, körfuboltakonu og píanóleikara Berglind Gunnarsdóttir í anddyrinu í Læknagarði Háskóla Íslands.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.