Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Side 60

Skessuhorn - 23.11.2016, Side 60
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201660 „Ég var kominn á stað þar sem mig langaði til að fara að gefa út frum- samda raftónlist. En þá fór ég að kafa dýpra ofan í þessa músík og sá að það er svo margt sem ég á eftir að prófa sem mig langar. Þannig að í dag er ég dálítið leitandi sem raf- tónlistarmaður, að leita að mínu sándi. Það er svo rosalega margt sem er hægt að gera. Maður ýtir á ein- hvern takka og þá rambar maður á eitthvað sem maður bara verður að prófa. Enda segja þeir sem eru orðn- ir sjóaðir í þessu að maður eigi alltaf að vera með á upptöku,“ segir Ingi Björn Róbertsson, oft kallaður Iddi eða Iddi Biddi. Við erum staddir á heimili Idda Bidda, en hann leigir litla íbúð á Flötunum á Akranesi. Þar sem flestir hefðu komið fyrir sjón- varpstæki og stofuborði hefur hann búið til lítið heimastúdíó með tölvu, hljómborði og fleiri hljóðfærum og tækjum. „Ef fólk vill komast langt í tónlist þá verður það að gera sér grein fyrir því að það verður að lifa og hrærast í tónlist. Þess vegna á ég til dæmis ekki sjónvarp, ég kem heim úr dagvinn- unni og fer beint í tónlistina. Þetta er bara endalaus fokking vinna, það þarf að æfa og spila og semja,“ segir Ingi Björn en ástæðan þess að hann gefur tónlistinni jafn mikinn tíma og raun ber vitni er einföld. „Draum- urinn er að spila eingöngu raftón- list sem ég hef búið til. Mig langar að ná langt og komast á þann stað. Ég vinn að því að verða betri en er ekkert að drífa mig. Ég veit að þetta tekur tíma,“ segir hann. Þó Idda Bidda þyki hann enn eiga margt eftir ólært og vilji prófa margt vinnur hann engu að síður markvisst að því þessa dagana að láta þenn- an draum sinn rætast. „Undanfarna mánuði hef ég reynt að semja eitt- hvað nýtt efni á hverjum degi. Svo sigta ég bara út seinna hvað er gott og hvað ekki,“ segir hann. „Síðan er líka mjög mikilvægt að fá góða gagn- rýni. Ef ég ætti að gefa upprennandi tónlistarmönnum eitthvað eitt ráð þá væri það þetta: „Aldrei hlusta á mömmu þína og pabba“,“ segir Ingi Björn og hlær við, en gamninu fylgir sannarlega alvara. „Foreldrar, í 99% tilfella, eru aldrei að fara að segja annað en að það sem þú varst að búa til sé rosa flott. Það er kjaftæði. Þú ert að búa til drasl og þú þarft að heyra það því það er líka mikilvægt að læra að fá gagnrýni.“ Mikilvægt að vera einlægur Ingi Björn semur og tekur upp alla sína raftónlist í forritinu Ableton Live, sem notað er af mörgum raf- tónlistarmönnum við tónlistarsköp- un, upptökur og tónlistarflutning. Er það því í raun bæði upptökuforrit og hljóðfæri og kveðst hann orðinn nokkuð fær við að nota það. Hann hefur hins vegar orð á því að það sé eitt að vera fær á hljóðfæri eða forrit- in og annað að vera skapandi. Sköp- uninni þurfi einnig að gefa tíma. „Til þess að verða kreatífur þá verð- ur maður að ýta öllu kjaftæði til hlið- ar; sjónvarpinu, facebook, snapchat og bara öllu sem getur dreift athygl- inni. Maður skóflar öllu til hliðar og síðan þarf maður að vera tilbúinn að opna sig, bæði í tónlist og texta. Maður verður alltaf að semja fyrst fyrir sjálfan sig. Það er ástæða fyrir því klisjan um að tónlistin verði að koma frá hjartanu er í fullu gildi. Það heyrist þegar menn eru ekki einlæg- ir, eins skrítið og það kann að hljóma, en næstum allt efni sem verður vin- sælt er það vegna þess að þar er ver- ið að tjá einhverjar tilfinningar af hreinskilni og einlægni,“ segir hann og bætir því við að allir sem séu til- búnir að tjá sig af einlægni geti orð- ið tónlistarmenn. „Það þarf ekk- ert að vera sprenglærður á eitthvað hljóðfæri til að verða góður tónlist- armaður. Það er til fullt af tónlistar- mönnum sem kunna ekkert alla skala eða alla hljóma í heiminum heldur bara ákveðinn grunn sem hægt er að vinna út frá.“ Þoldi ekki að systir hans væri betri trommari Hann segist ekki hafa verið gefinn fyrir tónmennt og tónfræði þegar hann var yngri. Hann hafi þó í seinni tíð reynt að læra af meðspilurum sín- um, lesið sig til og telur gott að kunna allavega eitthvað fyrir sér í þeim fræðum. En hvenær steig tónlistar- maðurinn Ingi Björn sín fyrstu skref? „Ég byrjaði að spila á trommur þeg- ar ég var í 8. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi, prófaði fyrst trommusett í félagsmiðstöðinni Óðali, sem var þá ein best tækjum búna félagsmiðstöð á landinu. Ég fór svo að spila í hljóm- sveit með félögum mínum. Þetta var einhvers konar pönk og ég var ekki trommarinn í því bandi heldur stóð ég við hliðina á trommaranum og spilaði á eina páku og ride-sym- bal. Þetta var bara hávaði en ógeðs- lega gaman,“ segir Ingi Björn. Hann kveðst síðan hafa sótt trommunám- skeið en áhuginn hafi ekki kviknað fyrir alvöru fyrr en í 10. bekk. „Þá var ég mikið að tromma bara öllum stundum og mætti eiginlega ekkert í skólann, var bara að tromma ein- hvers staðar,“ segir hann og bros- ir. „Síðan á fyrsta árinu í FVA var ég farinn að læra hjá Sissa [Sigur- þór Kristjánssyni] í Borgarnesi og á þessum tíma var Martha systir líka að læra á trommur. Hún æfði sig mjög samviskusamlega og var miklu betri en ég og ég þoldi það ekki,“ segir hann og hlær. „Við náðum síðan að sannfæra mömmu og pabba um að hjálpa okkur að kaupa trommusett, af því við værum nú bæði að æfa og svona. Við fórum í Tónabúðina og löbbuðum út með frábært trommu- sett sem hafði staðið þar úti í glugga og af einhverjum ástæðum vildi það enginn. Það kostaði 300 þúsund, sem er gjafaprís fyrir þetta sett. Mamma sagði að það væri þá eins gott að við yrðum bæði rosalega góð. En það fór auðvitað svo að ég var miklu frekari og Martha fékk aldrei að nota sett- ið og missti síðan áhugann,“ segir Ingi Björn og brosir en bætir því við að umrætt trommusett sé settið sem hann notar enn þann dag í dag. Laug því að hann kynni blús Hann hefur síðan þá numið trommu- leik við Tónlistarskólann á Akranesi og í FÍH og tekið þátt í alls kyns verk- efnum, til dæmis á kórtónleikum, leikritum, popp- og rokktónleikum og með allnokkrum þekktum tón- listarmönnum og fjölda hljómsveita víða um land. Blúsbandið Ferleg- heit er líklega einna þekktust þeirra sveita sem hann hefur trommað með. „Ég kem inn í Ferlegheit þegar Við- ar Engilbertsson, sem nú er góð- ur vinur minn, falast eftir þjónustu minni. Þeir höfðu rekið trommarann og vantaði nýjan. Viðar spurði hvort ég hefði ekki spilað blús og ég sagði: „Jú, ég hef oft spilað blús,“ en það var að sjálfsögðu lygi, ég hafði ekki einu sinni hlustað á blús að neinu viti,“ segir Ingi og hlær. „Ég fékk síð- an nokkra daga til að æfa lögin með þeim og svo vorum við farnir norður á Ólafsfjörð að spila. En trommarinn sem þeir voru nýbúnir að reka kom með af því hann var vinur þeirra og það var mjög vandræðaleg stemning alla ferðina,“ segir Ingi og hlær að endurminningunni. „En Ferlegheit var skemmtilegt band. Við spiluðum nokkuð lengi saman, urðum góðir vinir og þokkalega þekkt band. Við vorum til dæmis fastagestir á Blúshá- tíð í Reykjavík og fleiri blúsviðburð- um, komum fram með KK og mörg- um góðum tónlistarmönnum. En síðan fóru liðsmenn í sitthvora áttina og bandið leystist upp,“ segir hann. Síðan hefur Ingi Björn sest á bak- við settið við ýmis tilefni en oftar en ekki hefur það verið með hljómsveit- inni Bland. „Það er í grunninn bara svona klassísk sveitaballahljómsveit. Við spilum lög sem fólkið vill heyra en við reynum eftir fremsta megni að gera það með stæl þannig að flutn- ingurinn sé sem líkastur uppruna- legu útgáfum laganna og hægt er,“ segir hann. Snýst um að skemmta fólki Undanfarin misseri hefur Ingi Björn aftur á móti verið að hasla sér völl sem plötusnúður og kemur reglu- lega fram og þeytir skífum sem DJ Red Robertsson. „DJ Red er hálfgert hliðarsjálf, sem verður óhjákvæmi- lega til þegar maður fer að kalla sig eitthvað annað. Hann er til dæm- is ekki með sama tónlistarsmekk og ég, alls ekki,“ segir Ingi Björn. „En hann varð til fyrir tilviljun. Ég og Viðar vorum með Pub Quiz á Gamla Kaupfélaginu og vorum beðnir að redda tónlistinni. Ég sagðist geta gert það og það gekk nægilega vel til að ég var beðinn aftur og þá fór bolt- inn að rúlla,“ segir hann. „Ég var líka nokkuð fljótur að fatta út á hvað þetta gengur. Þetta er bara eins og að vera í ballhljómsveit. Maður spilar það sem fólkið vill heyra og það sem virkar hverju sinni. Þess vegna fer ég nær aldrei með tilbúinn lagalista að spila. Maður verður að byrja, sjá hvað virk- ar og fá viðbrögð frá hópnum. Þetta er erfiðast fyrst, áður en fólk skellir sér út á gólfið,“ segir hann. „Svo er það svo fyndið, ég fattaði þetta ekki fyrr en ég var byrjaður að spila sem DJ, að Íslendingar dansa ekki við tónlistina, þeir dansa við textann,“ segir Ingi Björn og hlær. En hvort sem Ingi Björn situr á bakvið trommusettið, þeytir skífum á bakvið DJ-borðið eða spilar frum- samda raftónlist í framtíðardraumum sínum liggur rauður þráður í gegn- um allt sem hann fæst við sem teng- ist flutning tónlistar. „Að fást við tónlist er ógeðslega mikil vinna, en skemmtileg. Að vera með fullan sal af fólki þar sem allir skemmta sér vel er rosalega gaman, hvort sem maður er að spila lög eftir aðra á balli, sem DJ eða að flytja frumsamið efni. Þetta snýst allt um að skemmta fólki,“ seg- ir Ingi Björn. „Þar að auki er flest sem fylgir því að vera duglegur að koma fram mjög skemmtilegt. Mað- ur kynnist fólki úr tónlistarbransan- um og lærir mikið á því að vinna með öðrum tónlistarmönnum. Þannig að ef fólki vantar hljómsveit eða DJ þá er alltaf hægt að finna mig á facebo- ok,“ segir Ingi Björn Róbertsson að endingu og hlær við. kgk „Aldrei hlusta á mömmu þína og pabba!“ - segir tónlistarmaðurinn léttúðugi Ingi Björn Róbertsson Ingi Björn Róbertsson í litla heimastúdíóinu sem hann hefur útbúið í íbúðinni sinni. Þar semur hann og tekur upp frumsamda raftónlist. Búið að leggja niður eitthvað gott bít, tónlistin komin í gang og Ingi Björn líka.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.