Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201662
Aðventa í Kjósinni
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Borgnesingurinn Gunnhildur Lind
Hansdóttir flutti nýverið til Íslands
á ný eftir fimm ára samfellda veru
í Bandaríkjunum við nám og starf.
Skessuhorn hitti Gunnhildi og máli
og fékk að heyra af reynslu hennar
ytra. „Ég fór reyndar fyrst út árið
2007 sem skiptinemi eftir eitt ár í
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þá
lenti ég hjá yndislegri fjölskyldu í
Caddo, litlum smábæ í Oklahoma-
fylki. Ég segi „lenti“ af því það er
mjög handahófskennt hvar skipti-
nemum er komið fyrir. Þar að auki
fannst mér ég hafa „lent“ þar því
ég skoðaði mynd frá staðnum þar
sem var skilti sem stóð á „Velkomin
til Caddo“ og bókstaflega ekkert í
bakgrunni nema eyðimörkin,“ seg-
ir Gunnhildur og brosir. Hún læt-
ur afskaplega vel af landi og þjóð.
„Ég elska Bandaríkin en ég á marga
vini og ættingja sem skilja ekki af
hverju. Þeir hafa sína upplifun af
landinu í gegnum sjónvarp og skil-
ur ekki af hverju mér þykir svona
vænt um landið. En þetta er ekki
eins og í fréttunum. Mín reynsla er
sú að Bandaríkjamenn eru rosalega
gott og vingjarnlegt fólk sem vill
allt fyrir mann gera. Það var rosa-
lega vel hugsað um mig þarna úti.“
Eftir tæpt ár í skiptinámi sneri
Gunnhildur heim til Íslands á ný og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla
Borgarfjarðar. Hélt hún áfram góðu
sambandi við fjölskylduna og vinina
í Bandaríkjunum, fór í árlega heim-
sókn þangað og hugurinn leitaði út
á ný. Að loknu stúdentsprófi sótti
Gunnhildur síðan um háskólanám
í Southeastern Oklahoma Univer-
sity og lék körfuknattleik með liði
skólans. „Ég fór út með það mark-
mið að komast í körfuboltaliðið og
fá námsstyrk. Þegar ég mætti út
ræddi ég við þjálfarann en þá var
búið að skipa liðið og ég spilaði því
ekkert fyrsta árið. Hann benti mér
hins vegar á að mæta í prufur vorið
eftir. Ég gerði það og lék með lið-
inu næstu tvö árin og á skólastyrk,“
segir Gunnhildur.
Stífar og markvissar
æfingar
Hún segir að álagið sem fylgir há-
skólaboltanum hafi aðeins kom-
ið henni á óvart. „Það fór mik-
ill tími í þetta. Okkur var gert að
mæta í íþróttahúsið að minnsta
kosti hálftíma fyrir æfingar og
þegar allt er talið voru þetta þrír
til fjórir klukkutímar á hverjum
degi,“ segir hún. „Álagið var mikið
en þetta var mjög ánægjulegt. Við
vorum með góðan og metnaðar-
fullan þjálfara sem vissi nákvæm-
lega hvað hann vildi og gerði okk-
ur grein fyrir hverju hann byggist
við af okkur,“ segir hún og bæt-
ir því við að æfingarnar hafi ver-
ið mjög markvissar. „Þjálfarinn var
stöðugt að reyna að bæta eitthvað
sem honum fannst vanta í leikn-
um og hjá hverjum og einum leik-
manni. Hann notaði tölfræði mik-
ið og fékk okkur til að vera með-
vitaðri um að nýta okkur tölfræð-
ina í leik okkar,“ segir Gunnhild-
ur og bætir því við að hann hafi
einnig verið leikmönnum hvatn-
ing utan vallar. „Hann einblíndi
ekki aðeins á körfuboltann heldur
hvatti hann okkur til að reyna að
vera góðar persónur og stytta sér
ekki leið í lífinu. Breyta rétt og láta
gott af okkur leiða hvort sem er
fyrir allra augum eða fyrir luktum
dyrum. Ég hugsa oft um þetta enn
í dag,“ segir hún. En hvað varðar
framfarir á körfuknattleiksvellin-
um létu þær ekki á sér standa. „Þó
ég hafi reyndar ekki fengið að spila
neitt rosalega mikið fannst mér ég
bæta mig meira á fyrsta árinu en
ég hefði getað gert á fimm árum
hér heima,“ segir Gunnhildur.
„En þegar upp er staðið þá er það
auðvitað undir hverjum og ein-
um komið hversu góður hann vill
verða. Þjálfarar geta bara gert svo
og svo mikið, restin er undir þér
komin.“
Langar að læra
ljósmyndun og ferðast
Í háskólanum í Oklahoma lagði
Gunnhildur stund á nám sem upp á
íslensku mætti e.t.v. kalla fjarskipti
með áherslu á sjónvarpsútsending-
ar. Þar lærði hún öll helstu undir-
stöðuatriði fjölmiðlunar og dag-
skrárgerðar, en mest þó á bókina.
„Þetta var ekki eins mikið verklegt
og ég hefði helst viljað. En þeir
tímar sem þó voru verklegir voru
mjög skemmtilegir, t.d. mynd-
bandagerð og fleira,“ segir hún. Að
námi loknu komst fór hún að vinna
á sjónvarpsstöð úti í Bandaríkjun-
um en sneri heim í júlí síðastliðn-
um og flutti í Borgarnes. „Það er
smá millibilsástand hjá mér núna.
Ég flutti aftur inn til mömmu og
pabba,“ segir hún og brosir. „Ég
vinn á Egils Guesthouse. Það er
rosalega fínt en ég sé það kannski
ekki fyrir mér sem framtíðarstarf,“
bætir hún við. „Einnig er ég að
vinna hjá 365 miðlum. Ég lýsi leikj-
um Skallagríms í beinni á Twitter
og tek viðtöl eftir leiki sem síðan
eru sýnd í þættinum Körfubolta-
kvöldi á Stöð 2 sport og stund-
um í beinni, ef um sjónvarpsleik
er að ræða. Síðan skrifa ég viðtöl-
in niður fyrir Vísi.is,“ segir Gunn-
hildur. Hefur það starf ákveðinn
samhljóm við nám hennar og að-
spurð kveðst hún jafnvel hafa hug
á að starfa við fjölmiðlun í framtíð-
inni. „Ég hef mjög gaman af þessu
og gæti hugsað alveg hugsað mér
að vinna við þetta. En ég held ég
myndi njóta mín betur í einhvers
konar dagskrárgerð, eða á setti
við kvikmyndatökur. Ég vil helst
geta lagt eitthvað til verkefnisins
og hafa eitthvað um það að segja,“
segir hún.
En hvað er næst á dagskrá hjá
Gunnhildi? „Það er rosalega margt
sem er hægt að gera og erfitt að
velja. Ég er búin að spá mikið í
ljósmyndun undanfarið, langar að
læra betur að taka myndir og það
eru miklar líkur á að ég reyni að ég
reyni að komast í eitthvað þannig
nám á næstunni,“ segir hún. „En
mig langar líka að ferðast, helst til
einhverra fjarlægra og framandi
landa. Það færi einmitt mjög vel
saman við að æfa sig að taka ljós-
myndir. Það er aldrei að vita nema
ég kýli bara á það,“ segir Gunn-
hildur og brosir.
kgk
„Bandaríkjamenn eru rosalega gott og vingjarnlegt fólk“
GLEÐIFUNDUR
UNGMENNAFÉLAGS REYKDÆLA
26. NÓVEMBER 2016
Logalandi
Hefðbundin Gleðifundarstörf
Gamanmál og gleði
Dansleikur
Verð: 2500 kr. fyrir félaga í Ungmennafélagi
Reykdæla, 2800 kr. fyrir aðra
Húsið opnar kl. 20:30
Dagskrá hefst kl. 21:30
Meginstreymi leikur fyrir dansi
Aldurstakmark 16 ár á dansleikinn
Gleðifundarnefnd
Ungmennafélags Reykdæla
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6