Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 67

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 67
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 67 Í Dölum býr líklega einn af fáum íbúum Vesturlands, ef ekki sá eini, sem með réttu getur titlað sig brúarsmið. Þetta er Vilhjálm- ur Arnórsson, verkstjóri hjá brú- arvinnuflokki Vegagerðarinnar á Hvammstanga. „Svei mér þá, ég er búinn að vera í þessu í tíu ár,” segir Vilhjálmur þegar hann er spurður um hversu lengi hann er búinn að vera í brúarsmíðinni. „Ég byrjaði að vinna fljótlega eftir að ég lauk húsasmíðanámi frá Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki. Sé ekki eftir því. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir tímar, en krefjandi.” Aðstæður oft erfiðar Vilhjálmur segir brúarvinnuflokk- inn telja sex manns, en tveir flokk- ar eru starfandi á landinu öllu. „Í gamla daga voru fleiri í þessu og þá voru vinnuflokkarnir fleiri. Síðan hefur fækkað í þessari stétt. Hinn brúarvinnuflokkurinn er staðsett- ur í Vík í Mýrdal,” segir Vilhjálm- ur. „Verkefni okkar eru bæði á sviði nýframkvæmda og viðhalds, en heilt yfir má segja að við hopp- um gjarnan í bráðaverkefni ef ein- hver brú er orðin það léleg að eng- an tíma má missa í viðhaldi. Þá mætum við á vettvang, tökum út stöðuna og hefjum framkvæmdir.” Stundum kemur fyrir að flokk- urinn renni blint í sjóinn hvern- ig eigi að bera sig að í verkum og þá skiptir máli að meta vel hvernig best sé að haga verkinu. „Aðstæður eru mismunandi á vettvangi og svo er ástand brúa svo misjafnt. Stund- um þurfum við að hlaða varnar- garða kringum stöpla svo við get- um skoðað undirstöður brúar bet- ur,” segir Vilhjálmur. „Síðan er það veðrið. Það hefur eðlilega áhrif á vinnuna okkar en við reynum að harkast eins og við getum í flestum veðrum. Oftar en ekki eru aðstæðurnar erfiðar. Eðli máls samkvæmt erum við alltaf við ár og því getur vinnan verið svo- lítið blaut, sérstaklega þegar við erum að vinna í undirstöðunum.” Fjölbreytt verkefni Á þeim tíu árum sem Vilhjálm- ur hefur starfað við brúarsmíði hefur hann komið að nýfram- kvæmdum og endurbótum á fjölda brúa á Vesturlandi. „Ég get nefnt sem dæmi brýrnar yfir Haffjarð- ará á Snæfellsnesi, Hítará á Mýr- um, Reykjadalsá í Reykholtsdal og Miðdölum í Dölum og loks Laxá í Dölum. Þá höfum við unnið að endurbótum á Borgarfjarðarbrú, bæði við endursteypa stöpla brúar- innar og brúargólfið síðustu árin,” segir Vilhjálmur sem segir fólk yfirleitt glatt og ánægt að sjá brú- arsmiðina að störfum. „Brýr eru framfaramál og samgöngubætur fyrir fólkið. Þannig að við mætum gjarnan fólki með brosi á vör þegar við erum að störfum.” „Þá höfum við líka tekið að okk- ur að varðveita gamlar brýr með því að endurgera þær. Eitt eft- irminnilegasta verkið var þegar við gerðum upp brúnna í Norð- tungu í Borgarfirði en hún er elsta hengibrú á Íslandi. Við strípuðum hana alveg niður þannig að vírarn- ir stóðu einir eftir. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og mikil áskorun.” Í námunda við laxinn Eins og upptalningin hér að ofan bar með sér hefur Vilhjálmur komist í tæri við vinsælar laxveiði- ár í vinnu sinni. Hann segir laxinn hins vegar ekki styggjast þó brú- arvinnuflokkurinn sé að störum. „Þegar maður er búinn að vera í margar vikur að bjástra við smíð- ina er maður orðinn ansi fundvís á laxinn sem heldur sig oft í skugga í strengjum þar sem við erum að vinna. Stundum hefur komið fyrir að maður hafi hnippt í öxlina á lax- veiðimönnum sem standa sólgnir við árbakkann í leit að þeim grálú- suga. „Hann er þarna, vinur minn,” hefur maður stundum sagt,” seg- ir Vilhjálmur og brosir við upp- rifjunina. „Menn eru iðulega mjög þakklátir við þessar ábendingar.” Í nafla alheimsins Vilhjálmur er búsettur í Búðardal ásamt sambýliskonu sinni, Dagný Láru Mikaelsdóttur, og þrem- ur börnum. Nýjasti fjölskyldu- meðlimurinn er einungis tæplega tveggja vikna gamall þegar þetta blað er prentað. Fjölskyldan flutti í Búðardal árið 2014 og keypti sér gamalt einbýlishús sem hún hef- ur unnið að því að gera upp síð- an. „Endurbæturnar mjakast hægt og bítandi en við framkvæm- um eins og efni standa til hverju sinni. Okkur líður vel hérna og hér er gott að vera með börn. Okkur finnst líka staðsetningin frábær. Héðan er um klukkustundar akst- ur á Hvammstanga til vinnu, en ég er í úthaldi með brúarvinnuflokkn- um frá mánudegi til föstudags. Svo tekur klukkutíma að keyra í Stykk- ishólm um Skógarströnd og svip- að í Borgarnes um Bröttubrekku. Loks er innan við klukkutíma akstur heim í Króksfjarðanes. Mér finnst því eiginlega eins og ég sé í nafla alheimsins hérna.” Með tugi refa á samviskunni Vilhjálmur á eitt áhugamál sem hann segir hafa fylgt sér lengi en það er veiðimennska. „Ég er mik- ill veiðimaður í mér og er alinn upp í mikilli nálægð við náttúruna. Ég hef stundað veiðar frá því að ég var lítill heima í Króksfjarðarnesi. Þar byrjaði ég t.d. að dunda við að veiða minka í gildru 12 ára gamall. Í dag er ég refaskytta í hlutastarfi hjá Dalabyggð og er veiðisvæðið mitt frá Svínadal að Klofningi, það er Hvammssveit og Fellsströnd. Ég fer að minnsta kosti tvær vikur á ári og ligg úti,” segir Vilhjálmur sem kveðst hafa á bilinu 60-70 refi á ári á samviskunni. „Þá fer ég á gæs og rjúpu þegar færi gefst.” „Refaveiðar eru þolinmæðisverk eins og þeir þekkja sem fengist hafa við þær. Ég er búinn að vera það lengi í þessu að ég er farinn að þekkja vísbendingarnar í nátt- úrunni sem koma upp um varginn, t.d. fuglasönginn. Mófuglarnir eru sérstaklega duglegir að láta mann vita, þeir gefa sérstakt hljóð frá sér þegar minkur eða refur er á ferð. Þetta hefur maður lært í veiðiferð- unum í gegnum árin,” bætir Vil- hjálmur við og segist reglulega fá símtöl frá bændum á svæðinu um ferðir vargsins og hvar greni er að finna. „Ég er því nokkuð vel upp- lýstur um stöðuna þegar ég fer af stað, en ég veiði einkum á sumr- in.” Dalirnir alltaf blasað við mér Vilhjálmur er fæddur og uppal- inn í Króksfjarðarnesi og er 33 ára gamall. „Ég titla mig nú eiginlega sem Vestfirðing að uppruna, en er eins næst og því verður komið að teljast Dalamaður. Alla vegi snéri herbergisglugginn á æskuheim- ilinu mínu í Króksfjarðarnesi að Dölunum, þannig að það svæði hefur nú alltaf blasað við mér,” segir Vilhjálmur í léttum tón. „Ég stefni á að vera áfram hjá Vegagerðinni á næstu árum. Kannski kemur eitthvað nýtt upp hér í Búðardal og þá get ég verið meira heima við. Þangað til held ég áfram að smíða brýr.” hlh Reynum að harkast eins og við getum Rætt við Vilhjálm Arnórsson brúarsmið og refaskyttu í Búðardal Vilhjálmur Arnórsson brúarsmiður fyrir framan brúnna yfir Laxá í Dölum sem hann kom að því að smíða. Oft er brúarflokkurinn að störfum í köldum aðstæðum. Hér eru Vilhjálmur og félagar að störfum við Litlu-Botnsá í Hvalfirði. Ljósm. Sigurður H. Sigurðs. Vilhjálmur með nýveidda tófu í hendi. Brúargólf steypt í góðum hópi á Blönduósi. F.v. Vilhjálmur, Ólafur Tryggvason, Hlynur Rafn Rafnsson og Ágúst Guðmundsson múrari (Gösli) sem unnið hefur með brúarvinnuflokknum í yfir tvo áratugi. Ljósm. Sigurður H. Sigurðs.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.