Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 70
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201670
Sundfólk úr Sundfélagi Akraness
gerði gott mót á Íslandsmeistara-
mótinu í 25 metra laug sem fram fór
um helgina. Alls kepptu níu sund-
menn frá félaginu á mótinu og sneru
þrír þeirra heim með verðlaunapen-
inga.
Ágúst Júlíusson varð Íslandsmeist-
ari í bæði 50 og 100 metra flugsundi.
Hann setti nýtt Akranesmet og var
undir lágmarkinu sem þarf til að
öðlast þátttökurétt á Norðurlanda-
mótinu sem fram fer í Danmörku
8.-12. desember næstkomandi. Þá
vann hann silfurverðlaun í 50 m
skriðsundi, einnig á nýju Akranes-
meti og undir NM lágmarkinu.
Sævar Berg Sigurðsson hreppti
silfurverðlaun í 200 m bringusundi
og var aðeins 0,02 sekúndum á eft-
ir sigurvegaranum. Þá vann hann
til bronsverðlauna í 100 m bringu-
sundi.
Brynhildur Traustadóttir átti mjög
góða helgi. Hún bætti sinn besta ár-
angur í 400 m skriðsundi um heilar
14 sekúndur og vann til bronsverð-
launa.
Þá féllu einnig á mótinu tvö Akra-
nesmet í boðsundi; í 4x100 m fjór-
sundi blandaðra sveita og í 4x100 m
skriðsundi blandaðra sveita.
„Allir okkar níu sundmenn sem
voru á mótinu áttu margar góðar
bætingar. Þau héldu stolt uppi merki
ÍA og voru okkur öllum til sóma á
bakkanum,“ segir í tilkynningu frá
sundfélaginu. Ítarlegri úrslit má sjá
á www.ia.is.
kgk/ Ljósm. ia.is.
Ágúst Júlíusson tvöfaldur
Íslandsmeistari
Ágúst Júlíusson, nýkrýndur Íslandsmeistari í 50 og 100 m flugsundi í 25 metra
laug.
Verðlaunahafar Sundfélags Akraness á mótinu. F.v. Sævar Berg Sigurðsson,
Brynhildur Traustadóttir og Ágúst Júlíusson.
Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akra-
nesi keppti á Íslandsmeistaramótinu í
25 metra laug um síðustu helgi. Hún
keppti í 50 m skriðsundi þar sem hún
varð í fjórða sæti, hlaut silfurverðlaun
í 100 m skriðsundi og 100 m flug-
sundi. Þá vann hún bronsverðlaun í
50m flugsundi og 100 m fjórsundi.
Einnig var hún í boðsundssveitum og
þar vann sveit Ægis þrenn gullverð-
laun og ein silfurverðlaun en í 4x100
m fjórsundi náði sveitin glæsilegum
árangri og setti nýtt Íslandsmet en
þær bættu metið um þrjár sekúndur.
Inga Elín náði lágmarki inn á
Norðurlandamótið sem haldið verð-
ur í Danmörku í byrjun desemb-
er. Hún keppti ekki í sínum sterk-
ustu greinum; 200 m flugsundi og
200 m skriðsundi, vegna þess að hún
náði einungis að æfa í þrjár vikur fyrir
þetta mót sökum veikinda og formið
því ekki nógu gott fyrir þær greinar.
„Inga Elín greindist með slæman rist-
il í september, sem kominn var niður
í rót og hún var orðin mjög veik áður
en það uppgötvaðist,“ segir Sigurlaug
Karen Guðmundsdóttir móðir Ingu
Elínar. Hún segir lækna hafa talið að
hún væri með brjósklos en sem bet-
ur fer hafi ekki svo verið. „Hún er nú
öll að styrkjast og við vonum að hún
komist sem fyrst í sitt besta form. Fólk
var farið að spyrja okkur hvort hún
væri hætt að synda því hún hefur ekki
verið mjög áberandi það sem af er ári.
En þetta er sem sagt ástæðan og svo
tognaði hún einnig mjög illa á ökkla
í febrúar og þar með var ÓL draum-
urinn úti. En allt lítur þetta betur út
núna og vonandi verður hún komin í
sitt gamla form á nýju ári.“ Sigurlaug
Karen segir það því hafa verið gleði-
tíðindi að Inga Elín náði að keppa á
ÍM 25 og var það framar öllum von-
um að ná lágmarkinu inn á Norður-
landamótið. Uppskera Ingu Elínar á
Íslandsmeistaramótinu var því þrenn
gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og
tvenn bronsverðlaun.
grþ
Inga Elín náði lágmarki inn á
Norðurlandamótið
Veikindi hafa sett strik í reikninginn
hjá Ingu Elín Cryer það sem af er ári en
hún náði engu að síður góðum árangri
á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra
laug.
Annað mót vetrarins, þar sem þátt-
takendur frá Klifurfélagi Akra-
ness tóku þátt, var haldið í Klifur-
húsinu í Reykjavík á sunnudaginn.
Fjölmargir ungir klifrarar mættu til
þátttöku og voru að um 90 klifrar-
ar sem tóku þátt. Nálægt 20 klifrar-
ar frá ÍA á aldrinum 6-16 ára mættu
til leiks og var gaman að sjá svona
mörg ÍA merki í húsinu. Krakkarn-
ir stóðu sig mjög vel og tókust á við
erfiðar leiðir af áhuga og krafti.
Í unglingaflokki kepptu þær
Brimrún Eir og Ástrós Elísabet.
Brimrún Eir landaði öðru sæti á
mótinu en Ástrós Elísabet hafnaði í
því fjórða. Eftir tvö mót er Brimrún
Eir í öðru sæti í baráttunni um Ís-
landsmeistaratitilinn og því spenn-
andi seinni helmingur mótaraðar-
innar framundan á næsta ári.
Íslandsmeistaramót unglinga í
línuklifri verður haldið í Björk-
inni í Hafnarfirði 2. desember og
ÍA sendi sínar stelpur til þátttöku í
fyrsta skipti á slíkt mót. Það eru því
stífar æfingar framundan fyrir þær
og óskum við þeim góðs gengis.
þs
Metþátttaka á öðru
klifurmóti vetrarins
Strákarnir í Snæfellsnessamstarfinu
í 2. flokki karla í fótbolta hafa heldur
betur staðið sig vel undanfarið. Þeir
taka þátt í Faxaflóamótinu og spila
í A-deild B liða. Hafa þeir nú þegar
spilað þrjá leiki. Unnu þeir Hauka
á Ásvöllum 1-4 og Selfoss/Hamar/
Ægi/Árborg á Selfossi 0-1 og síð-
asta laugardag unnu þeir FH 3-1 en
sá leikur var heimaleikur Snæfells-
ness en spilaður á Bessastaðavelli.
Þetta er flottur árangur hjá þessum
ungu strákum en 2. flokkur saman-
stendur af strákum bæði úr 3. og 2.
flokki. Eiga þeir eftir einn leik fyr-
ir jól en hann verður þann 3. des-
ember í Fífunni í Kópavogi á móti
Breiðablik.
Sameinað lið ÍA og Kára leikur
einnig í A deild B liða í Faxaflóa-
mótinu en báðum leikjum liðsins
sem ráðgerðir hafa verið hingað til
hefur verið frestað. Því er útlit fyr-
ir að ÍA/Kári leiki sinn fyrsta leik 3.
desember þegar liðið tekur á móti
Keflavík í Akraneshöllinni.
þa/kgk/ Ljósm. þa
Liði Snæfellsness gengur vel í Faxaflóamótinu
Fyrri umferð í Íslandsmeistara-
mótinu í Futsal fór fram í Íþrótta-
húsi Snæfellsbæjar síðastliðinn
laugardag. Víkingur Ólafsvík keppir
í D-riðli en þeir urðu Íslandsmeist-
arar á síðasta ári. Með Víkingi í D-
riðli eru Stál-Úlfur, Augnablik og
Snæfell. Víkingur er í efsta sæti rið-
ilsins með níu stig eftir umferð-
ina. Unnu þeir alla sína leiki, skor-
uðu 16 mörk og feng fjögur mörk á
sig. Seinni umferðin verður spiluð
sunnudaginn 11. desember í Kórn-
um í Kópavogi.
þa
Víkingur á toppi riðilsins í Futsal