Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 74

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201674 Þegar mæðgurnar Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir og Berglind Rósa Jósepsdóttir voru að taka til á veit- ingastaðnum 59 Bistro Bar, áður en nýir eigendur tækju við, rákust þær á þónokkuð magn af starfsmannafatn- aði frá fyrri tíð. Þær lögðu höfuðið í bleyti og komu niður á þá hugmynd að sauma burðarpoka úr öllum þess- um bómullarbolum. Berglind Rósa hafði séð þetta fyrirkomulag í Búð- ardal og eins hafði hún séð blaða- grein þar sem þessi háttur var hafð- ur á Höfn í Hornafirði. Berglind tók til handanna og saumaði burð- arpoka úr öllum þessum bolum og sendi svo nokkra tölvupósta á fyr- irtæki hvort að þau vildu taka þátt. „Það var einungis Íslenska Gáma- félagið sem svaraði en þau styrktu okkur um slatta af fjölnota pokum fyrir þetta,“ sagði Berglind í stuttu spjalli við fréttaritara. „Svo höfðum við samband við Gunnar verslunar- stjóra í Samkaup sem tók vel í þessa hugmynd,“ bætti hún við. Pokarnir liggja nú í körfu við afgreiðslukass- ana í Samkaup þar sem allir geta nýtt þá. Svo kemur fólk bara með pokana til baka í næstu ferð. Þetta er lítið skref í að minnka plastpokanotkun og vonandi hafa fleiri þennan hátt á í framtíðinni. tfk Fjölnota innkaupapokar úr ónotuðum starfsmannafatnaði Mæðgurnar Berglind Rósa og Anna Guðrún fyrir framan mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem þær reka. Pennagrein „Brattabrekka ófær“ - „Klettsháls ófær“ - „beðið með mokstur þar til veðri slotar.“ Þannig tilkynning- ar dynja á okkur þegar vetur kon- ungur heilsar á venjubundinn hátt. Hafa þó verið mildir vetur und- anfarin ár. Ég nefni þessa fjallvegi sérstaklega því ég og margir fleiri telja að þar hafi verið gerð mistök að bora ekki göng undir þessa fjall- vegi. Þeir verða ætíð farartálmar og slysagildrur, þar til boruð verða göng undir þá. Það er því þyngra en tárum taki að Vegagerð ríkisins ætli að sýna þá þráhyggju að ein- blína á vegagerð um Teigsskóg og Hallsteinsnes í stað þess að velja leið D-2 sem er skynsamasta leiðin á allan hátt og mun duga byggðinni best til framtíðar. Auk þessa er hægt að breyta veginum um Ódrjúgsháls og byggja einfaldan vegskála. Það er furðulegt að ekki hafi fyrir löngu verið ráðist í að breyta 60 ára göml- um ýtuslóða á Ódrjúgshálsi til betri vegar með nýrri tækni og stórvirk- um vinnuvélum. Eða bora undir hann! Auk þess hefði átt að sleppa veglagningu út á Skálanes og bora göng frá Gufudal að Galtará. En það er önnur saga sem hefði betur verið tekin til skoðunar. Nokkurs sinnuleysis hefur orð- ið vart með fyrirhugaða leið Þ-H og eins og fólki finnist að nú hafi verið „saumaður silkipoki úr svín- seyranu“ að búið sé að finna ein- hverja töfralausn sem hægt sé að ryðjast með gegnum skóginn. Því er rétt að tæpa á nokkrum fréttum og staðreyndum um framkvæmd- ina, tekið af vef Reykhólahrepps (innskot greinarhöfundar eru inn- an gæsalappa). Árið 2000 mynduðu sveitarfé- lögin í Barðastrandarsýslu og Dala- sýslu (Vesturbyggð, Tálknafjarðar- hreppur, Reykhólahreppur, Dala- byggð og Saurbæjarhreppur) sam- starfshóp til að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum þeirra er snerta vegagerð. Hópurinn sendi „Ákall til samgönguráðherra og Alþingis. Vestfjarðavegur, lífæð byggðanna í Barðastrandarsýslu og Dalasýslu“. Þar kemur fram að þeir búast ekki við að vegur út Hallsteinsnes og yfir firði komist í gegnum umhverfismat og taka sér- staklega fram að mikið sé til þess vinnandi að koma í veg fyrir slíka mannvirkjagerð: „Frá árinu 2000 hefur fátt breyst annað en það að tækni við jarð- gangnagerð hefur fleygt fram og reynsla komin við íslenskar aðstæð- ur. Það væri fróðlegt að taka sam- an þann kostnað sem hefur verið af snjómokstri og vandræðum á Klett- shálsi miðað við ef göng hefðu verið grafin undir hann. Helstu rök fyrir því að bora ekki göng undir Hjalla- háls, sé kostnaðurinn. En hver er hinn raunverulegi kostnaður þegar upp er staðið? Viðhald, snjómokst- ur, slys, í veðuraðstæðum sem fylgja því að fara um nes. En er ekki aur- inn til staðar? Á ekki svæðið „mik- ið inni“ eftir áratuga svelti og sinnu- leysi? Skorti Vegagerð ríkisins fé, ætti að vera í lófa lagið að láta nú allan aurinn sem er innheimtur af bensíngjaldi og öðrum sköttum á bíleigendur renna til vegagerð- ar. Sá kostnaður sem munar, (um 4 milljarðar króna) verður fljótur að vinnast upp í minna viðhaldi, snjó- mokstri og öruggari vegi. Í umsögn hreppsnefndar Reyk- hólahrepps frá 22. október 1999 um drög að verndaráætlun Breiða- fjarðar segir: „Rekstur verksmiðj- unnar [þ.e. Þörungaverksmiðjunn- ar] byggir alfarið á því að strand- lengja Breiðafjarðar, þar með talið eyjar og sker haldist hrein og verði ekki spillt frá því sem nú er.“ „Skal hér tekið undir þau sjónarmið að verndun svæðisins verði fólgin í varðveislu fágætra minja, náttúru- legs umhverfis, sérstaklega marg- breytilegu dýralífi og öðrum sér- kennum Breiðafjarðar.“ Og þetta er haft eftir öðrum fylgismanni vegarlagningar á þessu svæði í grein í Mbl. 29. ágúst 2007: „Að sjálfsögðu hafnaði Skipulags- stofnun þeirri leið sem Vegagerð- in lagði til, um miðjan þéttasta skóginn. Jónína Bjartmars skar svo á hnútinn og heimilaði lagningu vegar með skilyrðum. En í stað þess að fara fjöruleiðina mun ætl- unin vera að leggja veginn í 60-70 m hæð yfir sjávarmáli með fjalls- rótumum mjög snjóþungt svæði. Símastaurar voru þar nærri í kafi í snjóþungum árum.“ Í matsskýrslu Vegagerðarinn- ar stendur m.a. þetta: Verði þessi leið fyrir valinu raskast heildstætt, nánast ósnortið land frá Þórisstöð- um að Hallsteinsnesi, auk þverun- ar Djúpa- og Gufufjarða. Þó að vegagerðin sjálf raski aðeins hluta skógarins, gerir lögun hans það að verkum að nánast allur skógur- inn verður fyrir áhrifum af fram- kvæmdinni. Skógurinn er víðast 200-500 m breiður og því mun vegstæði um hann endilangan og opnun námusvæða einnig hafa veruleg áhrif á það sem eftir stend- ur. Fimm af sex námusvæðum eru jafnframt klettaranar sem mynda skjól fyrir skóginn þar sem hann er vöxtulegastur. „Þarna ber að staldra við. Hafa lesendur og þeir sem vilja skil- yrðislaust veg um skóginn kynnt sér fjölda náma og staðsetningu þeirra. Og síðast en ekki síst þarf eflaust að opna fleiri námur en ætl- að er í ljósi sögunnar. Þarna verða svöðusár um allar trissur. Rúmlega 40 hugsanlegar námur eru merktar á teikningum. Í gróðurskýrslunni sem fylgdi umhverfismatsskýrslu Vegagerðar- innar stendur þetta: „Þetta er eina stóra skóglendið [þ.e. í A-Barð] sem snýr í suður og eitt af tveimur sem er á utanverðum nesjum. Hitt er á Vattarnesi, þar sem vegur fer um nú þegar og þar er nokkur sumar- húsabyggð. Samkvæmt ofannefndri birkiskógakönnun er nú aðeins ríf- lega 1% landsins vaxið birkiskógi og er þar um að ræða misþétta og misstóra skógarteiga. Mjög fá af þessum svæðum eru vaxin svo þétt- um skógi og svo ósnortin af mönn- um og búsmala sem þessi skógur...“ „Við skoðun vakti mesta athygli hve þéttur en jafnframt fjölbreyttur skógurinn er...“ „Verndargildi lýt- ur annars vegar að því að hér hefur skógurinn verið mjög lengi og því er um að ræða heildstætt þróað vist- kerfi og hins vegar því erfðaefni sem þarna er að finna. Hugsanlega hef- ur orðið einhver aðgreining á erfða- efni eftir aðstæðum þannig að mik- ilvægt er að vernda samfelld svæði þar sem aðstæður eru misjafnar.“ Umsögn Umhverfis- stofnunar Umhverfisstofnun er afar ítarleg og bendir hún á að vegagerð eftir leið B hafi mikið rask í för með sér og veru- leg neikvæð umhverfisáhrif. Vega- gerð um Teigsskóg muni hafa áhrif á nánast allan skóginn, þegar tekið er tillit til áhrifa sem verða vegna efnis- vinnslu og slóðagerðar. Niðurstað- an varðandi leið B er þessi: „Leið B mun eyðileggja Teigsskóg í núver- andi mynd, óháð því hvaða útfærsla á leiðinni verður valin, og arnarsetur við Djúpafjörð, auk þess sem leið- in mun hafa mikil áhrif á landslag. Óvissa ríkir um áhrif þverana á sjáv- arfitjar og leirur. Umhverfisstofn- un telur að leið B muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif á birkiskóga, erni, votlendi, strend- ur, lífríki, landslagsheildir og jarð- myndanir og er hún að áliti Um- hverfisstofnunar einnig í andstöðu við markmið laga um vernd Breiða- fjarðar vegna áhrifa á lífríki, landslag og jarðmyndanir. Umhverfisstofnun telur að leið B sé ekki í samræmi við þær forsendur fyrir vali leiðar sem voru leiðarljós samkvæmt mats- skýrslu, að reynt yrði að sneiða fram hjá þeim svæðum sem talin eru líf- ríkinu mikilvægust.“ „Umhverfisstofnun telur að Teigs- skógur hafi mikið verndargildi og að það rask á skóginum sem verð- ur vegna fyrirhugaðrar vegagerð- ar sé með öllu óásættanlegt. Slíkt er enn fremur niðurstaðan í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um gróð- ur. Í því sambandi skiptir ekki máli hvaða veglína verður fyrir valinu þar sem einstök svæði innan skógarins eru líklega mjög misjöfn í svona fjöl- breyttu landslagi þar sem skiptast á skýldir, rakir bollar og opin holt.“ Svör Vegagerðarinnar við umsögn Umhverfisstofnunar eru í tveim- ur bréfum. Í öðru bréfinu er fjallað um gróður og kemur þetta fram: „Sett hefur verið fram sú kenning að þau tré sem standa í skóglend- um eins og Teigsskógi séu teinung- ar af aldagömlum rótum, þó að ein- staka stofnar séu ekki nema hundr- að ára gamlir. Þetta er ekki vitað, en ef rétt er, hlýtur það að auka vernd- argildi svæðisins. Þrátt fyrir það hversu mikið hefur tapast af birki- skógum landsins er enn gengið á þá og ekki einbert að það litla sem eft- ir er njóti sérstakrar verndar, saman- ber framlagða leið B í þeirri fram- kvæmd sem hér er til umræðu. Því ber að fagna þeirri stefnumörkun sem fram kemur í Velferð til fram- tíðar: Sjálfbær þróun í íslensku sam- félagi um að: „Áhersla verði lögð á þær vistgerðir sem hefur verið rask- að hvað mest á grunni vinnu við að skilgreina og kortleggja vistgerðir á Íslandi. Forgangsmál í því sambandi eru m.a. votlendi og birkiskógar“ Skipulagsstofnun bað Umhverf- isstofnun um frekara álit á vernd- argildi Teigsskógar annars vegar og framkvæmdina í heild hins vegar. Umhverfisstofnun svaraði í tveim- ur bréfum (bæði dags. 30.1.2006). Vegagerðin tekur sérstaklega fram í bréfi til Skipulagsstofnunar (dags. 6.2.2006) að hún geri ekki athuga- semdir við umsögn Umhverfis- stofnunar á verndargildi Teigsskóg- ar. Niðurlag Þetta er slæmur kostur að velja leið Þ-H. Slæmur á tvennan hátt. 1. Það má teljast furðulegt að eft- ir að hafa verið flengd í hæstarétti skuli vegagerðin þráast við og ætla að ryðjast út um nes og eyðileggja Teigsskóg, búa til enn eitt verk- fræðiklúðrið og snjóagildru. Því miður með fulltingi einhverra heimamanna, oftar en ekki embætt- ismanna sem koma og fara. Eins og segir í skýrslu umhverfisstofnunar: „Leið B mun eyðileggja Teigsskóg í núverandi mynd.“ Ég hvet forsvars- menn Vegagerðarinnar til að snúa af villu síns vegar og velja þá leið sem mun verða landi og þjóð til heilla. 2. Vegagerðin leggur krók á leið sína. Jarðgöng eru langbesti og ódýr- asti kosturinn þegar allt er reikn- að. Vönduð vegagerð er jú mark- miðið. Það er skammgóður verm- ir að spara aurinn en kasta krón- unni. Hvað skyldi kostnaðurinn vera kominn hátt í krónum talið við alla þessa endurhönnun, aðkeypta vinnu og lögfræðikostnað? Væri ekki rétt að láta náttúruna njóta vafans og landeigendur að njóta eignaréttar- ins. Og síðast en ekki síst þá er ekki hægt að meta vernduð svæði eins og Teigsskóg til fjár. Með hverju árinu sem líður kemur betur og betur í ljós hve ósnortin svæði eru dýrmæt. Það er einfaldlega hlutverk þessarar kynslóðar að skila Teigskógi betri til þeirrar næstu. Það sem eyðilagt er í umhverfinu fæst ekki bætt. Aldrei. Ég hvet varðmenn Teigsskógar og vandaðrar vegagerðar að senda skrif- legar athugasemdir til Skipulags- stofnunar fyrir 8. desember 2016. Skrifað um veturnætur 2016. Stefán Skafti Steinólfsson. Höfundur er Breiðfirðingur. Verndun Teigsskógs – Fyrirhyggja í vegagerð

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.