Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 76

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 76
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201676 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 www.skessuhorn.is Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá íbúum Akraness og Borgarness að undanfarna mánuði hafa staðið yfir umfangsmiklar fráveituframkvæmd- ir á vegum Veitna. Á Akranesi hafa fráveitulagnir verið lagðar í þeim til- gangi að veita frárennslinu áleiðis í nýja hreinsistöð sem gangsett verður á næstunni og í Borgarnesi hefur m.a. verið unnið að lagningu sjólagna frá Brákarey út í fjörðinn. Íbúar á svæð- inu hafa sýnt framkvæmdunum skiln- ing enda mikilvægt að fráveitumál séu í sem bestum farvegi. Þessa dagana standa Veitur fyrir þemadögum fráveitunnar og er ekki úr vegi að nýta þá til að beina sjónum að sívaxandi vandamáli sem fráveitur í nú- tíma borgarsamfélögum standa frammi fyrir en það er aukin notkun blautklúta og áhrif þeirra í fráveitukerfunum. Sí- fellt meira pláss í hillum verslana fer undir klúta og þurrkur sem ætlað er að létta heimilisstörfin, þrífa börnin, and- litið á okkur sjálfum og botninn. Fjöldi framleiðenda blautklúta merkir svo vöru sína þannig að neyt- endur gætu talið að í góðu lagi væri að sturta þeim niður í klósettið en stað- reyndin er að blaut- þurrkurnar leysast ekki upp í vökva líkt og hefðbundinn sal- ernispappír, þrátt fyr- ir loforð sumra fram- leiðanda um ann- að. Blautþurrkur geta stíflað klósettið eða rör heimilisins og orðið að martröð í pípunum. Allar blautþurrkur, hvort sem þær eru ætlað- ar til heimilisnota eða á líkamann, eiga heima í ruslafötunni eftir notkun. Í dælu- og hreinsistöðvum fráveitna fellur einnig til talsvert af öðru sorpi sem íbúar hafa sturtað niður í klósett- in eða látið renna ofan í vaska og nið- urföll. Þar á meðal má nefna olíu og fitu, tannþráð, dömubindi, tíðatappa, verjur og eyrnapinna. Fráveitukerfið er ekki hugsað til þess að taka á móti svona sendingum, í það á eingöngu að fara líkamlegur úrgangur og klósett- pappír. Tökum höndum saman og gerum betur í umgengni við klósettin heima hjá okkur. Fjóla Jóhannesdóttir, Höf. er fagstjóri fráveitu Veitna Pennagrein Pennagrein Pennagrein Martröð í pípunum Fráveitukerfið er ekki hugsað til þess að taka á móti hverju sem er! Sigurður Guðmundsson, íbúi og skattgreiðandi í Borgarbyggð, end- ar grein sína um Borgarbraut 55-59 í síðasta Skessuhorni á þeirri full- yrðingu að þar sé unnið að fram- kvæmdum á grundvelli eigin vinnu Borgarlands. Það hefur ítrekað komið fram í greinum mínum í Skessuhorni að deiliskipulag það sem nú er í gildi fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgar- nesi er Borgarlandi ehf. óviðkom- andi enda kom félagið ekkert að þeirri vinnu, né bað um að sú vinna væri unnin og reyndar gerði lög- maður Borgarlands ehf. athuga- semdir við að það væri gert, enda vildi félagið reisa eina staka íbúð- arblokk á Borgarbraut 59, og vildi deiliskipulag sem tæki mið af því. Þá hafði Borgarland ehf. ekkert með Borgarbraut 55 eða 57 að gera og deiliskipulag á þeim lóðum því félaginu óviðkomandi. Allar fullyrðingar um að hið mikla byggingarmagn sem leyft er í deiliskipulaginu nú megi rekja til væntinga eða krafna Borgarlands ehf. um slíkt eru skáldskapur sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Hefði Sigurður einhvern áhuga á sannleikanum þá gæti hann les- ið fundargerðir skipulags- og bygg- ingarnefndar Borgarbyggðar vetur- inn og sumarið 2006 og fengið að kíkja á bréf lögmanns Borgarlands ehf. til sveitarstjóra Borgarbyggð- ar dags. 16. maí 2006 sem ætti að skýra málið full- komlega. Ef Sigurður hefði áhuga á að vita hvers vegna Borgarland ehf. kærði deiliskipu- lagið þá væri einfaldast að hann læsi kæruna til Úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála, úrskurð nefndarinnar og/eða greinar mínar í Skessuhorni. Veruleikinn er og verður sá að núverandi deiliskipulag og bygg- ingar á Borgarbraut 55-59 eru á ábyrgð sveitarstjórnar Borgar- byggðar og koma Borgarlandi ehf. ekkert við. Borgarnesi, 17. nóvember 2016. Guðsteinn Einarsson. Smá athugasemd við „söguna endalausu“ Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér löngu tímabært að gefa rjúp- unni séns og alfriða hana hér á landi um eitthvert tímabil t.d. 8 - 10 ár og sjá hvað setur eftir þann tíma. Skoða þá afrakstur friðun- arinnar með fuglafræðingum, plöntufræðingum og völdum hópi veiðimanna. Nú er svo að sitt sýn- ist hverjum um framgang rjúpunn- ar á síðustu árum og veiðar leyfð- ar yfir ákveðið tímabil ár hvert. Fram koma ýmsar skoðanir manna um hversu langt veiðitímabilið á að vera og ekki bætir um betur þegar veðurfar er erfitt þá veiðidaga sem eru ætlaðir til veiða og í einfeldni má hugsa sér að himnasmiðurinn sé að vernda sköpunarverk sitt. Fyrst veiðar á rjúpu eru leyfðar á annað borð er í lófa lagið að bæta einni helgi við en taka út alla föstu- daga í staðinn sem eru áætlaðir til veiða. Ég sem hélt að menn væru að vinna á föstudögum, af hverju eru föstudagar settir inn sem veiðidag- ar, er ekki alveg nóg að hafa laug- ardaga og sunnudaga til að sinna þessari áhuga sportveiði sem kost- ar samfélagið okkar að mínu mati allt of mikið? Ég tel að veiðar á rjúpum (ef þær eru leyfðar á ann- að borð) eigi að fara fram í októ- ber, jafnvel einnig í síðustu viku septembermánaðar. Á þessu tíma- bili er rjúpan betur á sig komin og leiða má líkum að því að fleiri ein- staklingar fylli stofninn en ella og veðráttan heldur betri en í nóvem- ber þótt allra veðra sé von þegar kemur fram í byrjun október. Fugl- ar og þá aðallega íslenskir varpfugl- ar hafa átt hug minn allan síðustu 55 árin og er ég enn vel virkur. Þeg- ar ég horfi til baka yfir liðin ár er al- veg ljóst að rjúp- um hefur fækk- að og maður þarf að hafa talsvert fyrir því að sjá karra sitjandi uppi að vori sem var ekki á árum áður. Nú er ekki svo að ég sé bundinn einhverju ákveðnu svæði á landinu og meti skoðanir mín- ar út frá því eingöngu. Við hjónin erum að ferðast um landið okkar á ári hverju sem nemur 48 - 55 þús- und kílómetra akstri og nær allstað- ar á landinu er sama sagan varðandi rjúpuna það má sjá bara einn og einn karra ef vel er að gáð. Trausti Tryggvason Höfundur er framhaldsskólakenn- ari og skógarmaður. Af rjúpum, mönnum og veiðum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.