Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 78

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 78
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201678 „Er jólaundirbúningurinn hafinn á þínu heimili?“ Spurning vikunnar (Spurt á Hvanneyri) Bára Sif Sigurjónsdóttir: „Nei, en hann hefst innan tíð- ar. Ég byrja yfirleitt að undirbúa jólin í byrjun desember.“ Sandra Ósk Bender: „Nei, en ég er mikið jólabarn og væri löngu byrjuð að skreyta ef ég væri ekki í prófum.“ Elvar Friðriksson: „Nei, en kærastan mín vill gjarn- an fara að byrja að undirbúa jól- in.“ Rafn Helgason: „Já, það er komið kerti í gluggann en ekkert meira en það.“ Pavle Estrajher: „Nei, ég byrja ekki fyrr en í byrj- un desember.“ Eftir grátlegt eins stigs tap á móti Fjölni síðastliðinn fimmtudag tók ÍA á móti liði FSu í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnudaginn var. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Hvorugt liðið náði að hrista hitt af sér, en liðin skiptust alls níu sinnum forystunni. Gest- irnir frá Selfossi höfðu mest sex stiga forskot en ÍA mest sjö stiga forskot, en þannig var staðan ein- mitt þegar lokaflautan gall. Skaga- menn sigruðu 74-67 og kræktu í fyrsta heimasigur sinn í vetur. Skagamenn byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina í upphafsfjórð- ungnum og höfðu fjögurra stiga forystu að honum loknum. Gest- irnir komu til baka í öðrum leik- hluta og jöfnuðu áður en hann var hálfnaður. Frá þeim tímapunkti og allt til hálfleiks var leikurinn mjög jafn. Gestirnir leiddu stærstan hluta fram að leikhléi með einu stigi en Skagamenn jöfnuðu fyrir hléið og þannig var staðan í hálfleik, 34-34. Mikið jafnræði var með liðun- um í upphafi síðari hálfleiks en skömmu fyrir miðjan þriðja fjórð- ung náðu Skagamenn góðum kafla og nokkurra stiga forskoti. Leik- menn FSu svöruðu hins vegar fyr- ir sig, minnkuðu muninn og kom- ust stigi yfir fyrir lokafjórðunginn. Þar voru Skagamenn sterkari. Þeir tóku forystuna á nýjan leik strax í upphafi leikhlutans og héldu henni allt til loka. Gestirnir náðu tvisv- ar að minnka muninn í tvö stig en Skagamenn stóðust áhlaup þeirra og sigruðu sinn fyrsta heimaleik í vetur, 74-67. Derek Shouse var atkvæðamest- ur Skagamanna með 28 stig, 14 frá- köst, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Björn Steinar Brynj- ólfsson var með 14 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson með tólf stig og sjö fráköst og Jón Orri Kristjánsson með ellefu stig og ellefu fráköst. ÍA er sem stendur í áttunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir níu leiki, jafnmörg stig og Vestri í sætinu fyrir ofan en Ísfirðingar eiga leik til góða. Næst leikur ÍA föstudaginn 25. nóvem- ber næstkomandi þegar liðið mætir Hamri í Hveragerði. kgk Skagamenn kræktu í fyrsta heimasigurinn Derek Shouse lætur vaða í leiknum gegn FSu. Hann var stigahæstur Skagamanna í fyrsta heimasigrinum. Ljósm. jho. Snæfell tók á móti Skallagrími í Vesturlandsslag Domino‘s deild- ar karla í körfuknattleik á fimmtu- dag. Fyrir leikinn höfðu Skalla- grímsmenn unnið tvo leiki í deild- inni en Snæfell var án sigurs. Lið- in hafa marga hildina háð í gegn- um tíðina og leikurinn í síðustu viku var engin undantekning þar á. Eftir að Skallagrímur hafði haft yfirhöndina í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari tók við æsi- spennandi lokafjórðungur og úr- slit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Þar mörðu Skalla- grímsmenn sigur, 112-115. Mikið jafnræði var með liðun- um í upphafsfjórðungnum. Skalla- grímur náði þó fimm stiga for- skoti um hann miðjan en Snæ- fell svaraði fyrir sig og minnkaði muninn í eitt stig fyrir annan leik- hluta. Þar voru gestirnir úr Borg- arnesi ívið sterkari en heimamenn fylgdu þeim fast á eftir. Skalla- grímur náði sjö stiga forskoti eft- ir miðjan fjórðunginn og lauk síð- an fyrri hálfleiknum með góðum kafla og hafði tólf stiga forskot í hléinu, 35-47. Leikmenn Skallagríms mættu ákveðnir til leiks eftir hléið og náðu að auka forskot sitt í 21 stig seint í þriðja leikhluta. En þá var sem Snæfellingar rönkuðu við sér og væru ekki á eitt sáttir við sitt hlutskipti í leiknum. Með snörp- um leikkafla, þar sem þeir skor- uðu, 16 stig gegn tveimur, minnk- uðu þeir muninn snarlega nið- ur í sjö stig fyrir upphafsfjórð- unginn og komin spenna í leik- inn. Snæfellingar héldu áfram að leika vel og snemma í fjórða leik- hluta komust þeir yfir, í fyrsta sinn síðan í upphafi leiks. Skallagríms- menn jöfnuðu þegar þrjár mínút- ur lifðu leiks en aftur náðu Snæ- fellingar forystu. Þeir leiddu með tveimur stigum fyrir lokasekúnd- urnar. Sigtryggur Arnar Björnsson bar upp boltann fyrir Skallagrím og var komin í hálfgerð vandræði hægra megin við þriggja stiga lín- una. Hann fékk varnarmann til að stökkva með léttri gabbhreyfingu en stökk sjálfur inn í hann til að freista þess að fá villu og vítaskot. Í leiðinni kastaði hann boltanum upp í loftið, algerlega úr jafnvægi og þetta undarlega skot Sigtryggs Arnar hitti og tryggði Skallagrími framlengdan leik. Í framlengingunni náði Skalla- grímur fjögurra stiga forskoti eft- ir þriggja mínútna leik en Snæ- fell kom til baka, jafnaði og aft- ur þurfti að framlengja. Í seinni framlengingunni komust heima- menn þremur stigum yfir áður en Skallagrímsmenn náðu forystunni og mörðu að lokum þriggja stiga sigur, 112-115. Lauk þannig há- dramatískum leik í Stykkishólmi. Snæfellingar voru grátlega nálægt sínum fyrsta sigri í vetur en Skalla- grímsmenn tryggðu sér mikilvæg stig í neðri hluta deildarinnar. Andrée Fares Michelsson og Sefton Barrett voru atkvæðamest- ir Snæfellinga. Andrée skoraði 34 stig og tók fimm fráköst en Sef- ton var með 31 stig, ellefu fráköst, fimm stolna bolta og fjórar stoð- sendingar. Þá skoraði Geir Elías Úlfur Helgason tólf stig en aðrir höfðu minna. Í liði Skallagríms var Flen- ard Whitfield atkvæðamestur. Hann skoraði 42 stig og tók ell- efu fráköst fyrir Skallagrím. Næst- ur honum kom Sigtryggur Arnar Björnsson með 27 stig, átta frá- köst og sex stoðsendingar. Hinn margreyndi Magnús Þór Gunn- arsson var með 15 stig og sex frá- köst og annar reynslubolti, Darrel Flake, skoraði 12 stig, tók sjö frá- köst, stal boltanum fimm sinnum og gaf fjórar stoðsendingar. Með sigrinum lyfti Skallagrím- ur sér upp í 8. sæti deildarinnar með sex stig eftir fyrstu sjö leik- ina en Snæfell er enn án sigurs í botnsætinu. Næstu leikir liðanna fara fram á morgun, fimmtudag- inn 24. nóvember. Snæfell heim- sækir Grindavík en Skallagrímur tekur á móti Stjörnunni. kgk/ Ljósm. sá. Skallagrímur marði sigur á Snæfelli í tvíframlengdum Vesturlandsslag

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.