Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 20178
Víða vart
við loðnu
MIÐIN: ,,Við erum bún-
ir að elta þessa loðnu hing-
að norður eftir og erum
komnir með um 1.200 tonn
í sjö köstum. Það var tölu-
vert mikið að sjá á mælum
eftir að það dimmdi í gær-
kvöldi en í dag hafa þetta
aðallega verið litlar peðr-
ur og aflinn er í samræmi
við það.“ Þetta sagði Albert
Sveinsson skipstjóri á Vík-
ingi AK á vef fyrirtækisins
þegar rætt var við hann síð-
degis á mánudaginn. Vík-
ingur hefur undanfarna
daga elt loðnugönguna frá
Snæfellsnesi og norður út
af Dýrafirði en þar var skip-
ið statt, ásamt fleirum, er
tal náðist af Alberti. Loðna
virðist vera nokkuð víða við
landið um þessar mundir
en um helgina bárust frétt-
ir af því að Jóna Eðvalds SF
hefði lóðað á loðnu út af
Norðurlandi. Í kjölfarið fór
Ásgrímur Halldórsson SF á
staðinn. ,,Þetta veiðisvæði
er út af Fljótunum eða
Siglufirði og mér skilst að
ágæt veiði hafi fengist þar.
Þarna hafa verið ein fjögur
til fimm skip og mér skilst
líka að loðnan þarna sé ekki
eins langt gengin og sú hér
fyrir vestan og hrognafyll-
ingin sé því lægri,“ sagði
Albert á vef HB Granda.
-mm
Greiðslumark í
mjólk fyrir
4. apríl
LANDIÐ: Matvælastofn-
un hefur kynnt að skila-
frestur umsókna um inn-
lausn og kaup á greiðslu-
marki í mjólk er 4. apríl
næstkomandi. Fram kem-
ur að kaupendur þurfa að
skila greiðslu í síðasta lagi
20. apríl. Innlausnarverð á
innleystu greiðslumarki er
138 krónur á lítra. „Mat-
vælastofnun greiðir fyr-
ir innleyst greiðslumark
eigi síðar en 15. maí 2017.
Ársgreiðsla fyrir greiðslu-
mark er í dag 13,62 krón-
ur á lítra. Aðrar stuðnings-
greiðslur í nautgriparækt
eru ekki tengdar greiðslu-
marki. Greiðslumark fellur
niður eftir fjögur ár sam-
kvæmt núverandi búvöru-
samningi, nema annað verði
ákveðið við endurskoðun
samnings. Greiðslumark-
ið gildir þó sem viðmið
fyrir greiðslur á greiðslu-
mark, en þær fara lækkandi
á næstu árum og falla nið-
ur árið 2026. Innlausn fer
fram í samræmi við reglu-
gerð nr. 1150/2016 um
stuðning við nautgripa-
rækt.“
-mm
Aflatölur
fyrir Vesturland
dagana 4. - 10. mars
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 9 bátar.
Heildarlöndun: 6.092.223
kg.
Mestur afli: Víkingur AK:
3.978.998 kg í tveimur lönd-
unum.
Arnarstapi 2 bátar.
Heildarlöndun: 20.822 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
18.024 kg í þremur löndun-
um.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 346.269 kg.
Mestur afli: Geir ÞH: 99.043
kg í fimm löndunum.
Ólafsvík 19 bátar.
Heildarlöndun: 511.518 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
71.948 kg í tveimur löndun-
um.
Rif 19 bátar.
Heildarlöndun: 691.080 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
794.689 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 161.649 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
65.689 kg í þremur löndun-
um.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Víkingur AK - AKR:
2.102.849 kg. 8. mars.
2. Venus NS - AKR:
2.072.258 kg. 6. mars.
3. Víkingur AK - AKR:
1.876.149 kg. 5. mars.
4. Örvar SH - RIF:
79.424 kg. 6. mars.
5. Tjaldur SH - RIF:
79.038 kg. 8. mars.
-grþ
Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf.
síðastliðinn föstudag var tekið fyr-
ir erindi Akraneskaupstaðar þar
sem óskað er eftir upplýsingum og
gögnum vegna sölu lands Faxaflóa-
hafna sf. í Geldinganesi og Gufu-
nesi til Reykjavíkurborgar. Fyrir-
spurnin er í raun framsending er-
indis Libra lögmanna fyrir hönd
Ingólfs Árnasonar, íbúa á Akra-
nesi, sem sent var bæjaryfirvöldum
á Akranesi um miðjan febrúar. Í er-
indi Libra er spurt út í landsöluna
út frá þeirri forsendu að Akranes-
kaupstaður er eigandi 10,78% hlut-
ar í Faxaflóahöfnum.
Í erindinu er vísað til frétta frá
júlí 2015 þar sem greint var frá sölu
fyrrgreinds lands til Reykjavíkur-
borgar. Heildarverð fyrir land-
ið í Geldinganesi og Gufunesi var
samkvæmt fréttum 346,3 milljónir
króna. Um er að ræða lóð Áburð-
arsverksmiðjunnar, land í Geld-
inganesi og Eiðsvík, sem er víkin
milli Viðeyjar, Gufuness og Geld-
inganess. Spurt er um söluverð, að-
ferð við verðmat landsins og bók-
fært virði eignanna. Auk þess hvort
eignirnar hafi verið boðnar til sölu
í opnu ferli og ef ekki, hvers vegna
það hafi ekki verið gert. Þá er spurt
hverjir innan stjórnar Faxaflóahafna
hafi tekið ákvörðun um söluna og
hvort salan hafi verið kynnt í bæj-
arstjórn Akraneskaupstaðar áður
en hún var staðfest. Loks er spurt
hvort fulltrúar Reykjavíkurborgar
í stjórn Faxaflóahafna hafi vikið af
fundi þegar ákvörðun var tekin um
framangreinda landsölu.
Gísla Gíslasyni hafnarstjóra var
falið að svara erindi Akraneskaup-
staðar.
mm
Krefja Faxaflóahafnir um upplýsingar vegna landsölu
Horft yfir land Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Ljósm. reykjavik.is
Leikritið um Ronju Ræningjadótt-
ur eftir Astrid Lindgren var frum-
sýnt fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni
á Akranesi laugardaginn 11. mars
síðastliðinn. Það er leiklistarklúbb-
ur Nemendafélags Fjölbrautaskóla
Vesturlands sem færir verkið á fjal-
irnar. Með hlutverk Ronju fer Al-
dís Eir Valgeirsdóttir, leikstjórn er
í höndum Hallgríms Ólafssonar en
alls koma milli 40 og 50 manns að
sýningunni með einum eða öðrum
hætti.
Sem fyrr segir var frumsýnt fyr-
ir fullu húsi og heppnaðist hún
eins og best verður á kosið. Að-
sókn var sömuleiðis góð á sunnu-
dagssýninguna, en þá var uppselt.
Tíðindamaður Skessuhorns mætti
einmitt á sýninguna á sunnudag og
segir uppsetningu nemendafélags-
ins vel heppnaða og góða skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna. Nú er
sýnt á hverjum degi þar til laugar-
daginn 18. mars næstkomandi, en
þá eru tvær sýningar á dagskrá.
kgk
Kúabú á landinu í árslok voru 596
og hafði fækkað um 40 á árinu 2016.
Það er meiri fækkun en samanlagt
síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 1980
hefur kúabúum fækkað um 75%.
Þetta var meðal þess sem fram kom
á aðalfundi Samtaka afurðastöðva
í mjólkuriðnaði (SAM) sem hald-
inn var 9. mars síðastliðinn. Heild-
arsala mjólkurafurða hvort sem lit-
ið er á fitu- eða próteingrunn hefur
ekki mælst meiri frá því að samtökin
hófu að reikna sölu mjólkurafurða á
fitu og próteingrunni árið 1993.
SAM safnar og vinnur tölur um
framleiðslu, sölu og birgðir mjólk-
urafurða á Íslandi. Þar kemur einnig
fram að milli áranna 2015 og 2016
varð 1,7% aukning í sölu mjólkur-
vara. Sala nýmjólkur jókst á síð-
asta ári sem og sala á skyri, smjöri,
ostum og mjólkurdufti. Útflutn-
ingur mjólkurafurða jókst um 53%
frá árinu 2015 en þar af jókst hann
um 77% á skyri og skyrdrykkjum.
Innflutningur osta hefur aukist síð-
ustu ár og jókst síðasta árið um 60
tonn, eða 23%. Birgðir mjólkurvara
í landinu minnkuðu engu að síður
árið 2016.
Á aðalfundi SAM var kjörin ný
stjórn. Hana skipa Jóhanna Hreins-
dóttir bóndi Káraneskoti sem er
formaður, varaformaður er Jóhann
Nikulásson bóndi Stóru-Hildisey I,
en aðrir í stjórn eru Árni Sigurðsson
bóndi Marbæli og Egill Sigurðsson
bóndi Berustöðum.
mm
Kúabúum heldur áfram að fækka
Ronja Ræningjadóttir frumsýnd í Bíóhöllinni
Svipmynd úr uppsetn-
ingu leiklistarklúbbs
NFFA á leikritinu um
Ronju Ræningjadóttur
eftir Astrid Lindgren.
Ljósm. Bíóhöllin.