Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Side 13

Skessuhorn - 15.03.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 13 Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verður haldinn á HVE Akranesi laugardaginn 1. apríl kl. 11:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf1. Afhending tækja til HVE2. Fyrirlestur: Speglunaraðgerðir á HVE Akranesi, 3. Fritz H. Berndsen yfirlæknir á Handlækningadeild. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á súpu,brauð og kaffi. Hvetjum félaga til að mæta á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin SK ES SU H O R N 2 01 7 VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG ÞITT ER VALIÐ KR EA TI V FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐA DANSKAR Opið: Söngvarinn Aron Hannes Emilsson úr Grundarfirði leit við í Grunda- skóla á Akranesi að morgni síð- asta miðvikudags. Hann komst sem kunnugt er í úrslitaþátt Söngva- keppni evrópskra sjónvarspsstöðva sem sýnd var á RUV síðasta laug- ardag. Þar sigraði Svala Björgvins- dóttir með lagið Paper og keppir fyrir Íslands hönd í Úkraínu. Í keppninni á laugardaginn flutti Aron Hannes lagið Nótt, eða Tonight eins og það hefur verið nefnt upp á enska tungu. Hann tók lagið fyrir nemendur og starfsfólk Grundaskóla, en sökum þess hve fjölmennur skólinn er þurfti að skipta hópnum í tvennt. Söng hann því fyrir 1.-3. bekk og 10. bekk annars vegar og síðan 4.-8. bekk. Sökum samræmdra prófa missti 9. bekkur hins vegar af gleðinni. Að sögn Sigurðs Arnars Sigurðs- sonar skólastjóra var uppákoman vel heppnuð og öll hin ánægjuleg- asta. „Það er alltaf gaman að fá flotta söngvara og listamenn í heimsókn. Við fögnum öllum heimsóknum sem þessum og hverju því sem vekur gleði nemenda og starfsfólks,“ segir Sig- urður. Þá má geta þess að höfundur lagsins Nótt, eða Tonight, er Sveinn Rúnar Sigurðsson, yfirlæknir heilsu- gæslu á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Akranesi. kgk Aron Hannes tók Eurovisionlagið Það verður líf og fjör í Laugardalshöllinni dag- ana 16. – 18. mars en þá fer fram í fjórða sinn Íslands- mót iðn- og verkgreina. Hátt í 200 ungmenni munu keppa um að hljóta nafn- bótina Íslandsmeistari í 25 iðngreinum. Sigurvegarar eiga margir hverjir kost á að keppa síðan við þá bestu í sinni grein á Evrópu- móti sem haldið verður í Búdapest 2018. Einnig verða þrjár iðngrein- ar til viðbótar með sýningu á sínu fagi. 25 skólar munu kynna fjöl- breytt námsframboð á framhalds- skólastigi. Er þetta í annað sinn sem haldin er slík sameiginleg námskynning þar sem nemend- ur, kennarar og náms- og starfs- ráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inn- tökuskilyrði og annað sem gest- ir vilja vita um nám og störf. Von er á um 7000 grunnskólanemend- um í Laugardalshöllina fyrstu tvo dagana en þá munu nemendur í 9. og 10. bekk víðs vegar af land- inu mæta til að fylgjast með þessu unga fólki keppa og og fá að prófa fjölbreytt verkefni undir hand- leiðslu fagfólks. Má þar nefna að líma upp flísar, nota air-brush á bíl, prófa hljóðhraðaskynjara, setj- ast upp í ýtuhermi og skipstjórnar- hermi, prófa ýmis verkfæri, þvo og flétta hár, baka, helluleggja, sá kryddjurtum og fylgjast með róbotum leysa ýmsar þrautir. Laugardaginn 18. mars verður Fjölskyldudagur. Frítt verður inn og fræðsla og fjör í boði. „Markmiðið með þessari kynningu er m.a. að kynna fyrir ungu fólki þau fjöl- mörgu tækifæri sem felast í iðn- og verknámi og auðvelda þeim að kynna sér fjölbreytt náms- framboð framhaldsskólanna með það fyrir augum að fleiri taki upp- lýsta ákvörðun um námsval sem tekur mið af áhugasviði þeirra og hæfni. Markvisst námsval dreg- ur úr brotthvarfi úr námi sem er stórt vandamál hér á landi,“ segir í kynningu frá Verkiðn. mm Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.