Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201736 Hjónin Hrefna Daníelsdóttir og Páll Gísli Jónsson festu nýverið kaup á einbýlishúsi á tveimur hæð- um við Heiðarbraut á Akranesi. Undanfarna daga og vikur hafa þau staðið í ströngu við að undirbúa flutning fjölskyldunnar. Eins og gengur og gerist þegar fólk kaup- ir fasteign vill það gjarnan breyta einhverju eftir eigin höfði. Hrefna og Palli eru þar engin undantekn- ing og hafa leyft hverjum sem vill að fylgjast með í gegnum Insta- gram, blogg Hrefnu á Trendnet og ekki síst Snapchataðgang henn- ar. „Ég hef nú bara verið að sýna frá þessu á mínum persónulega að- gangi en það má segja að þar hafi orðið sprenging. Ég held það hafi milli 18 og 19 hundruð manns bæst við bara á síðustu tveimur vikum,“ segir Hrefna. Þarf kannski ekki að undra, enda hafa Íslend- ingar sýnt heimili og hönnun vax- andi áhuga undanfarin ár. Til að mynda telur Facebookhópurinn Skreytum hús tæplega 40 þúsund manns, eða um 12% þjóðarinn- ar. Þar skiptist fólk á hugmyndum og deilir reynslu sinni af hverju því sem prýða kann hús og híbýli, fyrst og fremst innanstokks. „Það hafa margir áhuga á þessu og þetta spurðist fljótt út. Fólk alls staðar af landinu og meira að segja nokkr- ir erlendis fylgjast með okkur og virðist hafa áhuga á því sem við erum að gera. Mér finnst það fyrst og fremst skemmtilegt en upp- lifi það líka sem ákveðna hvatn- ingu. Fyrst margir eru að fylgjast með þá er eins gott að vanda sig og láta þetta ganga,“ segir Hrefna og brosir. „Ég er búinn að lenda nokkrum sinnum í því úti í búð að vera spurður: „Hvað ertu að gera hérna? Af hverju ertu ekki uppi í húsi að vinna?“,“ segir Palli létt- ur í bragði. „Ótrúlegasta fólk, ekki bara vinir og kunningjar, eru að forvitnast hvernig gengur í hús- inu,“ bætir hann við. Margt hægt með málningu Áður en þau keyptu húsið á Heið- arbraut bjuggu hjónin ásamt börn- unum þremur í íbúð í nýlegu fjöl- býlishúsi í Flatahverfinu á Akra- nesi. Sú íbúð var einfaldlega orð- in of lítil fyrir fjölskylduna og því horfði hún til þess að stækka við sig. Fengu þau nýja húsið af- hent fyrir bráðum mánuði síð- an og hafa staðið í ströngu við að endurinnrétta. Þó töluvert öðru- vísi sé um að litast innanstokks en áður en þau hófust handa segj- ast Hrefna og Palli ekki hafa ver- ið stórtæk í framkvæmdum. „Við gerum þetta fyrst og fremst af því okkur finnst þetta gaman og vilj- um fá okkar fílíng í húsið. En við viljum samt halda í það gamla sem einkennir húsið. Eins og til dæm- is steyptu loftlistana í stofunni, sem eru mjög flottir og svo sett- um við svona gamaldags rósettur í loftið bæði á neðri og efri hæð- inni,“ segir Hrefna. „Mesta vinn- an hefur verið við að mála. Það er svo margt hægt að gera með máln- ingu, að draga fram alls konar hluti sem var kannski ekki lögð áhersla á áður,“ bætir hún við. Ódýrar lausnir Við endurinnréttingu hússin segj- ast þau hafa einbeitt sér að ódýr- um lausnum og reynt að gera sem mest sjálf. „Í stað þess að skipta um eldhússinnréttingu nýttum við þá gömlu, enda allt í lagi með hana. En okkur langaði að breyta útlitinu þannig að við filmuðum framhlið- ina, með aðstoð Eyþórs Óla [Frí- mannssonar] og eldhúsið lítur út eins og nýtt,“ segir Hrefna. „Við keyptum nýja borðplötu, filmurn- ar og málninguna og gerðum þetta sjálf. Fyrir vikið erum við komin með eldhús eins og nýtt fyrir nokkra tugi þúsunda en ekki fleiri hundruð þúsund, eins og ný innrétting hefði líklega kostað,“ bætir Palli við. Þá var farin ódýr en óhefðbundin leið Halda í sál hússins en lífga upp á það sem fyrir var Hrefna Daníelsdóttir og Páll Gísli Jónsson. Eldhúsið fyrir breytingar frá öðru sjónarhorni. Búið að leggja parket yfir flísarnar sem áður voru í eldhúsinu og koma fyrir húsgögnum. Hluti eldhússins fyrir breytingar. Búið að fjarlægja nokkra eldhússkápa, setja upp hillur og filma innréttinguna. Stofan eins og hún var þegar Hrefna og Palli fengu húsið afhent. Stofan eftir breytingar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.