Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Page 46

Skessuhorn - 15.03.2017, Page 46
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201746 Ármann Smári Björnsson, fyrirliði meistaraflokks karla hjá ÍA til margra ára, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og mun ekki spila fyrir liðið í sumar. Ármann Smári meiddist illa undir lok síðustu leiktíðar þegar hann sleit hásin í leik gegn KR. Hann var staðráðinn í að snúa aftur á völlinn í sumar, eins og fram kom í stuttu við- tali við hann í Skessuhorni í vetur, en hefur nú tekið þá ákvörðun um að láta staðar numið. Ármann Smári gekk til liðs við ÍA fyrir leiktíðina 2012 þegar hann kom til landsins eftir atvinnumennsku í Noregi og Englandi og hefur staðið vaktina í miðju varnarinnar í fimm leiktíðir. Einnig hefur hann verið fyr- irliði liðsins síðan sumarið 2014. Ár- mann sem er 36 ára spilaði alls 169 leiki fyrir félagið og skoraði 11 mörk. „Það hefur verið frábært að spila fyrir ÍA. Það er eiginlega ótrúlegt og erf- itt að lýsa því. Þetta er stórt félag og bærinn snýst allur um þetta. Það eru allir með,“ segir Ármann Smári um ferilinn hjá ÍA. „Ármann Smári hefur verið mik- ilvægur hlekkur í liði Skagamanna undanfarin ár og því er mikill missir af honum á vellinum. Sem dæmi má nefna að hann var valinn leikmað- ur ársins 2016 hjá Morgunblaðinu í Pepsideild karla í knattspyrnu en einnig var hann valinn leikmaður árs- ins af stuðningsmönnum liðsins eft- ir síðustu leiktíð. Knattspyrnufélag ÍA þakkar Ármanni fyrir ómetanlegt framlag á spennandi tímum hjá fé- laginu og óskar honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá Huldu Birnu Baldursdóttur, fram- kvæmdastjóra KFÍA. Iain Williamson hættir einnig Miðjumaðurinn Iain Williamson, sem gekk til liðs við ÍA frá Víkingi R. fyrir síðasta tímabil, hefur einnig lagt skóna á hilluna, 29 ára að aldri. Hann var mikilvægur hlekkur í liði ÍA á síðasta sumri og að því loknu samdi hann við félagið um að leika með því út keppnistímabilið 2017. Undanfarin ár hefur Iain glímt við þrálát mjaðmameiðsli og hafa þau nú knúið hann til að láta af knattspyrnuiðkun. Mjðamameiðsli Iains hafa ágerst undanfarið og er ákvörðun hans um að leggja skóna á hilluna tekin í samráði við lækni. „Knattspyrnufélag ÍA þakkar Iain Williamson fyrir sitt framlag á síð- asta ári og óskar honum velfarnað- ar í framtíðinni,“ segir á heimasíðu KFÍA. mm/kgk Ármann Smári leggur skóna á hilluna Ármann Smári í leik gegn Breiðabliki 2016, en það ár var hann kosinn leik- maður ársins af Morgunblaðinu. Iain Williamson ásamt Gunnlaugi Jóns- syni þjálfara. Við í SamVest erum afar stolt yfir því að hafa sent lið til Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambands Íslands fyrir 15 ára og yngri, sem fram fór sunnudag- inn 12. mars í Laugardalshöllinni. Bikarkeppnin er liðakeppni í frjáls- um íþróttum, þar sem keppt er í sjö greinum í piltaflokki og sjö greinum í stúlknaflokki, auk boðhlaups. Kepp- endur eru 15 ára og yngri, en not- uð eru áhöld og viðmið eins og um keppni 15 ára sé að ræða. Bikarliðið okkar samanstóð af átta einstaklingum, fjórum stelpum og fjórum strákum. Keppendur komu að þessu sinni frá HHF (Patreksfirði og Tálknafirði), HSH með keppend- ur úr Stykkishólmi og Grundarfirði, UMSB og USK á Akranesi. Þjálf- ari liðsins á mótinu var Ómar Ólafs- son, sem nýlega hóf störf sem frjáls- íþróttaþjálfari hjá USK á Akranesi. Í Bikarkeppninni geta liðin mann- að greinar með að hámarki tveimur greinum á hvern keppanda auk boð- hlaups. Við vorum með fámennan hóp sem lagði mikið á sig, en öll hin liðin höfðu fleiri keppendum á að skipa í keppnisgreinarnar. Af þessum 14 greinum voru kepp- endur í fjórum greinum að keppa í þeim í fyrsta sinn. Í fimm grein- um voru þátttakendur að bæta pers- ónulegan árangur sinn. Við fengum fyrsta sæti í einni grein og annað sæti í annarri. Í stigakeppni liðanna lenti piltaliðið okkar í 5. sæti af átta liðum, og stúlknaliðið í 7. sæti af átta liðum. Það er mikil vinna að setja saman lið, finna krakka til að taka þátt og fyrir þau að koma sér, af Vestfjörð- um, Snæfellsnesi og víðar - til keppni í Laugardalshöll. Við erum afar stolt af þessum krökkum, sem stóðu sig mjög vel og voru samböndum sínum til mikils sóma. Björg Ágústsdóttir. SamVest sendi lið til keppni á Bikarmóti FSÍ Keppendur ásamta Ómari Ólafssyni þjálfara, sem er lengst til hægri. Badmintonspilarar frá Akranesi gerðu það gott á Íslandsmóti ung- linga sem haldið var í húsnæði Tenn- is- og badmintonfélags Reykjavíkur um helgina. Alls tóku 138 spilarar frá tíu félögum þátt í mótinu. Skaga- stúlkan María Rún Ellertsdóttir náði þeim merka áfanga á mótinu að verða þrefaldur Íslandsmeistari. Hún spilaði í U13 ára flokki og varð Íslandsmeistari í einliðaleik, tvíliða- leik ásamt Hildi Marín Gísladóttur úr Umf. Samherja og í tvenndarleik þar sem hún spilaði með Gabríel Inga Helgasyni úr BH. Skagapilturinn Máni Berg Ell- ertsson fagnaði tveimur Íslands- meistaratitlum í U11 ára flokki; í einliðaleik og sömuleiðis í tví- liðaleik, en þar spilaði hann ásamt Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur úr BH. Harpa Kristný Sturlaugsdótt- ir hafnaði í öðru sæti í tvíliðaleik U17 ára ásamt Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur úr UMFS og Brynjar Már Ellertsson hafnaði í öðru sæti í tvenndarleik í sama aldursflokki, en hann lék einnig með Ingibjörgu Rósu. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir hafnaði í öðru sæti í einliðaleik U19 ára stúlkna og sömuleiðis í öðru sæti í tvíliðaleik U19 ára stúlkna, þar sem hún lék með Margréti Dís Stefánsdóttur úr TBR. Tóm- as Andri Jörgensson hafnaði í öðru sæti í tvíliðaleik U19 ára pilta ásamt Kristni Breka Haukssyni úr BH. Þá ber að geta þess að rétt eins og Skagastúlkan María Rún varð Dav- íð Bjarni Björnsson úr BH einnig þrefaldur Íslandsmeistari, en hann spilaði í flokki U19 ára. kgk ÍA eignaðist þrefaldan og tvöfaldan Íslandsmeistara María Rún Ellertsdóttir úr ÍA varð þrefaldur Íslandsmeistari í U13 ára flokki. Hér tekur hún við verðlaunum fyrir einliðaleik. Með henni á verð- launapallinum er Margrét Guangbing Hu Hamri, sem hafnaði í öðru sæti. Máni Berg Ellertsson úr ÍA varð tvöfaldur Íslandsmeistar. Hér tekur hann við verðlaunum fyrir einliðaleik snáða U11. Við hlið hans er Theódór Ingi Óskarsson úr TBR sem hafnaði í öðru sæti. WOW Bikarmótið í hópfimleik- um fór fram um helgina í Ásgarði í Garðabæ. Var umsjón þess í hönd- um fimleikadeildar Stjörnunnar. Á mótinu er keppt í 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki og taldi það til stiga í GK deildarkeppninni. Mótið náði hápunkti þegar öll bestu lið Fimleika- sambandsins mættu til leiks á sunnu- daginn. Fimleikafélag Akraness sendi tvo hópa til keppni á mótinu. Stelp- urnar í fyrsta flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sinni deild. mm/ Ljósm. FIMA. Félagar í FIMA sigruðu í fyrsta flokki Um liðna helgi fór fram forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf í Egilshöll í Reykjavík. Fjögur Íslandsmet voru sett í mótinu á laug- ardaginn. Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA spilaði fjóra leiki þennan dag og setti Íslandsmet í einum, tveimur, þremur og fjórum leikjum. Íslands- metin eru sett í 5. flokki en í þeim eru leikmenn 10 ára og yngri. Eftir seinni dag forkeppninnar var Matthías Leó í fimmta sæti karla. Eftir sunnudaginn eru efst í kvennaflokki þær Helga Ósk Freys- dóttir KFR með 1616 pinna, Elva Rós Hannesdóttir ÍR er í 2. sæti með 1582 og Berglind Scheving ÍR í 3. sæti með 1563. Hjá körlunum var Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 1. sæti með 1646 stig, Jóhann Á Jóhannsson ÍR er í 2. sæti með 1641 og í 3. sæti er Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1618. mm Matthías setti fjögur ný Íslandsmet Íslandsmót unglinga í keilu fór fram helgina 4.-5. mars. Til leiks mættu 37 ungmenni frá fjórum keilufélög- um; Keilufélagi Akraness, Keilu- félagi Reykjavíkur, Þór og ÍR. Fyrir- komulagið er þannig að keppt er til úrslita í 1.-3. flokki ef fleiri en fjórir eru skráðir til leiks. Ekki er keppt til úrslita í yngri flokkum heldur raðast þeir eftir skori í átta leikjum. Að lok- um er kepppt í opnum flokki, en þar keppa innbyrðis þeir þrír spilarar sem hafa hæsta meðaltal í flokki pilta ann- ars vegar og stúlkna hins vegar. Spilarar frá Keilufélagi Akraness náðu góðum árangri á mótinu. Arnar Daði Sigurðsson vann tvöfalt. Fyrst hampaði hann Íslandsmeistaratitlin- um í 2. flokki pilta eftir æsispennandi úrslitaviðureign. Síðan bætti hann um betur og tryggði sér sömuleiðis Ís- landsmeistaratitilinn í opnum flokki. Ásgeir Darri Gunnarsson varð í öðru sæti í 1. flokki pilta og Harpa Ósk Svansdóttir varð í öðru sæti í 3. flokki stúlkna. Í 4. flokki pilta sópuðu spilarar af Akranesi til sín verðlaununum. Ró- bert Leó Gíslason hampaði Íslands- meistaratitlinum, Hrannar Þór Svans- son varð í öðru sæti og Ólafur Hjalti Haraldsson í því þriðja. Allir leika þeir fyrir KFA. Í 5. flokki pilta og stúlkna er ekki keppt um sæti og allir fá verðlaun. Frá KFA keppti Matthías Leó Sigurðs- son. kgk Keiluspilarar af Akranesi gerðu það gott á Íslandsmóti Matthías Leó Sigurðsson ÍA. Ljósm. kli.is Þau unnu tvöfalt á Íslandsmóti unglinga. Arnar Daði Sigurðsson úr KFA varð Íslands- meistari í 2. flokki pilta og opnum flokki. Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR varð Íslands- meistari í 2. flokki stúlkna og opnum flokki. Ljósm. KLÍ.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.