Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Side 14

Skessuhorn - 30.05.2018, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201814 Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Tillaga á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar Fram er komin tillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2018-2038. Tillagan er sett fram með uppdráttum, greinargerð og umhverfisskýrslu og er nú aðgengileg á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og á vef verk- efnisins http://www.skipulag.grundarfjordur.is/ Tillagan er á vinnslustigi og stendur kynning hennar, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, yfir til 10. september nk. Kynningarfundur um tillöguna mun fara fram síðari hluta ágústmánaðar og verður auglýstur síðar. Leitað er eftir ábendingum um efni tillögunnar og mun skipulags- og umhverfisnefnd vinna úr þeim áður en tillagan verður fullgerð og afgreidd til formlegrar auglýsingar. Meðal áhugaverðra viðgangsefna í tillögunni eru stækkun hafnarsvæðis, fjölgun íbúðarlóða, rýmkun á umfangi landbúnaðarsvæðis, stefna um gististaði í íbúðarbyggð, stefna um breytingu Framness í athafnasvæði og rammaskipulag fyrir miðbæ, hafnarsvæði og Framnes. Óskað er eftir því að ábendingar berist í síðasta lagi 10. september nk. á netfang bæjarins grundarfjordur@grundarfjordur.is eða til skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16. Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar Lokun Jaðarsbakkalaugar vegna Akranesleikanna Föstudaginn 1.júní verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá kl. 13:00 og alveg lokuð laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní. Opið er í þreksalinn alla helgina en lokað í alla klefa. SK ES SU H O R N 2 01 8 S K E S S U H O R N 2 01 8 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1. áfangi, Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 22. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1. áfanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu skilmála fyrir einbýlishúaslóðir við Ásvelli 2, 4, 6, 8, 10 og 12 úr tveggja hæða í einnar hæðar hús. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 11. maí 2018. Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 31. maí 2018 til og með 13. júlí 2018. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar þriðjudaginn 26. júní 2018 kl. 17:00 til 18:00 Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 13. júlí 2018 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjarðarsveit.is Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Sveitarstjórn Dalabyggðar fékk fyr- ir fund sinn á fimmtudag afhentan undirskriftalista. Þar var óskað eft- ir íbúakosningu um tillögu Arnar- lóns ehf. frá 13. maí síðastliðinn um kauptilboð á Laugum í Sælings- dal. Sömuleiðis var því mótmælt að Dalabyggð lánaði fyrir hluta af kaupverðinu. Alls höfðu 213 íbúar í Dalabyggð af þeim 495 sem eru á kjörskrá lagt nafn sitt við listann. Það gera 43%, en samkvæmt sam- þykktum Dalabyggðar þarf undir- skriftir 30% kjörgengra íbúa til að óska eftir íbúakosningu. Hópnum sem afhenti undir- skriftirnar var boðið að sitja fund sveitarstjórnar undir fyrsta lið, þar sem fjallað var um sölu eignanna að Laugum. Niðurstaða fundarins varð sú að vísa málinu til nýrrar sveitar- stjórnar. „Í ljósi umræðu í samfé- laginu og á samfélagsmiðlum og nýfenginna undirskrifta er lagt til að málinu verði vísað til afgreiðslu nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við stjórn sveitarfélagsins þann 10. júní næstkomandi,“ segir í tillögu sveit- arstjórnar sem samþykkt var einu hljóði. Sveitarstjórn tók þó fram að hún teldi tilboðið ágætlega til þess fallið að ljúka sölu á eignum sveit- arfélagsins að Laugum og þar með renna stoðum undir uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal. sm/ kgk Sölunni á Laugum í Sælingsdal frestað Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, tekur við undirskriftalistanum úr hendi Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, talsmanns hópsins sem stóð að söfnun undir- skriftanna. Ljósm. sm. Sveitarstjórn Dalabyggðar á síðasta fundi sínum, ásamt Sveini Pálssyni sveitar- stjóra sem gefið hefur það út að hann sækir ekki eftir að vera sveitarstjóri áfram. Ljósm. Facebook/hss Síðdegis á föstudaginn var hafist handa við að malbika Vesturgötu á Akranesi, en umfangsmiklar fram- kvæmdir við endurnýjun götunnar frá Stillholti að Merkigerði hófust síðasta sumar. Kaflinn sem byrj- að var að malbika á föstudaginn er síðasti hluti verksins, frá Vestur- götu 119 að Merkigerði. Guðmundur Guðjónsson hjá Skóflunni hf., sem fer með verk- ið, sagði meininguna að klára að malbika götuna þennan sama dag. „Gatan verður opnuð fyrir kosn- ingar þannig að allir geti komið keyrandi á kjörstað,“ sagði Guð- mundur léttur í bragði. Það stóðst eins og stafur á bók og gatan var opin fyrir akandi umferð þegar kjörfundur hófst í Brekkubæjar- skóla á Akranesi á laugardags- morgun. Framundan er vinna við endur- nýjun eða endurbætur gangstétta eftir því sem við á. Síðan verður unnið að frágangi á svæðinu öllu fram eftir júnímánuði. Þurfa íbúar við götuna ekki að búast við telj- andi truflunum vegna vinnu við gangstéttar og frágang. kgk Vesturgata malbikuð Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.