Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 18

Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201818 „Velkomin í nýja klúbbhúsið,“ seg- ir Jóhannes Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Borgar- ness, þegar blaðamaður gengur inn á Hótel Hamar í Borgarnesi. Jó- hannes er þar ásamt Sigurði Ólafs- syni hótelstjóra til að fræða Skessu- horn um breytingar á rekstri klúbbs- ins og hótelsins. Þannig er mál með vexti að Golfklúbbur Borgarness og Icelandair Hótel Hamar hafa samið um að hótelið annist rekstur klúbb- húss GB, það er að segja veitingasölu og móttöku kylfinga. Þeir segja hug- myndina að þessu samstarfi hafa ver- ið að gerjast um nokkurt skeið. „Við áttum samtal um þetta fyrir nokkru síðan og eftir það fór hugmyndin að gerjast. Flestir gestir hótelsins eru útlendingar og stór hluti kemur sem hluti af hóp,“ segir Jóhannes. „Þeir taka daginn nær alltaf snemma, fá sér morgunverð, fara síðan út og skoða sig um og koma aftur á hótelið um kvöldmat. Þá fá þeir sér að borða og slaka á áður en þeir fara í háttinn. Síðan fara þeir aftur út eftir morg- unmat daginn eftir,“ segir Sigurður. „Það þýðir að frá því eftir morgun- verðinn og fram á kvöld er rólegur tími á hótelinu,“ segir hann, „sem er einmitt sami tíminn og mest umferð er um golfvöllinn,“ bætir Jóhann- es við. Með því að hótelið annist veit- ingasölu golfklúbbsins segja þeir að náist fram mikið hagræði, bæði fyr- ir hótelið og klúbbinn, auk þess sem miklir möguleikar opnist til fram- tíðar. „Með þessu náum við að sam- nýta eldhúsið, móttökuna og fleira í þjónustu við kylfingana. Það gerir okkur til dæmis kleift að ráða fólk sem hefur verið í hlutastörfum í full störf yfir háannatímann,“ segir Sig- urður. „Jafnframt er mun líklegra að kylfingar staldri við, njóti matar og drykkjar og slaki á eftir golfhring ef aðstaðan er góð,“ segir Jóhannes. Draumaáfangastaður kylfinga Um 35 þúsund manns sækja Ham- arssvæðið heim á hverju ári að sögn Jóhannesar og Sigurðar, hvort sem er til að gista á hótelinu, spila golf eða hvort tveggja. Þeir segja alltaf hafa verið gott samstarf milli hótels- ins og golfklúbbsins. „Okkur fannst því rökrétt að taka það skref að sam- einast um veitingasölu og rekstur klúbbhússins. Það verður báðum til góðs og gerir okkur kleift að vaxa til framtíðar. Við horfum til þess að þetta verði til að fjölga gestum sem hingað koma enn frekar og jafn- vel að þeir dvelji lengur á svæðinu,“ segja þeir og horfa meðal annars til sérstakar golfferða. „Hótel Hamar verður fyrsta og eina golfhótel lands- ins. Nú þegar koma margir kylfingar og gista á hótelinu. Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni gæti hér orðið golf resort, draumaáfangastaður fyrir kylfinga hvaðan að sem er úr heim- inum þar sem þjónustan verður eins og hún gerist best,“ segir Jóhannes og Sigurður tekur undir það. „Okkar ætlun er að vera með háklassa þjón- ustu fyrir alla golfiðkendur,“ segir Sigurður. „Gæðin verða slík að ann- að eins þekkist ekki á landinu, ég leyfi mér bara að fullyrða það,“ bætir Jóhannes við. Núverandi klúbbhús verður aflagt sem slíkt, en Jóhannes segir að það nýtist að hluta sem skrifstofur og í tengslum við barna- og unglingastarf klúbbsins. Enn fremur segir hann að eldri borgurum verði boðið að nýta sér húsnæðið í sínu golftengda starfi. Þá mun starfsfólk Hótels Hamars áfram hafa gistiaðstöðu í húsinu eins og undanfarin ár. „Gamla klúbbhús- ið, í gamla Hamarsbænum, er barn síns tíma og fullnægir engan veg- inn þeim kröfum sem gerðar eru til klúbbhúsa í dag. Ég er hins vegar ekki í vafa um að þetta fyrirkomulag verði lyftistöng fyrir starf klúbbsins til framtíðar. Þessir hópar fá þá að- stöðu sem stangast ekki á við dagleg- an rekstur hótelsins og nægt rými til að athafna sig,“ segir Jóhannes. Langtímamarkmið að halda Íslandsmótið Fyrir utan að bylta daglegum rekstri klúbbsins og skapa tækifæri til að laða að fleiri kylfinga segir Jóhann- es að breytingarnar opni nýjar víddir í starfi klúbbsins hvað varðar móta- hald. Hann segir eitt af langtíma- markmiðum klúbbsins að Íslands- mótið í golfi verði spilað í Borgar- nesi. „Ég leyni því ekki að við horfum til þess að fá að halda Íslandsmótið á Hamarsvelli. Hvort og hvenær það verður að veruleika veit ég ekki, en það væri gaman að geta haldið það á 50 ára afmæli klúbbsins árið 2023,“ segir hann. „Til þess að fá að halda mót af þeirri stærðargráðu þarf öll aðstaða að vera til staðar, bæði fyr- ir kylfinga og áhorfendur. Með þess- ari breytingu er það mín skoðun að GB sé komið í fremstu röð á lands- vísu hvað það varðar. Keppendur gætu jafnvel gist við keppnisvöll- inn á glæsilegu hóteli. Stemning- in á slíku móti yrði einstök að mínu mati,“ segir Jóhannes en tekur fram að þá þyrfti einnig að breyta vellin- um. „Til að fá Íslandsmótið þurfum við að gera ýmsar breytingar á Ham- arsvelli. En þetta er langtímamark- mið klúbbsins og við vinnum að því í litlum skrefum,“ bætir hann við. „Getum orðið einn flottasti klúbbur landsins“ Breytingarnar á vellinum vegna samstarfs golfklúbbsins og hótelsins voru á lokametrunum þegar Skessu- horn var á ferðinni á dögunum. Jó- hannes vann ásamt hópi félaga í golfklúbbnum að frágangi á teigum og við að bera áburð á flatirnar. „Í framtíðinni verður þetta þannig að kylfingar koma og skrá sig inn í mót- tökunni á hótelinu. Þaðan fara þeir niðurfyrir húsið og að fyrsta teig, sem er þar sem níunda brautin var áður. Gamla áttunda brautin, sem liggur meðfram hótelinu, verður 18. braut,“ segir Jóhannes. „Af 18. braut verður gengið upp tröppur og inn í glæsilegan matsal hótelsins. Breyting matsalarins er hönnuð með kylfinga í huga. Þar verður glerveggur með frábæru útsýni yfir völlinn, Hafn- arfjall og Borgarfjörðinn. Útsýni er yfir lokaholuna, en flötin er alveg uppi við hótelið. „Breytingarnar á vellinum eru hannaðar í samvinnu við Edwin Roald golfvallahönnuð. Þær eru hugsaðar þannig að hægt verði með einföldum hætti að snúa vellinum til fyrra horfs, ef ákvörðun um það verður tekin síðar,“ bætir Jó- hannes við. Völlurinn og klúbbhúsið var sem fyrr segir opnað síðastliðinn föstu- dag. Veitingasalurinn hefur sömu- leiðis verið opnaður samhliða vinnu við breytingar. Þeir félagar segja markmiðið að breytingunum á hót- elinu verði að fullu lokið fyrir miðjan júní. Jóhannes segir framkvæmdirnar allar hafa gengið eins og best verður á kosið og kveðst afar þakklátur fyrir þann stuðning sem klúbbnum hefur verið sýndur. „Við gætum ekki gert þetta nema fyrir frábæran stuðning einstaklinga og fyrirtækja í nágrenn- inu. Má þar nefna Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum, ómetanlegan stuðn- ings Borgarverks við þessar fram- kvæmdir, Ásgeir Bolla Kristjáns- son og Sigurð Ólafsson á Hamri og marga fleiri,“ segir Jóhannes. „Það er ekki síst öllum þeim sem hafa stutt við okkur að þakka að við sjáum fram á að geta með tíð og tíma orð- ið einn flottasti golfklúbbur landsins og Hamarssvæðið allt flottasti golfá- fangastaður á Íslandi.“ kgk „Fyrsta og eina golfhótelið á Íslandi“ GB og Hótel Hamar sameinast um rekstur klúbbhúss Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á Hamri. Icelandair Hótel Hamar í Borgarnesi. Hér mun rísa viðbyggingin við hótelið sem hýsa mun veitingasalinn fyrir kylfinga. Þar verður glerveggur með útsýni yfir Hamarsvöll, Hafnarfjall og Borgarfjörðinn. Barna- og unglingastarfið sem og starf eldri borgara fær aðstöðu í gamla klúbb- húsinu í Hamarsbænum. Jóhannes er ekki í vafa um að það verði lyftistöng fyrir starfið. Þórhallur Teitsson og Ásmundur Þór Guðmundsson höfðu í nógu að snúast við breytingar á vellinum. Þegar blaðamann bar að garði var unnið að frágangi á nýjum fyrsta teig beint fyrir neðan hótelið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.