Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 38

Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201838 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Við byrjuðum tveir jafnaldrar á síldarnót hjá pabba upp á 70% hlut, fimmtán ára gamlir,“ segir Björn Erlingur Jónasson, útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri í Ólafsvík, um upphaf sjómennsku sinnar. Hann er nú kominn í land og Magnús bróð- ir hans tekinn við skipstjórn á Ólafi Bjarnasyni SH-137, báti útgerð- arinnar Valafells, sem Erlingur á ásamt eiginkonu sinni Kristínu Vig- fúsdóttur. „Magnús hafði áður verið stýrimaður hjá mér og ég á í mesta lagi eftir að leysa hann af en annars er sjómennskunni lokið hjá mér. Við höfum átt því láni að fagna hjá þess- ari útgerð að hafa haft sama mann- skapinn lengi. Það er helst að ein- hverjar breytingar hafi verið síðustu árin en það er þá bara vegna þess að menn eru að hætta vegna aldurs. Til dæmis hætti kokkurinn í vetur eftir 37 ár hjá okkur og vélstjórinn hætti eftir 30 ár plús.“ Vantaði minni bát til að komast inn í hólfin Valafell var upphaflega stofnað af Kirkjusandi hf. 1961 og keypti fyr- irtækið 70 tonna trébát, sem hét Valafell, en sá bátur hafði komið ný- smíðaður frá Danmörku árið 1960. „Við feðgar keyptum svo fyrirtækið Valafell hf. 1969 af Kirkjusandi hf. og gerðum síðan bátinn út. Pabbi byrjaði útgerð um 1950 og keypti þá bát, sem hét Erlingur, með föð- ur sínum. Ég var skírður í höfuð- ið á bátnum þótt Björnsnafnið hafi verið á undan. Erlingsnafnið hef- ur samt alltaf verið mitt aðalnafn og margir í Ólafsvík skyldu ekkert í því af hverju börnin mín voru Björns- börn,“ segir Erlingur og hlær. Þeir feðgar gerðu Valafellið út en seldu það þegar þeir keyptu annan bát, Ólaf Bekk frá Ólafsfirði og fékk hann Valafellsnafnið. Bátarnir voru gerðir út á net og troll. „Við pabbi skiptumst á um að vera með bátinn. Hann var á netunum en ég á troll- inu. Seinna varð Viðar Björnsson skipstjóri á Valafellinu. Þessi bátur var hins vegar of stór til að komast inn í hólfin sem sett voru fyrir veiðar smærri báta og ég var orðinn frek- ar leiður á að þurfa alltaf að vera á trollinu utan hólfanna. Við fórum því að líta í kringum okkur með að- eins minni bát og fréttum þá af því að 105 tonna stálbátur, sem væri í smíðum á Akranesi, gæti verið fal- ur. Við komum því inn í smíðasamn- ing þessa báts undir lok smíðinn- ar. Þetta var 1973 og báturinn fékk nafnið Ólafur Bjarnason. Hann ger- um við ennþá út, en 6. september í haust verða 45 ár liðin frá því hann fór á flot úr nýendursmíðaðri skipa- lyftunni hjá Þ&E á Akranesi.“ Átti að heita Valafell II Gamla Valafellið áttu þeir feðgar í þrjú ár en þá var hann seldur til Dal- víkur. Sá bátur fórst síðar við Drit- vík árið 1987. Næstu þrjú árin átti útgerðin svo Ólaf Bjarnason SH og Valafell SH en þá var sá síðar- nefndi seldur. „Við vorum búnir að setja nafnið Valafell II á nýsmíð- ina á Akranesi en svo datt mér í hug nafnið Ólafur Bjarnason en það var nafn móðurafa míns sem hafði ver- ið að vinna við útgerðina hjá okkur en dó úr krabbameini þarna stuttu áður. Ég nefndi þetta við pabba sem samþykkti það en tók fram að ég yrði þá að hringja í Benedikt Er- ling Guðmundsson, skipaverkfræð- ing hjá Þ&E, áður hann myndi láta setja nafnið á bátinn. Ég gerði það og Benedikt var ánægður með þetta og sagði að sér litist alltaf betur á þau nöfn sem ekki hefðu annar eða annað fyrir aftan. Þar með var það frágengið.“ Ekki slæm ákvörðun það hjá þeim feðgum og Benedikt því báturinn hefur reynst afbragðs- vel alla tíð og verið mikið happaskip. „Ég tók svo við þessum báti nýjum og það var aldeilis gott að taka við alveg nýjum og glæsilegum báti. Við sigldum honum heim og nokkrir höfðingjar úr slippnum fylgdu okk- ur eins og Hendrik Steinsson, Sól- berg, Halli á Söndum og Jói Kalli. Ég kynntist mörgum þarna í slippn- um á Akranesi á þessum mánuðum sem eftir voru af smíði bátsins. Það var mjög gaman að kynnast þessum mönnum og þar er auðvitað Þorgeir Jósefsson eigandi skipasmíðastöðv- arinnar minnisstæðastur en hann fylgdist vel með öllu. Jósef sonur hans var framkvæmdastjóri á þessum tíma en var forfallaður vegna veik- inda þennan tíma sem eftir var af smíði bátsins. Síðan áttum við eftir að hafa viðskipti við Þ&E í mörg ár eftir þetta eða alltaf þegar báturinn þurfti í slipp. Við fórum svo þangað með bátinn löngu seinna til að láta breyta skutnum á honum og þá var Þorgeir Jósefsson yngri tekinn við. Öll samskipti við þessa menn gengu vel fyrir sig. Svo er Ingólfur kominn þarna núna með Skagann hf. og það er alltaf hugur í þeim að smíða fleiri báta, sérstaklega eftir velheppnaðar breytingar á Magnúsi SH. Þeir eru búnir að hanna 29 metra langan bát sem þeir sýndu mér teikningar af á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi en þetta kostar yfir milljarð og mér leist ekki á þessar tölur. Þeir hafa nóg af hæfum mannskap þarna hjá Skaganum ennþá til að smíða góða báta.“ Skipalyftan hrundi með- an smíðin stóð yfir Á þeim tíma, sem verið var að smíða Ólaf Bjarnason á Akranesi, varð það óhapp að skipalyftan hjá Þ&E hrundi niður þegar verið var að taka Gissur hvíta SF-1 upp. Þetta var mikið áfall fyrir fyrirtækið en end- urbætur hófust strax. Ólafur Bjarna- son SH var svo fyrsti báturinn sem sjósettur var eftir að nýendurbætt lyfta var tekin í gagnið. Í millitíðinni hafði nokkrum bátum, sem lokuðust inni í slippnum þegar lyftan hrundi, verið hleypt niður í Krókalónið eftir braut sem þangað var lögð. Bátarn- ir þurftu svo að sigla meðfram norð- urströnd Akraness inn að sundinu milli skerjanna Valbaks og Brattas- kers til að komast út á frían sjó. Bættu saltfiskverkun við Árið 1981 keyptu Erlingur og Krist- ín útgerðina af Jónasi föður hans, en hann fékk veiðarfæraversluna Net og Vír sem þeir höfðu stofnað nokkrum árum áður. „Faðir minn átti einnig stóran hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur.“ Kristín varð framkvæmdastjóri útgerðarinnar og Erlingur stjórnaði á sjónum. „Ég fór ungur í Stýrimanna- skólann og var þar árin 1967-69 að- eins sautján til nítján ára gamall. Við Kristín vorum fyrir sunnan með elsta soninn í tvo vetur meðan ég var í Stýrimannaskólanum og lauk fiski- mannaprófi þaðan.“ Í fyrstu var Valafell ekki með neina fiskvinnslu en var í viðskiptum við Hraðfrysti- hús Ólafsvíkur. „Eftir að við hjón- in keyptum útgerðina kom kvótinn fljótlega á og þetta var barningur um hvort við hefðum þetta af. Það var ekki hægt að fá neinar viðbótar- veiðiheimildir. Þá var það Ævar hjá inn- og útflutningsfyrirtækinu Seifi sem reddaði okkur um meiri afla- heimildir og við fórum að flytja út fisk í gámum. Okkur fannst við ekki koma nógu vel út úr kvótaúthlutun- inni. Svo var sóknarmarkið sett á um tíma sem betra hefði verið að hefði komið á strax. Við vorum tvö ár að flytja fisk út í gámum til Englands og það hjálpaði okkur til þess að við gátum haldið bátnum. Við byggð- um okkur hús fyrir saltfiskverkun, sem nú hýsir niðursuðu Akraborg- ar í Ólafsvík en það var ánægjulegt að svona góð atvinnustarfsemi kæmi þangað. Síðan færðum við okkur í stærra húsnæði sem við erum í núna og höfum alla tíð haldið okkur við að verka flattann fisk í salt. Meiri- hlutinn af þessu fer á Portúgal og svo á Spán. Stöku sinnum seljum við svo til Ítalíu og Grikklands. Þetta eru þessi fjögur hefðbundnu salt- fisklönd. Það eru um 35 manns að vinna hjá fyrirtækinu í landi og á sjó. Við erum með bátinn á netum og snurvoð en sjö menn eru í áhöfn á snurvoðinni og svo bætum við ein- um við áhöfnina þegar farið er á netin. Um tíma áttum við króka- bát, sem hét Jói á Nesi, en svo náð- um við að skipta kvótanum á hon- um fyrir kvóta í stærra kerfinu er við seldum hann.“ Höfum þetta óbreytt áfram Þau Kristín og Erlingur voru ung þegar þau hófu sambúð „Ég var ekki nema sautján ára þegar elsti sonur okkar fæddist, það vantaði viku upp á að ég væri 18 ára. Síðan bættust tvær dætur við og nú eru barnabörnin níu talsins. Þau eru öll búsett á höfuð- borgarsvæðinu. Sonurinn Vigfús hef- ur verið að selja fyrir okkur afurðir en þeir eru þrír saman með útflutn- ingsfyrirtæki og selja fyrir mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki.“ Erlingur segist sjá fyrir sér að útgerðin og vinnslan verði áfram með sama sniði. „Okkar hugur stendur til þess meðan heilsa endist. Við höfum verið svo heppin með mannskap, bæði í landi og á sjó, þetta fólk hefur allt hjálpað okkur í þessu. Það gerist ekkert í svona fyr- irtækjum nema mannskapurinn sé góður, maður gerir ekki neitt einn,“ segir Björn Erlingur Jónasson út- gerðarmaður og fyrrum skipstjóri í Ólafsvík. hb Björn Erlingur Jónasson í Ólafsvík Fór í Stýrimannaskólann og varð faðir sautján ára gamall Hjónin Erlingur og Kristín við bát sinn, Ólaf Bjarnason. Björn Erlingur Jónasson útgerðarmaður og fyrrum skipstjóri. Ólafur Bjarnason SH-137. Erlingur og Kristín með börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.