Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Qupperneq 58

Skessuhorn - 30.05.2018, Qupperneq 58
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 201858 lín, Jón Grétar Breiðfjörð Álfgeirs- son og Sigurberg Óskar Rúnason. Með viðbótarnám til stúdentsprófs brautskráðist Birkir Freyr Björg- vinsson. Af starfsbraut brautskráð- ust Andrea Ýr Kristinsdóttir og Jó- hann Steinn Gunnarsson. Athöfnin hófst á því að Hrafn- hildur Hallvarðsdóttir skólameist- ari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, brautskráði nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir að- stoðarskólameistari afhenti síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu við- urkenningarnar ásamt Háskóla Ís- lands, Háskólanum í Reykjavík, Ís- lenska stærðfræðifélaginu, Hugvís- indadeild Háskóla Íslands, danska sendiráðinu, Arion banka og Lands- bankanum. Ísól Lilja Róbertsdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi og var meðaleinkunn hennar 9,8 sem er hæsta meðaleinkunn í sögu skól- ans. Fékk hún veglega bókagjöf frá sveitarfélögunum og peningagjöf frá Landsbankanum. Ísól fékk einn- ig viðurkenningu frá Arion banka og Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði, verð- laun fyrir góðan árangur í íslensku, ensku, spænsku, líffræði og eðl- is- og efnafræði. Hún hlaut einnig Menntaverðlaun Háskóla Íslands og Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík. Henni býðst því niður- felling skólagjalda fyrstu önnina í HR og fyrsta árið í HÍ kjósi hún að stunda þar nám. Svana Björk Steinarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í stærðfræði frá Arion banka og íslenska stærðfræðifélaginu. Hún fékk einnig verðlaun fyrir góðan ár- angur í eðlis- og efnafræði, íslensku og líffræði. Karítas Bríet Ólafsdótt- ir fékk verðlaun fyrir góðan árang- ur í þýsku. Aron Freyr Ragnarsson fékk viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í ensku. Jón Grétar Breið- fjörð Álfgeirsson hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í ensku og sögu. Guðbjörg Helga Hall- dórsdóttir fékk viðurkenningu fyr- ir góðan árangur í líffræði. Fanney O. Gunnarsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í íslensku. Anna Soffía Lárusdóttir fékk verð- laun fyrir góðan árangur í sálfræði og Haukur Páll Kristinsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins. Stórsveit Snæfellsness spilaði stórt hlutverk í athöfnin eins og svo oft áður enda stolt skólans. Sveitin er skipuð nemendum Fjölbrauta- skóla Snæfellinga og er jafnan feng- in til þess að koma fram við hátíð- leg tækifæri. Að þessu sinni voru níu útskriftarnemar í stórsveitinni. Fluttu tvö þeirra einnig einleik en það voru þau Ísól Lilja Róberts- dóttir og Jón Grétar Breiðfjörð Álf- geirsson. Loftur Árni Björgvinsson flutti kveðjuræðu kennara og starfs- fólks og Hildur Björg Kjartans- dóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára stúdenta. Nýstúdentinn Hauk- ur Páll Kristinsson hélt kveðjuræðu nýstúdenta þar sem hann kvaddi skólann og starfsfólk hans og þakk- aði fyrir veru sína í skólanum. Að lokum sleit skólameistari skólanum í 14. sinn og bauð gestum í kaffi og kökur. fsn/mm Ísól Lilja Róbertsdóttir lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga á föstudaginn með hæstu einkunn á lokaprófi frá upphafi skólans, eða 9,8. Ísól Lilja segir í samtali við blaðamann að lykill- inn að góðum námsárangri sé fyrst og fremst að vanda sig í verkefna- vinnu. „Það skiptir máli að gera vel í öllum verkefnum sem maður skil- ar af sér og til að gera vel er mikil- vægt að lesa verkefnalýsingar vel og vera nákvæmur í allri vinnu. Ég hef alveg orðið vör við að það er auð- velt að fá mínus í verkefni bara fyr- ir að hafa ekki lesið verkefnalýsingu nógu vel. Við búum líka svo vel í Fjölbrautaskóla Snæfellinga að hafa góðan aðgang að kennurum því skólinn er ekki svo stór. Ég nýtti mér það mikið og hikaði ekki við að spyrja kennarana ef ég var í vafa með eitthvað,“ segir hún og bætir því við að skipulag og góð nýting á tíma sé líka stór partur af því að ná svona góðum árangri í námi. Stefnir í lýðháskóla í Danmörku Samhliða námi hefur Ísól Lilja einnig verið í tónlistarnámi að læra á bæði saxafón og píanó. Hún seg- ir ekki mikinn tíma hafa verið fyrir annað en þannig vilji hún líka hafa það. Nú tekur við vinna í Norska húsinu í Stykkishólmi í sumar en hún á eftir að finna sér vinnu fyr- ir haustið. „Ég ætla líka að vinna í haust til að safna pening en ég stefni á að fara í lýðháskóla í Dan- mörku í janúar á næsta ári,“ segir hún. Hvað kemur eftir lýðháskól- ann segist hún ekki vera búin að ákveða. „Ég stefni á nám við Há- skóla Íslands haustið 2019. Ég er ekki alveg ákveðin hvað mig langar að læra, það er svo margt spennandi í boði,“ segir hún og heldur áfram. „Eins og er langar mig mest að læra eðlisfræði með áherslu á stjarnvís- indi en það er svona mitt áhuga- svið.“ arg Hlaut hæstu einkunn frá upphafi skólans Ísól Lilja Róbertsdóttir dúxaði með meðaleinkunn upp á 9,8 sem er sú hæsta í sögu skólans. Ljósm. tfk. Föstudaginn 25. maí brautskráðust 29 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Af fé- lags- og hugvísindabraut braut- skráðust Almar Njáll Hinriksson, Álfheiður Inga Ólafsdóttir, Birna Björk Benediktsdóttir, Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir, Rebekka Dögg Guðjónsdóttir, Selma Marín Hjart- ardóttir, Sævar Þór Reynisson og Þorgeir Árnason. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráð- ust Aron Freyr Ragnarsson, Fann- ey O. Gunnarsdóttir, Guðbjörg Helga Halldórsdóttir, Haukur Páll Kristinsson, Ísól Lilja Róbertsdótt- ir, Karítas Bríet Ólafsdóttir, Krist- björg Ásta Viðarsdóttir, Nadezda Geraimova, Sigurjón Kristinsson, Svana Björk Steinarsdóttir og Sæ- rún Ósk Diego Arnarsdóttir. Af opinni braut brautskráðust Anna Soffía Lárusdóttir, Björg Brimr- ún Sigurðardóttir, Elís Orri Rún- arsson, Guðrún Bergmann Agn- arsdóttir, Jóhanna Kristín Hjalta- Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Sungið og spilað við útskriftina. Ljósm. tfk. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. tfk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.