Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 61

Skessuhorn - 30.05.2018, Síða 61
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 61 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 7. júní Föstudaginn 8. júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 8 250 ára ártíð Eggerts Ólafssonar 1768–2018 Snorrastofa í Reykholti Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Laugardaginn 2. júní 2018 í Reykholti í Borgarfirði Kaffiveitingar, kr. 500 Verið velkomin Kl. 13:15 – Eggertsflöt Skilti afhjúpað, þar sem brullaupsmenn Eggerts tjölduðu árið 1767. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu. Kl. 13:30 – Ofan við Höskuldargerði Sr. Geir Waage og þær Laufey Hannesdóttir og Anna Gunnlaug Jónsdóttir afhjúpa skógræktarskilti, fyrir hönd Reykholtsstaðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar – og annarra aðstandenda Reykholtsskóga. Kl. 14 – Reykholtskirkja Dagskrá í tali og tónum um hinn stórhuga upplýsingamann og skáld, Eggert Ólafsson. Óskar Guðmundsson rithöfundur. Tónmeistari KK – Kristján Kristjánsson. Aðstoð Kristín Á. Ólafsdóttir. Dagskrárstjóri: Jónína Eiríksdóttir. SK ÓG RÆKTARFÉLAG BORGARFJAR ÐA R Leikskólinn Ugluklettur hef- ur fengið úthlutað styrk upp á 1,2 milljón króna úr Sprotasjóði fyr- ir verkefnið Vellíðan og Vinátta í skólasamfélagi. Árið 2013 varð skólinn tilraunaleikskóli fyrir verk- efnið Vinátta - Fri for Mobberi á vegum Barnaheilla og hefur gefist vel að nýta efni verkefnisins í sér- stökum stundum en nú er áætlað að taka verkefnið skrefinu lengra og flétta það inn í allt daglegt starf leikskólans. Ætlunin er að útfæra efni Vináttu út frá stefnu og sér- stöðu leikskólans, sé rauður þráð- ur í starfi hans og þannig fáist enn betri skólabragur. Í tilkynningu frá skólanum segir að stefna Uglukletts sé að undirbúa börnin undir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér og af þeim sökum er lögð megin áhersla á að efla félagslega hæfni, frumkvæði og sjálfræði barna því það er gott vega- nesti út í lífið. „Í gegnum tíðina hefur mikið verið lagt upp úr vel- líðan í leikskólanum og í skólanám- skrá Uglukletts segir að hamingja sé í grunninn það að geta látið gott af sér leiða, unnið með veikleika í gegnum styrkleika, haft ánægju af öðru fólki, geta unnið með og bor- ið virðingu fyrir öðrum. Verkefnið Vinátta byggir á nýjustu rannsókn- um á einelti og á ákveðinni hug- myndafræði og gildum sem mikil- vægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið. Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópn- um. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því. Þátt- taka barna, starfsmanna og foreldra er grundvöllur þess að vel takist til auk þess að notast er við sem fjöl- breyttust verkefni og vinnubrögð svo að öll börn geti nýtt styrkleika sína og lagt sitt af mörkum til að vera góður félagi og sýnt vináttu, umhyggju, virðingu og hugrekki, sem eru þau fjögur grunngildi, sem Vinátta byggir á,“ segir í tilkynn- ingu frá Uglukletti. mm Vellíðan og Vinátta í öndvegi hjá Uglukletti Svipmynd úr starfi leikskólans Uglukletts. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 8 Tvö laus störf skipulags- og byggingafulltrúi og menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbær auglýsir laus til umsóknar tvö störf, starf skipulags- og byggingafulltrúa og starf menningar- og markaðsfulltrúa. Um er að ræða mjög spennandi störf í áhugaverðu umhverfi. Bæði störfin eru 100% og verður ráðið í þau sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum, drífandi og framsýnum einstaklingum í störfin. Starf skipulags- og byggingafulltrúa Skipulags- og byggingafulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisnefndar Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar að verkefnum á sviði byggingamála Yfirumsjón framkvæmda og eignasýslu í sveitarfélaginu Önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun og löggilding, skv. ákvæðum 8. og 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er nauðsynleg Þekking og reynsla af úttektum og mælingum Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingareglugerð Reynsla af stjórnun er æskileg Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfi- leikar Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku Góð almenn tölvukunnátta Starf menningar- og markaðsfulltrúa Menningar- og markaðsfulltrúi ber m.a. ábyrgð á gerð markaðs- og kynningarefnis, viðburðastjórnun, vefsíðu bæjarins og stofnana, nefndastarfi, styrkumsóknum og miðlun upplýsinga til íbúa. Helstu verkefni: Rekstrarumsjón með Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar, Sögumiðstöð og Samkomuhúsi Umsjón með menningarviðburðum og hátíðum og vinabæjar- samskipti Kynningar-, markaðs- og vefmál Íþrótta- og æskulýðsmál Undirbúningur og eftirfylgni nefndafunda Önnur verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Góð haldbær menntun og reynsla sem nýtist í starfinu Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfi- leikar Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á ensku og íslensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur Góð almenn tölvukunnátta Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um störfin veita bæjarstjóri og skrifstofustjóri í síma 430 8500 eða á netföngum thorsteinn@grundarfjordur.is og sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir skulu sendast á ofangreind netföng. Umsóknum skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í störfin. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2018.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.