Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 8
Þótt kjami allrar blaðamennsku sé frétta- flutningur gegnir fjölmiðlun nútímans viðameiri hlutverki en því að flytja fréttir. Harðsoðnar fréttir af mikilvægum ákvörð- unum, atburðum, slysum eða uppákomum eru fastur liður en við bætist sú tegund blaðamennsku sem kallar á túlkun og birt- ist í lengri úttektum eða greinum. f*að er sú blaðamennska sem einkennir tímarit og hefur gert frá því að fyrstu alvöru tímaritin litu dagsins ljós í Englandi á 18. öld. Með tilkomu útvarps og sjónvarps á 20. öldinni hafa prentmiðlar í auknum mæli færst frá harðsoðnu fréttunum sem berast á öldum ljósvakans næstum samstundis til fólks og farið út í að túlka, skýra og sundurgreina atburði líðandi stundar. Prentmiðlar eru oft mun betur í stakk búnir að útskýra bak- grunn mála en fréttamiðlar ljósvakans. Ljósmynd segir mörg orð en ekkert kemur í stað pennans og góðs skríbents sem túlkar atburði, menn og málefni. Sú breyting sem orðið hefur á blaðamennsku frá því um miðbik sjöunda áratugsins á meðal annars rætur að rekja til þeirrar samkeppni sem ríkt hefur á milli dagblaða og tímarita annars vegar og útvarps og sjónvarps hins vegar. Hér er um að ræða muninn á blaðamennsku og fréttamennsku. Frétta- maður notar segulband, hljóðnema og/eða myndavél þar sem viðmælandi hans tjáir sig beint. Blaðamaður aflar upplýsinga eftir margþættari leiðum, byggir upp grein á þeim margvíslegu gögnum sem hann býr yfir, túlkar og kemst að niðurstöðu. Hann segir ekki aðeins frá úrslitum einhverra kosninga heldur skyggnist hann undir yfirborðið og greinir fyrirbærið. Þetta er sú blaðamennska sem ástunduð er í Bretlandi, Bandaríkjun- um, Frakklandi og Vestur-Þýskalandi. Þetta er lýðræðisleg blaðamennska og á grunni hennar varð Watergatemálið upp- lýst sem og ótal fleiri hneyksli stjómmálanna. I alræðisríkjum er önnur blaða- og fréttamennska uppi á teningnum. Þar eru blaðamenn flestir á launaskrá hins opin- bera. Þeirra hlutverk er ekki eingöngu fréttaflutningur heldur fyrst og fremst að halda þegnunum við efnið, minna þá á mik- ilvægi ríkjandi hugmyndafræði og umfram allt að kveða niður andóf. í hvorn flokkinn skyldi nú blessað litla íslenska lýðveldið falla, hið austur-evrópska kerfi opinbers sannleika eða hina vestrænu aðferð gagnrýni, að- halds og fijálsrar hugsunar? Á íslandi eru flest dagblöð mjög háð ríkisstyrkj- um og eiga því erfitt með að rækja hlutverk sitt sam- kvæmt vestrænu fyrirmyndinni. Það er eðli valdhafa hvar sem er að reyna með öllu móti að komast hjá gagnrýni á gerðir sínar sem aftur undirstrikar mikil- vægi þess að fjölmiðlar geti gagnrýnt þá. Hér er ríkj- andi mikil viðkvæmni gagnvart allri opinberri um- fjöllun og ekki bara af hálfu valdhafanna. Flestir telja sig hafa rétt á því að stjórna hvernig um þá er fjallað bæði í máli og myndum. Blaðamenn fá það oft á til- finninguna að þeir séu ekkert annað en tæki fyrir aðra til að tala inn á. Það er sjálfsagður hlutur að fólk fái staðfestingu á því að hlutimir séu hafðir rétt eftir en þar á líka að setja punktinn. Túlkun, uppsetning, innskot og almennt samhengi er blaðamannsins. Fjölmiðlar eiga líka að búa við aðhald. Innra aðhald fjöl- miðils byggist á sterkri siðferðiskennd og sannleiksást. Það er meira en öld síðan blaðamenn fóru að láta félagslega ábyrgð sig einhveiju varða. Þróunin í hinum engilsaxneska heimi hef- ur verið í þá átt að um leið og blöðin hafa slitið barnsskónum og öðlast sterkan fjárhagsgrundvöll hafa þau rofið tengslin við stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila sem áður réðu ferðinni. Blöðin fóru að fara í sínar eigin krossferðir í þeirri viðleitni að ná til fleiri lesenda. Gula pressan er eitt afsprengi þeirrar þró- unar og hefur kallað á sterk viðbrögð um hlutverk og ábyrgð fjölmiðla. Um það hefur náðst nokkurn veginn hugmynda- fræðileg samstaða hvað er réttmæt blaðamennska; í anda vís- indanna er það sú blaðamennska sem leiðir til þess að við stöndum aðeins nær sannleikanum og þar með lýðræðinu. Það er erfiðara að segja sannleikann heldur en að þegja. Það að þóknast valdhöfum getur gert lífið mun þægilegra. En þau þægindi geta verið of dýru verði keypt. FRAMLAG sagnfræðingur fjallar í þessu blaði um ættir Valtýs Stef- ánssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, og er það ellefta greinin í flokknum Is- lensk ættarsaga. I síðasta blaði fjallaði hann um Gaut- landaættina. Það skal tekið fram að gefnu tilefni að greinar Guðjóns eru ekki tæmandi ættarskýrslur. Þess- ar greinar eru fyrst og fremst hugsaðar sem athyglisvert lesefni þar sem um er að ræða þjóðþekkta einstaklinga sem sett hafa svip sinn á sam- félagið. Hins vegar er sjálf- sagt að koma á framfæri leið- réttingum í blaðinu ef stað- reyndavillur slæðast inn. Fanný Ingvarsdóttir bókmenntafræðingur, fyrrum blaðamaður og menntaskóla- kennari var drjúgan tíma átt- unda áratugarins við nám í Frakklandi. Hún var nýverið á ferð í París og kannaði listalífið þar fyrir HEIMS- MYND. Hún tók viðtal við franskan menningarforkólf, Lise Didier-Moulonguet, sem hefur staðið fyrir því að franskir listamenn færðu starfssvið sitt inn í framhalds- skóla borgarinnar og veittu ungum Parísarbúum betri innsýn í líf listamanna og störf. Elísa Þorsteinsdóttir hefur starfað á skrifstofu HEIMSMYNDAR í Aðal- stræti 4 í tæp tvö ár. Það er þetta andlit sem mætir við- skiptavinum okkar þegar þeir inna greiðslu af hendi með bros á vör. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.