Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 46

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 46
geisaði, uppreisn varð í Míl- anó og drepsóttarfaraldur gekk yfir. Aðalhetjumar eru ungt par af bændaættum sem harðstjóri í héraðinu meinar að ganga í hjónaband. Inntak bókarinnar er að trúin veiti skjól en hún er einnig gædd kímni og hlaut Manzoni strax frægð og viðurkenningu bæði á Italíu og annars staðar. Hann lést úr hjartaslagi 1873, þá orðinn þingmaður og hafði misst tvær eiginkonur og flest sín böm. Trú hans jókst með árunum og útför hans var gerð af ríkinu. Mágur Goya Francisco Bayeu, einn þekktasti listmálari sinnar tíðar, fæddist þann 9. mars 1734 í Zaragoza á Spáni og dó í Madríd árið 1795. Hann var mágur hins fræga Francisco de Goya og hirðmálari Karls III Spánar- konungs. Af samtímamönn- um sínum var Bayeu álitinn mjög snjall málari en hann var undir sterkum áhrifum frá Anton Raphael Mengs og ítalska málaranum Giovanni Battista Tiepolo, sem báðir voru við hirð Spánarkon- ungs. Mengs kallaði hann til liðs við sig til að skreyta kon- ungshöllina 1763 og síðar málaði hann veggmyndir í dómkirkjurnar í Zaragoza og Toledo. Þá myndskreytti hann fleiri hallir í heimalandi sínu. Stíll hans var sambland af frönskum rókókóstíl og sí- gildum stíl Mengs. Margar teikningar hans hafa varð- veist en veggmyndir hans þykja bera vott um hand- bragð vandaðrar stífni, enda komst hann aldrei í hálfkvisti við mág sinn Goya. HEILSAN Mjólk er góð, segir í auglýsingunum, og ekki að ástæðulausu. Beingisnun er sjúkdómsástand sem talið er tengt kalsíumtapi og minnkandi magni kvenhormóna við öldrun. Nú eru sérfræðingar farn- ir að álíta að koma megi í veg fyrir þennan sjúkdóm með fyrirbyggjandi aðgerðum strax upp úr tvítugu. Astæða þessara fyrirbyggjandi aðgerða er sú að þegar beingisnun hefst, en einkenni hennar eru minnkandi hæð, bakverkir og bogið bak, eða mjaðmir og úlnliðir sem brákast auð- veldlega, er ekki hægt að lækna hana heldur aðeins draga úr henni. Besta ráðið til að fyrirbyggja beingisnun er að auka kals- íumneyslu upp í eitt þúsund milligrömm á dag með því að neyta þriggja til fjögurra tegunda af kalsíumauðugri fæðu. Fitusnauðar mjólkurafurðir eru æskilegar, fiskur, skelfisk- ur og dökkgrænt grænmeti, þó ekki spínat. Konum er ráð- lagt frá því að neyta mikillar fitu og próteinríkrar fæðu þar sem þau efni hindra upptöku kalsíums í líkamanum. Þá er D vítamín æskilegt í þessu sambandi og sérstaklega fyrir ís- lenskar konur í skammdeginu en fimmtán mínútur til klukkustund í sólskini hjálpar líkamanum að framleiða dagskammtinn af þessu vítamíni. Til að vinna gegn beingisnun er einnig gott að lyfta lóð- um sem hjálpar beinum um leið og vöðvum, fara í hressi- lega göngutúra, skokka og synda, þó að hið síðastnefnda stuðli ekki að öðru en því að styrkja vöðvana í bakinu og þar af leiðandi hrygginn. Annað ráð gegn beingisnun er að hætta reykingum, draga úr áfengisneyslu og forðast kaffi en nýjustu rann- sóknir benda til þess að kaffi valdi kalsíumskorti. Valið stendur því á milli þess að hafa góð bein og standa teinréttur eða vera hæfilega boginn í baki til að þurfa ekki að lyfta kaffibollanum heldur súpa beint af! Þann 7. mars 1908 fæddist Anna Magn- ani, ítalska leikkonan sem fræg var fyrir túlkun sína á jarðbundnum lágstéttar- konum. Hún var yfirgefin af foreldrum sínum ung og ólst upp hjá ömmu sinni og afa í fátækrahverfi í Róm. Hún gekk um skeið í leik- listarskóla áður en hún gekk til liðs við ferða- leikhús en því | næst söng hún á næturklúbbum. Anna Magnani hlaut heims- frægð eftir síð- « Magnani ari heimsstyijöldina fyrir leik sinn í kvikmynd leikstjórans Roberto Rosselini Roma citta aperta. Hún hlaut óskars- verðlaun fyrir leik sinn í fyrstu Hollywoodmynd sinni The Rose Tattoo 1955. Anna Magnani dó haustið 1973 í Róm. Þann 20. mars 1964 lést írska skáldið Brendan Behan aðeins rúmlega fertugur að aldri. Hann var jafnframt þekktur fyrir and- stöðu sína og baráttu gegn yfirráðum Breta á Norður-Ir- landi. Pólitískt háð í verkum hans hafði mikil áhrif í leik- húsi fjarstæðustefnunnar. Brendan Francis Behan fæddist í Dublin 9. febrúar 1923 inn í mjög róttæka og vinstri sinnaða fjölskyldu sem tók þátt í baráttunni gegn Bretum. Hann var fórnar- lamb alkóhólismans allt sitt líf en ánetjaðist Bakkusi að- eins átta ára gamall. Hann hætti í skóla fjórtán ára gam- Sinn eigin gísl 46 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.