Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 92
Þórunn.,,________________________ framhald af bls. 22 er nú starfandi sem læknamiðill í Banda- ríkjunum.“ Sjálfstraust hennar jókst á meðan á Bandaríkjadvölinni stóð. Hún sótti nám- skeið hjá stofnun sem nefnd er kirkja dulrænna fræða samhliða námskeiðum í reiki eða lækningu með hugarorku. „A því námskeiði laukst upp fyrir mér göm- ul þekking frá fyrri jarðvistum. Þama varð ég líka vör við lækni sem hefur starfað með mér í langan tíma. Hann er þýskur, mikilhæfur læknir og er enn þá með mér.“ „Ég sótti nám í fjögur ár í guðfræði hjá kirkjusamtökum sem kalla sig Hina lif- andi kirkju og útskrifaðist þaðan með prestvígslu. Námið var að miklu leyti fólgið í því að heimsækja sjúkrahús og elliheimili. Þarna kynntist ég áberandi dauðahræðslu gamals fólks í fyrsta sinn. Og þama reyndi ég, eins og síðar, að segja fólki að dauðinn er ekki til að ótt- ast. Við hittum aftur ættingja okkar hin- um megin og takmarkið er að komast þangað. Það er eðlilegt að verða sorg- mæddur við ástvinamissi en ef fólk tryði og hlustaði betur á skilaboðin sem við fáum að handan yrði þessi missir auð- veldari og tengingin milli heimanna líka. Þannig reyndi ég að hugsa þegar ég missti litlu dóttur mína. Læknar höfðu sagt að hún gæti lengst lifað til tólf ára aldurs og ég huggaði mig við að sál hennar yrði ekki fangelsuð í veikum lík- ama. Án efa þekkti ég hana frá fyrri jarðvistum og hún bíður mín örugglega á öðru tilverustigi." I Bandaríkjunum segist hún hafa hitt miðil sem sagði að hvergi í heiminum væru jafnmargar orkustöðvar og á Is- landi. „Hann sagði að á íslandi byggju margar stríðshrjáðar sálir, fólk sem tekið hefði þátt í mörgum styrjöldum og vildi ekki taka þátt í fleirum. Hann fullyrti einnig að meirihluti Islendinga væri dul- rænn. Ég spurði hann eftir á hvernig hann gæti fullyrt svona og svaraði hann að Islendingar væru þekktir fyrir að trúa á drauma. Þegar manneskjan sefur getur hvað sem er gerst og það er Islendingum ljóst þótt þeir kalli allt sem þeir lifa í svefni drauma. Þegar fólk sefur fer það sálförum, nær sambandi við fólk að handan og upplifir alls kyns hluti sem það teldi rugl í vöku, sagði þessi miðill og mér er ljóst að hann hafði rétt fyrir sér.“ Þórunn Maggý segir að áhugi íslend- inga á dulrænum efnum sé mjög vaxandi. „Sem betur fer,“ segir hún með áherslu. „Fólk er að átta sig á því að kærleikur, ástúð og vinátta eru mikilvægustu þættir lífsins. Fólk er líka að leita svara við því hvert það fari og hvers vegna það sé hér. Dauðinn er líkt og fæðingin ferðalag sál- ar í gegnum göng. Við komum í þennan heim í gegnum dimm göng áður en ljósið blasir við og við dauðann fer sálin í gegnum göng þar til strengur hennar við jarðneska líkamann rofnar. I báðum til- vikum ríkir söknuður við þessa umbreyt- ingu. Ég lít svo á að sálir séu að fæðast upp á við í stað þess að segja að fólk deyi. Þessar sálir fara inn á ný svið. í hugleiðslu hef ég oft hrokkið út úr lík- amanum og ferðast víða og í eitt sinn alla vega tel ég mig hafa komist út úr þessum efnisheimi og inn á svið langt ut- an hans. Hvílíka fegurð hef ég hvergi annars staðar skynjað, litadýrðin var stórkostleg og litimir eins og sólarljósið sjálft nema mildari og mýkri. Verurnar voru svo fínlegar að ég skammaðist mín fyrir minn jarðneska líkama.“ Hún hefur einnig orðið fyrir erfiðri reynslu í dulrænum upplifunum sínum. „Ég smakka aldrei áfengi en fyrir nokkr- um árum fór ég inn á dansstað hér í Reykjavík. Ég var aðeins rétt komin inn í fatahengið þegar ég tók eftir konu sem var að afgreiða yfirhafnirnar. Ég leit á hana og fannst hún vera karlmaður. Það var eitthvað við augnaráðið sem ég kannaðist við og ég hljóp út. Þegar ég kom heim til mína leið mér afar illa. Ég gat ekki fest svefn og í huga minn streymdu fram myndir eins og kvikmynd á sjónvarpsskjá sem ekki er hægt að slökkva á. Þetta var eitt minna fyrri lífa sem ég var þama að upplifa í einni and- rá. Ég var komin aftur til ársins 930 þar sem ég var ung stúlka á Bretlandseyjum. Faðir minn var einhver smákóngur sem hafði gefið mig öðrum til að sameina jarðir. Ég var send yfir í nýju vistarver- umar mínar til eiginmanns sem ég þekkti ekki neitt. Veggirnir í hýbýlum hans voru kaldir og berir. Heima hjá föður mínum höfðu þeir verið þaktir hlýju áklæði. Sýnin segir mér að ég hafi ekki vitað þá að maðurinn minn var í tygjum við aðra konu og átti með henni bam þó þau mættu ekki eigast. Þegar þetta allt var að rifjast upp fyrir mér reyndi ég að losna af lífs og sálarmætti. Ég hljóp út, fór í gönguferð, kom heim og sama sýnin upphófst. Ég fór í sturtu en allt kom fyr- ir ekki. Ég gat ekki losnað undan þessari sýn. Myndin byrjaði á nýjan leik þar sem frá var horfið síðast. Eg rifja upp bar- daga þar sem verið er að taka landið frá eiginmanni mínum, ég er slegin niður og andlit manns gín yfir mér. Hann er að klípa mig í andlitið með járni. Augum hans gleymi ég aldrei og það voru þau augu sem ég hafði séð í andliti konunnar í fatahenginu fyrr um kvöldið.“ Svo mikið tók þessi upplifun á hana að hún fór út af heimili sínu klukkan sex um morgun hágrátandi. „Ég tók leigubíl heim til hjóna sem ég þekki. Allt í einu hafði ég áttað mig á því að það voru maðurinn minn úr þessu lífi og konan sem hann raunverulega unni sem nú voru orðin hjón. Þau hafa áhuga á dul- speki eins og ég og sagði ég þeim alla sólarsöguna. Þau skildu hvað var hér á ferðinni. Konan játaði meira að segja fyrir mér að hún hefði óttast það frá því að hún sá mig fyrst að ég tæki manninn hennar frá henni og það verður að segj- ast eins og er að ég laðaðist að honum. Þetta er táknrænt karma. Ég hafði verið gefin þessum manni fyrir þúsund árum og ótal jarðvistum og enn þá dregur mig eitthvað að honum. En í þessu lífi hafa þau fengið að eigast eins og þau þráðu þá og er það vel.“ Þessi upplifun segir hún að sé sú erfið- asta sem hún hafi lent í í innsæisvinnu sinni. Yfirleitt upplifir hún góða og ánægjulega hluti. Hún man eftir sér sem nunnu í suðurríkjum Bandaríkjanna og heimsótti eitt sinn klaustur sem hún hafði dvalið í. „Ég kom að máli við abbadísina og spurði hana um Maríu- líkneski sem verið hafði í miðri kapell- unni en var nú horfið. Abbadísin starði á mig í forundran og bað mig að lýsa líkn- eskinu. Ég sá að henni var mjög brugðið þegar ég gerði það en hún sagði að ein- göngu nunnum væri leyfður aðgangur að þeim hluta klaustursins þar sem líknesk- ið væri.“ □ Guðrún.. .________________________ framhald af bls. 19 ótta. „Kirkjan hefur einangrast. Á ferða- lagi um landið í sumar langaði mig að stoppa í lítilli sveitakirkju og biðjast fyrir en hvar sem við komum að kirkjum voru þær harðlæstar. Nýja öldin gengur út á það að leyfa fólki að leita ljóssins óhindrað. Við lifum í andanum en búum í efninu og við verðum að tengja þessa þætti betur. Þetta þýðir ekki að við þurf- um að henda öllu frá okkur til að nálgast andann. Nýja öldin er sú brú sem tengir okkur yfir úr efninu í andann. Þróunin er fólgin í því að ná meiri þroska og auknu ljósmagni. Kristnin kennir okkur kærleika og umburðarlyndi og að ráðast ekki á þá sem eru öðruvísi. Með nýrri öld er leitað eftir auknum tengslum við náttúruna. Þetta kemur glögglega fram í Bandaríkjunum þar sem indíánar eru að fá uppreisn æru. Fólk er farið að meta hina stórmerku menningu þeirra og skilj- ast að þeir vissu betur um margt en við. Þeir hafa trúað á huglækningar og hamskipti svo ég tali nú ekki um þörfina fyrir nálægð við náttúruna. Ég var að lesa ræðu eftir indíanahöfðingja, sem var uppi fyrir meira en öld, sem sagði að með því að skaða jörðina væri skapari hennar ausinn svívirðingum. Þessi höfð- ingi benti á það að ef við héldum áfram að ata náttból okkar sorpi myndum við kafna í eigin saur.“ I lífi Guðrúnar hafa skipst á skin og skúrir og fljótlega upp úr tvítugu fór hún að lesa sér til um dulræn málefni. „Ég byrjaði á því að lesa Bókina um veginn eftir Lao Tse, Andlit regnbogans eftir Grétar Fells sem hjálpaði mér mikið á erfiðleikastundum. Ég fann ákveðinn styrk í þeirri lesningu þó svo ég sé þann- ig gerð að ég láti ekki auðveldlega bug- ast.“ Fyrir um það bil ári opnuðust nýjar 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.