Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 65

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 65
sem skiptir máli og þótt ég segist geta lifað hamingjusömu lífi án eiginmanns og bama þá sækir sú hugsun oft að mér eftir að ég fór að fullorðnast hvemig lífið verði á fimmtugs og sextugs aldrinum ef maður er einn. Það hlýtur að vera stórkostlegt að hafa einhvern góðan félaga að eldast með, einhvern sem er vinur, elskhugi og stuðningsmaður í senn. Ast, eins og ég skil það hugtak, á ekki heima innan veggja heimilisins. Maður getur lent í ástarævintýrum og farið á algjört tripp einhvern smátíma en það er aðallega kynferðisleg flugeldasýning og á ekkert skylt við traust. vináttu eða skuldbindingar. Konur binda líka allt of miklar vonir við ástina. Ég sá það þegar ég var að kenna í Hamrahlíðinni að þar gilti ennþá sama gamla munstrið. Stelpurnar urðu ástfangnar og fóru að láta sig dreyma um börn og bú, en strákamir voru bara með þeim þangað til þeir fengu að sofa hjá þeim, þá voru þeir roknir. Kynlífsbyltingin svokallaða fór illa með konur, okkur fannst að við yrðum að sofa hjá nánast öllum sem reyndu og sátum svo eftir með sárt ennið, því ég held að það sé staðreynd að konur fái ekkert út úr kynlífi með mönnum sem þeim þykir ekkert vænt um. Það eina sem við fengum út úr kynlífsbylting- unni voru kynsjúkdómar og alls kyns aðrir sjúkdómar sem sannað er að fylgja fjöllyndinu. Það er grátlegt þegar fólk fest- ist í þessu fara-á -ball-og-ná-sér-í-hjásvæfu munstri ár eftir ár. Það skekkir svo alla möguleika á eðlilegum tilfinningatengsl- um. Það er eins og fólk sé að sanna fyrir sjálfu sér og umheim- inum að það hafi eðlilegar kynhneigðir eins og það er kallað. Ég hef aldrei verið hrædd við þessa skilgreiningu um kyn- hneigðir, mér er alveg sama hvað fólk heldur um mig.“ Hlín er ein af þessum sterku ákveðnu konum og segir hlæj- andi frá því að margir vinir sínir hafi ámálgað það við sig að henni væri nú betra að gera minna úr styrk sínum í návist karl- manna: „Ef þú reyndir að vera aðeins undirgefnari og láta karlmenn finna að þú þarfnist þeirra þá gengi þér betur,“ segja þeir í fullri alvöru og Hlín finnst þetta í senn broslegt og grátlegt: „Kvenímyndin hefur í gegnum aldirnar gengið út á það eitt að vera góð, sæt, hugguleg og samvinnuþýð og það hefur ekkert breyst. Ég var um skeið fararstjóri í Grikklandi þar sem ríkir mikil karlmannadýrkun og þurfti þar mikið að vinna með körlum í ferðabransanum. Það gekk vel í byrjun en þegar ég fór að láta á því bera að ég hefði ákveðnar skoðanir á málum og vildi fá að leysa mín mál sjálf fór að versna í því. Þar eru konurnar vanar að ná sínu fram með óbeinum hætti, daðri, skjalli og að leika sig vanmáttugar og hjálpar þurfi. Samt eru það þær sem öllu stjórna bak við tjöldin og spuming hvort ekki er bara vænlegast fyrir konur að halda áfram að nota þær ævafornu aðferðir ef þær ætla að hafa einhver völd. Það er svo stutt í það að þær sem ætla sér að komast áfram á eigin forsendum séu afskrifaðar sem frekjur og brussur og spurning hvort það takmarkaða frelsi sem því fylgir sé þess virði.“ legt að vera með öðrum listamanni, sem hugsar á svipuðum nótum, án þess að nokkur hætta sé á að hagsmunir okkar rek- ist á.“ Það eru þó ekki karlarnir sem eru hatrammastir út í konur sem ná árangri. Aðrar konur reyna af öllum mætti að draga þær niður, afbrýði og öfund verða ánægjunni yfir framgangi kynsystranna yfirsterkari: „Konur eru alveg ótrúlegar. Ef maður á bágt vilja þær allt fyrir mann gera og í mínu tilfelli að minnsta kosti hafa það oftsat verið konur sem dregið hafa mig upp úr þeim pyttum sem ég hef fallið í á lífsleiðinni. En ef vel gengur verða samkeppnin og öfundin gjarnan ofan á. Og kannski er þetta í raun dulbúin keppni um athygli karlmann- anna. Það virðist svo ríkt í konum að eiginmaður sé æðsta markmið tilverunnar og þegar þær hafa náð í einn slíkan er auðvitað eðlilegt að þær reyni að halda honum. Sérstaklega þar sem konur dæmast sjálfkrafa úr leik í samkeppninni um ástina þegar þær eru komnar um fimmtugt. Karlmaðurinn get- ur „yngt upp“, fengið sér nýja, yngri og fallegri konu þótt hann sé farinn að eldast, en konurnar sitja eftir án nýrra tæki- færa. Þær falla á tíma.“ Aldurinn er ekki það eina sem karlmenn fælast í fari kvenna. Konur með ákveðnar skoðanir, sjálfstæðan vilja og veraldlega velgengni eru ennþá litnar tortryggnisaugum: „Það eru þær sem gefa sig út fyrir að vera undirgefnar, hjálparvana og pínulítið heimskar sem eiga mesta möguleika í samkeppn- inni um athygli og ást karlanna í flestum tilfellum, það er óbreytt. Konur sem eru tilbúnar til að ýta sjálfum sér til hliðar og sinna eiginmanni, börnum og búi fyrst og fremst. Og það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það. Mesta lífsfyllingin er að eignast barn og á meðan það er lítið þarf maður ekki svo mik- ið á utanaðkomandi viðurkenningu að halda. Það eru forrétt- indi að geta helgað sig því óskiptur. Og ef að konur finna sig í því er það mjög gott, en við verðum líka að hafa tækifæri til að rækta okkur sjálfar utan marka hjónabandsins og móður- hlutverksins. Það er í rauninni þetta sem allt snýst um, að finna sér þann farveg sem manni hentar. Hætta að láta kröfur umhverfisins stjórna sér, leyfa sér að vera eins og manni líður best hvort sem það er í móðurhlutverkinu, á framabrautinni, sem eiginkona, ástkona eða allt þetta í senn. Við eigum ekki að þurfa að velja um það hvort við viljum vera kynverur eða vitsmunaverur, við erum hvort tveggja, og mér leiðist kvenna- pólitík sem gengur út á það að þurrka út kynveruhliðina á konum. Það er ekkert meira frelsi í því falið að vera kynlaus vitsmunavera heldur en því að vera kyntákn. Við verðum að þora að rækta allar okkar hliðar, leyfa konunni í okkur að njóta sín þótt við ætlumst til að vera teknar alvarlega. Ef við gerum það ekki erum við að samþykkja þá aldagömlu skoðun að konur sem kynverur séu ómarktækar og í rauninni bara markaðsvara. Kannski er það einmitt þetta sem hin nýja kvenímynd gengur út á; að vera kona í öllum merkingum orðsins en að vera maður um leið.“D HEIMSMYND 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.