Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 18

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 18
ir. Allir hlutir senda frá sér orku og ljós, hestar og hundar geta verið ljósmiklir svo ekki sé nú talað um hvalina, sem eru þroskaðar sálir samkvæmt Michael. Því held ég að Greenpeace-fólkið sé upp til hópa hvalfangarar úr fyrri lífum sem eru að jafna sitt karma út núna með því að reyna að bjarga hvölunum. Sálir á yngsta skeiðinu, ungbarnaskeiðinu, eru taldar hafa lítið ljósmagn sem svo eykst með hverju þroskaskeiðinu.“ Sjálfur segist hann vera mjög gömul sál. „Ég er orðinn hundleiður á þessu basli sem fylgir því að dragnast um í jarðneskum líkama. Við gömlu sálirnar erum því oft þunglyndar en það er sagt að þunglyndi sé einkennandi sjúkdómur fyrir sálir á gamla skeiðinu. Ætli ég hafi ekki lifað á bilinu þrjú til fjögur hundruð sinnum,“ segir hann aðspurður og brosir. „Samkvæmt Michael þurfum við að þrauka í allt að fjögur hundruð jarðvistir en sumar sálir virðast geta losnað yfir á annað tilvistarstig eftir að hafa afplánað færri jarðnesk líf. Þetta líf mitt nú var nokkuð erf- itt lengi framan af. Ég kem úr fjölskyldu þar sem mikil áhersla var lögð á það að ég menntaði mig en því nennti ég ekki. Ég gifti mig og átti barn en hún yfir- gaf mig og hefur barnið alla tíð verið hjá mér. Ég veit að ég og þessi sonur minn höfum fylgst að í gegnum mörg jarðvistar- skeið. Við höfum verið fóst- bræður, feðgar og bestu vinir. Enda hrópaði ég upp yfir mig þegar hann opnaði í fyrsta sinn augun. Ég þekkti hann aftur og heilsaði honum eins og gömlum vini.“ Hann hætti að drekka tuttugu og fimm ára gamall. Fram að þeim tíma hafði hann flækst víða um heim og mikið á mótórhjóli. „Ég hafði nokkrum sinnum lent í lífshættu og sloppið að því að mér hefur síðar fundist á yfirnáttúrulegan hátt. Eitt sinn beindi æfur maður að mér byssu þar sem hann taldi að ég hefði stolið mótórhjólinu sínu. Mér tókst ein- hvern veginn að tala um fyrir honum og náunginn lét segjast. Ég fór beint á bar- inn á eftir, fékk mér einn þrefaldan og skalf. Þá er annað sem ég hef velt fyrir mér síðar að þegar ég var að ferðast um Evrópu á hjólinu þoldi ég ekki tilhugsun- ina við að stoppa í Þýskalandi. Ég fór alltaf á fyrstu hraðbrautina sem ég fann og út úr landinu. Enda hef ég síðar kom- ist að því að Þýskarar káluðu mér eitt sinn. Ég kynntist núverandi konu minni fyrir nokkrum árum og saman eigum við nú von á barni. Eftir að ég hætti að drekka fór ég að opna augun fyrir lífinu. Ég fór að leita æðri máttar í gegnum alls konar tilvistarkjaftæði án þess að fá svar strax. Engu að síður-hóf ég nýtt líf sem heilbrigður einstaklingur. Ég hætti að reykja, því næst að borða kjöt og hef komist að því að um leið og maður sleppir einhverju svona, öðlast maður frelsi frá því. Smátt og smátt uppgötvaði ég hvað heillaði mig mest við dulspekina og það var kærleiksleitin. Samkvæmt Michael er mín aðalhindrun óþolinmæði. Ég vildi strax fá svör við öllu, til dæmis mínum fyrri lífum. Mér var sagt að ég þekkti þau sjálfur, þótt persónuleikinn væri ekki meðvitaður byggi öll vitneskj- an í mínum innsta sálarkjama." Hann fór að stunda hugleiðslu og komst í kynni við samtökin Lífssýn. „Þetta er félagsskapur á vegum Erlu Stefánsdóttur og eiginmanns hennar, Arnar Guðmundssonar tannlæknis. Markmið Lífssýnar er að hjálpa fólki á Atli Bergmann man eftir sér sem Indverja og breskum aðalsmanni. „Það var hundleiðinlegt líf.“ leið til aukinnar sjálfsþekkingar. Mér var sagt að ég hefði hæfileika og ég hef verið að þróa þá með mér undanfarin ár. Margt hefur komið mér á óvart, til dæm- is það að geta sagt hvað er í pakka sem mér er réttur eða sú uppgötvun að hugs- anaflutningur er staðreynd. Þá skynja ég einnig orkublik fólks. Michael er fyrir mér aðeins ein leið af ótal mörgum öðr- um í leit að sjálfsþekkingu.“ Hann tekur fram töflur þar sem sálna- hlutverk, aldursskeið, markmið, viðhorf og fleira er útlistað samkvæmt Michael- fræðunum. „Ég veit núna að ég er kóng- ur. Það er óumbreytanlegt hlutverk mitt í gegnum öll mín jarðlíf, minn innsti sál- arkjarni. I þessu jarðlífi veit ég að mark- mið mitt er þroski. Jákvæða hlið þrosk- ans er þróunin en hin neikvæða ruglið. Viðhorf mitt einkennist af verkhyggju þar sem jákvæða hliðin er hagsýni en hin neikvæða skoðanahroki. Aðalhindrun mín er óþolinmæði en hindrunin er ein- kenni sem kemur fram á unglingsárum og setur mark sitt á líf manns það sem eftir er.“ Eins og Helga leggur Atli áherslu á það að fræðin séu fordómalaus og ekki ber að líta svo á að gamlar sálir séu at- hyglisverðari en þær yngri. „Gamlar sálir eru oft í hlutverki tötrum klæddra flæk- inga. Gott dæmi um gamla sál væri garð- yrkjumaðurinn sem vökvaði rósirnar í garði ungu sálarinnar sem væri einhvers staðar í einkaþotu með magasár af áhyggjum yfir veraldlegum hlutum. Sam- kvæmt Michael eru sálir á miðbiki unga skeiðsins oft þær sem eru fjærst frá guð- dóminum vegna tengsla við efnisheim- inn. Táknræn ung sál er gullfalleg fyrir- sæta eða uppi í stórborg. Móðir Theresa er gömul sál og hún er þjónn, alltaf að gefa. Margir sem eru að leggja sitt á vog- arskálarnar til að hjálpa eru að endur- greiða karma frá fyrri lífum, eins og Pasteur sem fann upp pensilínið. Mörg stórmenni fyrri tíma eru nú orðnar gamlar sálir sem standa fyrir utan alla valdabar- áttu. Gott dæmi er Júlíus Sesar sem Michael segir að sé nú eldri kona í Alaska sem ræktar hunda.“ Samkvæmt Michael er heim- urinn að breytast, segir hann. „Þroskuðu sálirnar eru að verða fleiri og sálir á yngsta skeiðinu eru að hætta að fæðast. Jörðinni endist ekki aldur til að láta þær ganga í gegnum öll þroskaskeið- in á nýjan leik. Ef þetta væri sett upp á kúrfu liti það þannig út að ungu og þroskuðu sálimar væru í meirihluta. Ungar sálir eru æð- islegar, oft fallegasta fólkið og sannanlega fólkið sem drífur í hlutunum. Ég ímynda mér að New York og aðrar stórborgir séu uppfullar af ungum sálum. Hins vegar hafa ísland, Holland og Sviss verið talin landsvæði gömlu sálnanna. Táknræn af- staða Hollendinga til eiturlyfja, það er að keyra út heróínið til sjúkling- anna, er einkennandi fyrir gamlar sálir. I stað þess að láta dópistana breiða út al- næmi og eiturlyf bregðast hollensk stjórnvöld við á þroskaðan hátt. Mottó gömlu sálarinnar er að lifa og láta aðra um sitt líf. Samkvæmt Michael eru lönd eins og íran og írak uppfull af barnung- um sálum. Þær sálir hafa mikla þörf fyrir strangar reglur og kerfi. Sálir á alyngsta skeiðinu eru þær sem þekkja ekki mun- inn á réttu og röngu, fjöldamorðingjar og glæpamenn. En það eru ungu sálirnar sem ráða mestu enn þá. Þær segja: Ég hef rétt fyrir mér. Þroskaða sálin leggur áherslu á samvinnu en gamla sálin stend- ur fyrir utan og finnst þetta vera hjóm. Gorbatsjev myndi vera einn fárra leið- toga sem eru komnir á þroskaða skeiðið. Idi Amin og Khomeini voru aftur á móti bamungar sálir.“ Nú segja bæði Atli og Helga að Michaelfræðin séu fordómalaus og fræði þá sem til þeirra leita. Engu að síður eru komnar út bækur þar sem frægasta fólk veraldar er greint hvort sem því líkar betur eða verr. Ein þeirra Michael’s Cast of Characters, þar sem segir í undirtitli að ekki beri að taka hana mjög alvar- 18 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.