Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 19
lega, setur fólk í flokka sem ungar og þroskaðar sálir, kónga, stríðsmenn, presta, þjóna og svo mætti áfram telja. Þar er Aristóteles hikstalaust settur á þroskaða skeiðið, þessi mikli heimspek- ingur (en ekki gamla sálnaskeiðið). Aðr- ir sem ekki ná því að vera gamlar sálir heldur aðeins þroskaðar eru Beethoven, Freud, Goya og fleiri andleg stórmenni. Þessu svarar Atli og segir að þroskaða sálin komi vitsmunum sínum frá sér í ræðu eða riti en sú gamla hirði ekki leng- ur um það. Þó er Einstein flokkaður sem gömul sál, Bach og John Lennon. Atli yppir öxlum og segir að engum beri að taka þetta alvarlega. Fyrir hon- um séu Michaelfræðin fyrst og fremst skemmtun þótt hann sé sannfærður um að hann hafi lif- að oft áður og eigi einnig mörg önnur líf fyrir höndum. „Eg hlakka mjög til þess að verða gamall. Það er svo langt síðan að ég hef náð því að verða gam- all,“ segir hann aftur með brosi. „Eg náði háum aldri á Indlandi á síðustu öld en var skotinn til bana í síðari heimsstyrjöldinni mjög ungur.“ Hann segist muna glefsur úr nokkrum jarðvistum. „Ég veit að ég var eitt sinn indíáni og einnig háfættur Afríkunegri sem dansaði með spjót. Þá var ég breskur aðalsmaður á síðustu öld, mjög fordómafullur og leið- inlegur. Ég dvaldi á Indlandi og var að reyna að kenna villi- mönnunum þar betri siði og háttu en rakst stöðugt á vegg og varð mjög beiskur. Ég kom illa fram við þá sem voru lægra sett- ir en ég drapst loks úr einhverri hitabeltissótt. Að sjálfsögðu var það karma mitt í næsta lífi að fæðast sem Indveiji og það var mun betra líf. Þarna var hlutverk mitt að uppfræða meðbræð- ur mína því ég varð að endurgjalda það karma sem ég hafði áskapað mér sem breski aðalsmaðurinn og ég mundi mitt fyrra líf en það er Indverjum eðlilegt. Dr. Jose Stevens vökumiðill hefur stað- fest þessa fyrrilífssýn fyrir mér og allt indverskt heillar mig mjög. Ég held að mun fleira fólk finni þessa tengingu við fyrri líf sín en vill viðurkenna það. Þetta er allt spurningin um val,“ segir hann. „Fyrir mér er endurholdgun jafn- sjálfsögð og lífið en mér er enginn akkur í að sanna það fyrir einum eða neinum. Michael leggur einmitt áherslu á það við okkur sem til þessa afls höfum leitað að vera ekki of auðtrúa. Mitt markmið með þessu öllu er að þroska mig til að hjálpa öðrum. Ég er að þroska minn innsta sál- arkjarna og glíma við þær grunnpersónu- eigindir sem ég valdi sjálfur áður en ég fæddist. Ég veit að dauðinn bíður mín eins og allra. Dauðinn er takmarkið því hann markar upphaf að nýju lífi, nýju skeiði hinnar endalausu þroskagöngu sálarinnar sem er að leita Ijóssins." □ / Við erum svo blind,“ segir Guð- rún Bergmann og á við þá for- dóma sem ríkja í garð dulspek- innar. „Það sem við sjáum ekki en aðrir skynja erum við ekki tilbúin að viður- kenna þótt vitað sé að sjónsvið okkar er óskaplega takmarkað.“ Hún rekur versl- unina Betra líf á Laugaveginum, er tveggja barna móðir og eiginkona hins þekkta kaupsýslumanns Guðlaugs Berg- mann en saman hafa þau hjónin verið á kafi í dulspeki og stjörnuspeki um langt árabil. Guðrún er í hópi þeirra sem eru að leita nýrrar aldar. Hún byrjaði á stjörnu- spekinni, fór síðan af auknum krafti að leita í dulspekina og segist vera að ná jafnvægi sem hún hafi aldrei þekkt áður. „Ég er að verða fertug og mér hefur aldrei liðið betur. Ég hef alltaf trúað á Guð og finnst leiður sá misskilningur sem upp hefur komið að ég sé að boða einhverja nýja trú með því að selja fólki steina. Því fer fjarri. Steinar gefa frá sér orku og ljós en þeir eru eingöngu hjálp- artæki eins og aðrir orkugjafar. Ég nýt sólarljóssins en ég trúi ekki á sólina fremur en steinana. Líkami minn fær D- vítamín úr sólargeislum en ef ég er of lengi í sólinni þá brenn ég.“ A heimili þeirra Guðrúnar og Guð- laugs Bergmann eru steinar en þar eru líka krossar og alls konar helgitákn. Þau búa á Seltjarnarnesi ásamt tveimur son- um sínum og litlum labradorhvolpi sem þau eru nýbúin að fá. „Ég spurði konuna sem seldi okkur þessa litlu tík klukkan hvað hún hefði fæðst. Konan hélt ég væri léttgeggjuð en gaf mér samt upp fæðingarstundina og ég gerði stjörnukort fyrir hana. Ég vildi kynna mér skapgerð hennar áður en ég keypti hana og komst meðal annars að því að hún er pínulítil frekjudós.“ Þau eru dugleg að gera stjörnukort, ráða ekki fólk í vinnu án þess að kanna afstöðu stjarna við fæð- ingu þess og segjast mun betur undirbúin að umgangast fólk þekkjandi afstöðurnar á korti þess. Stjörnuspeki hafði heillað okkar um tíma þegar við heyrð- um eitt sinn í Gunnlaugi Guð- mundssyni stjörnuspekingi í út- varpsþætti um þessi mál. Það var árið 1983 og hann var spurð- ur að því hvernig vog og sporð- dreki pössuðu saman. Illa, svar- aði hann og Gulli sagði við mig að þetta gæti náttúrlega ekki passað þar sem við hjónin erum sporðdreki og vog. Seinna áttuð- um við okkur á því að Gulli Guðmunds hefur horn í síðu sporðdreka. Við höfðum sam- band við Gunnlaug og fórum á stjörnuspekinámskeið og fannst leikandi létt að komast inn í þessi mál enda líklegt að við höfum eitthvað fengist við þetta áður. Við urðum fljótt sammála um það að við þyrftum að koma Gunnlaugi Guðmundssyni á framfæri en þá vann hann við að gera stjörnukort heima hjá sér. Við báðum hann að stofna með okkur fyrirtæki þar sem við legðum til stofnfé en hann þekkinguna. Það varð úr. Hann fór til Énglands og kynnti sér tölvuvæðingu í þessu sam- bandi og fljótlega eftir það var Stjörnu- spekimiðstöðin komin á laggirnar.“ Eftir stjörnunum að dæma, segir Guð- rún, eru afstöðurnar slíkar nú að mikil umrót eru í heiminum. „Satúrnus, Uran- us og Neptúnus eru í samstöðu í Stein- geit en hún er táknræn fyrir kerfið. Alls staðar eru kerfi að hrynja. Satúrnus er tákn samtryggingar en Uranus byltingar og Neptúnus hugsjóna. Þessi stjarnfræði- lega afstaða var síðast ríkjandi fyrir um 170 árum. Þessar miklu umbreytingar sem fylgja nýöldinni gera það að verkum að fólk er mjög leitandi. Það eru margar leiðir til Guðs en ég vil orða það svo að hann hafi gefið okkur öllum neista sem við höfum allt of lengi kæft í efnishyggju. Það er þessi neisti sem fólk er að leita að núna, í sjálfu sér, og vill gera að báli.“ Henni finnst viðbrögð kirkjunnar við þessari dulspeki og sjálfsleit endurspegla framhald á bls. 92 Guðrún Bergmann segir að samkvæmt afstöðu stjarnanna séu mikil umrót í heiminum. HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.