Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 49

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 49
þýski kommúnistaflokkur- inn. Sem pólitískur kenn- ingasmiður lagði Rósa Lux- emburg áherslu á mannúð- legan marxisma og byltingarsinnaðar fjölda- hreyfingar til að koma á al- þjóðlegum sósíalisma. Rósa Luxemburg var myrt í upp- þotum Spartakusbandalags- ins í janúar 1919. Hún var yngst fimm barna fremur fátækra gyðingafor- eldra. Hún sýndi merki rót- tækni strax á unglingsárum en eins og margir gyðingar fæddir í Rússlandi átti hún yfir höfði sér möguleikann á fangavist og flutti til Zurich 1889 þar sem hún nam lög og þjóðhagfræði. Hún lauk doktorsprófi tíu árum síðar og gerðist þá virk í alþjóða- hreyfingu sósíalista og kynnt- ist ýmsum forkólfum þar. Ásamt Leo Jogiches, síðar elskhuga sínum og nánum vini, setti hún sig upp á móti rússneskum og pólskum sós- íalistum sem henni fannst of hliðhollir sjálfstæði Póllands. l’jóðernishyggja var eitur í beinum Rósu Luxemburg þar sem hún aðhylltist alþjóðleg- an sósíalisma. Lenín og hún deildu um þessa hluti en hann var hlynntur sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða. Rósa giftist Þjóðverja til að geta orðið þýskur ríkisborg- ari. Hún hafði enga trú á þingræði, verkalýðsfélögum eða hægfara umbótum og sá byltinguna sem einu leiðina að markmiðinu. Hún leit á allsherjar verkföll sem sterk- asta vopnið í stéttabaráttunni og fyrsta stig byltingarinnar. Hún var fangelsuð í Varsjá fyrir þátttöku sína í uppþot- um og leyst úr haldi tveimur árum síðar. Hún var tekin af lífi í Þýskalandi af gagnbylt- ingaröflum árið 1919. fleiri ástæðum en þessum tapaði Madison meginhluta land- areigna sinna. Allt fram á síðustu æviárin hélt hann áfram að skrifa þjóð sinni bréf þar sem hann andæfði afnámi þrælahalds og hugsanlegri úrsögn Suðurríkjanna úr ríkja- sambandinu. Af mörgum er James Madison álitinn einn mesti stjórnskörungur Bandaríkjanna á eftir George Washington. Lúðvík (XVII), eða Lúðvík Karl hertogi af Normandí fæddist í Ver- sölum þann 27. mars 1785 og dó aðeins tíu ára gamall í París. Hann var næstelsti sonur Lúðvíks XVI og drottningar hans Maríu Antoinettu. Kon- ungssinnar gerðu tilkall til þess að Lúðvík litli erfði krúnuna eftir bylt- inguna en eldri bróðir hans, Lúðvík Jósep, dó skömmu eft- ir að byltingin braust út í júní 1789. Þegar konunginum var steypt af stóli í almennri uppreisn í ágúst 1792 var Lúðvík litli hnepptur í fangelsi ásamt öðrum meðlimum konungs- fjölskyldunnar. Þegar faðir hans var hálshöggvinn í janúar 1793 gerðu aðalsmenn í útlegð kröfu til þess að Lúðvík Karl erfði krúnuna. Frakkar áttu í stríði við Austurríki og Prússland og var Lúðvík litli notaður sem tálbeita í viðræð- um byitingarstjórnarinnar og óvina hennar. í júlí 1793 var Lúðvík 'tekinn af móður sinni og settur í vörslu skósmiðs. María Antoinetta var hálshöggvin í október 1793 og nokkr- um mánuðum síðar var Lúðvík litli aftur settur í fangelsi. Þar bjó hann við þrengingar og vosbúð með þeim afleið- ingum að heilsu hans hrakaði og hann dó 8. júní 1795. Dauði hans varð konungssinnum mikið áfall en þeir voru þá farnir að styrkja sig í sessi. Eftir dauða hans fóru sögu- sagnir á kreik um að hann hefði flúið land en ekki dáið. Aðrir sögðu að honum hefði verið byrlað eitur. Áratugina á eftir komu 30 manns fram á sjónarsviðið sem þóttust vera hinn látni erfðaprins. Erfðaprinsinn Halldóra Rafnar TIL SIGURS! Krabbameinsfélag íslands mun efna til fjársöfnunar dagana 31. mars og 1. apríl um land allt undir yfir- skriftinni: Til sigurs! Þjóðarátak gegn krabba- meini. Halldóra Rafnar sem er í forsvari fyrir átakinu segir að Krabbameinsfélagið hafi tvisvar áður leitað eftir stuðningi þjóðarinnar með þessum hætti og verið vel tekið. Árið 1982 var fénu varið til kaupa á húsinu Skógarhlíð 8 sem kom sérstaklega til góða Leitarstöð að legháls- og brjósta- krabbameini. Þjóðarátakið 1986 gerði félaginu meðal ann- ars kleift að kaupa brjóstmyndatæki og hefja þar með skipulega leit að brjóstakrabbameini, en það er lang- algengasta krabbamein íslenskra kvenna og hefur tíðni þess aukist á undanförnum árum. Árlega greinast tæplega níu hundruð krabbameinstilfelli á íslandi og hefur þeim fjölgað um eitt prósent að meðal- tali undanfarin ár. „Flestir vísindamenn eru sammála um að orsaka meirihluta krabbameina sé að leita í umhverfi mannsins, lífsháttum og neysluvenjum," segir Halldóra Rafnar. Stuðningur við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra hefur verið ríkur þáttur í starfsemi Krabbameinsfé- lagsins og fimm stuðningshópar starfa nú sem aðildarfélög Krabbameinsfélags íslands: Samhjálp kvenna, sem hafa fengið brjóstakrabbamein, Styrkur, samtök sjúklinga og aðstandenda, Samhjálp foreldra, Stómasamtök íslands, samtök krabbameinssjúklinga með tilbúna þarfaganga og Ný rödd, samtök krabbameinssjúklinga er barkakýlið hef- ur verið tekið úr. í sókninni gegn krabbameini hefur Krabbameinsfélagið sent frá sér svokölluð tíu heilsuboðorð, sem eiga að minnka líkur á krabbameini. 1. Reykjum ekki og forðumst reyk frá öðrum. Notum ekki neftóbak eða munntóbak. 2. Takmörkum neyslu áfengra drykkja. 3. Vörumst óhófleg sólböð. 4. Fylgjum leiðbeiningum um meðferð kemískra efna. 5. Borðum mikið af grœnmeti, ávöxtum og trefjaríkri fæðu. 6. Drögum úr fituneyslu og forðumst offitu. 7. Leitum læknis ef við finnum hnút eða þykkildi, ef fœð- ingarblettur stœkkar, breytir um lit eða verður að sári, einn- ig ef okkur fer að blœða óeðlilega. 8. Leitum læknis ef við fáum þrálátan hósta, hœsi, melt- ingartruflanir eða léttumst að tilefnislausu. 9. Förum reglulega í leghálsskoðun. 10. Skoðum brjóstin mánaðarlega og förum reglulega í brjóstamyndatöku eftir fertugt. HEIMSMYND 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.