Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 94
því ráðlagt að fara ekki í leikfimi sem ég hefði þó þurft að gera til að styrkja bak- ið. Um tvítugt byrjaði ég í jóga hjá Jó- hönnu Tryggvadóttur og prófaði eftir það nánast allar tegundir af leikfimi. Nú vinn ég eftir mínu eigin kerfi sem byggir á taóæfingum sem ég lærði af bókinni um heildarkerfi kínverskra lækninga. Petta eru áreynslulausar æfingar sem opna orkubrautir líkamans og leyfa eðli- legt blóðflæði.“ Hún passar vel upp á mataræðið, drekkur afar sjaldan áfengi og þá aðeins eitt vínglas, reykir ekki en borðar kjöt og það sem hún veiðir sjálf. „Við skjótum rjúpur til matar og veiðum lax á sumrin. Indíánarnir veiddu ein- göngu sér til matar og það gerum við líka. Reyndar eru það okkar bestu stundir, þegar við erum tvö ein saman úti í náttúrunni að veiða. Þaö myndast allt öðruvísi samband á milli fólks úti í náttúrunni en í borgarlífinu. Okkar bestu vinir eru þeir sem við höfum verið með í veiðiferðum. Það hefur alltaf verið mjög náið samband á milli okkar Gulla enda held ég að þetta sé ekki fyrsta jarð- vistin þar sem við erum saman. Hér áður fyrr kom það fyrir að ég öskraði bæði á hann og strákana þegar ég hafði spennt bogann of hátt. Eftir að ég breytti um lífstfl og hugarfar hefur allt hitt breyst í kjölfarið. Allt sem hendir mig er á mína ábyrgð. Því trúi ég staðfastlega og beiti allri minni orku í að hugsa jákvætt og það hefur áhrif á viðmót annarra til mín. Líf mitt núna gengur út á það að teygja mig eftir hinni óendanlegu orku sem er í alheiminum. Það eru engin takmörk fyr- ir krafti almættisins en það er undir okk- ur sjálfum komið hvort við opnum eða lokum á þennan kraft.“ □ Læknar..._______________________ framhald af bls. 33 né niður og höfum haft að minnsta kosti tvo sjúklinga hérna sem eru yfir áttrætt og einn er hjá okkur núna á níræðisaldri og er einn af okkar albestu sjúklingum, stendur sig vel í sinni meðferð og sér um hana að miklu leyti sjálfur og nýtur lífs- ins. Og hann nýtur þess að mörgu leyti betur en margir þeir, sem eru áratugum yngri og stálhraustir. Hér á landi eru ákvarðanir um þetta lagðar á vald lækna, stjórnvöld hafa ekki sett um það fyrir- mæli eða reglur, sem taki mið af hvað þau telja sig hafa ráð á, enda væri það ómannúðlegt og ég vona að íslendingar lendi aldrei í þeim ógöngum. En auðvitað eru þau bráðatilfelli erf- iðust viðfangs, þegar við þekkjum ekkert til fyrri sögu sjúklingsins. Sem dæmi get ég nefnt rúmlega sextuga konu, sem hafði haft slæma gigt og of háan blóð- þrýsting og verið á lyfjum vegna beggja þessara vandamála. Hún hafði verið slæm um tíma og tekið mikið af verkja- lyfjum ofan á sinn venjulega skammt og fékk svo ofan í þetta einhverja mjög slæma sýkingu, sem leiddi til þess að hún kom meðvitundarlaus inn á spítalann. Hún reyndist vera með skerta lifrarstarf- semi og þurfti fljótlega að fara í aðgerð. Upp úr aðgerðinni kom í ljós að nýrun voru að gefa sig og hún er orðin háð öndunarvél og þar að auki meðvitundar- laus. Hún er flutt hingað til okkar og við meðhöndlum hana í gervinýra í töluvert langan tíma. Lifrarsjúkdómur hennar jafnaði sig smám saman en hún fékk annað áfall, þannig að þegar hún var laus úr gervinýranu þurfti hún eftir dálít- inn tíma aftur á því að halda. Meðvit- undarlaus var hún í nánast tvo mánuði. en losnaði úr öndunarvélinni á um það bil tveimur vikum. Það sem var óþægi- legast þarna var hvað hún var lengi með- vitundarlaus. A þessu tímabili var samt aldrei neinn vafi á hvort ætti að með- höndla hana. Vitað var að hennar vandamál stafaði af einhverri blöndu lyfjaáhrifa og sýkingar, en líkurnar á að hún mundi ná sér hvað snerti lifrar- og nýrnastarfsemi voru háar, því að tilfellið er með eitranir að þær ganga oft og tíð- um auðveldlegar til baka en önnur vandamál. Hitt var vafasamara hversu mikla heilastarfsemi hún mundi hafa, ef og þegar hún vaknaði, og ég var mikið búinn að ræða það við aðstandendur. Þessi kona vaknaði svo og virðist nú hafa náð sér fullkomlega andlega eftir þetta áfall. Hennar vandamál í dag er áfram gigtin. það er það sem háir henni og hún er í dag komin á örorku, en við vonumst til þess að geta bætt það einnig á næst- unni og hún er bara hin ánægðasta. Þetta er dæmi um það að þó mörg líffærakerfi gefi sig nálega samtímis fer því fjarri að allt sé búið. Og að þrátt fyrir langt með- vitundarleysi þarf ekki að vera að sjúkl- ingurinn þurfi að koma út úr því með skerta andlega hæfileika. Anr.að dæmi sem sýnir hve vafasamt er að setja fastar reglur. Það varðar stúlku sem fæðist með nýrnasjúkdóm, sem uppgötvast mjög fljótlega, því að hún er með of háan blóðþrýsting. Hún er ekki nema sex mánaða þegar hún er lögð inn á spítalann með krampa og meðvitundarlaus og nýru hennar alger- lega hætt að starfa og lendir í gervi- nýrnameðferð. Hún er hér í meðferð í eitt og hálf ár og á þeim tíma stöðvaðist hjarta hennar og hún fór í öndunarbilun oftar en einu sinni, lá vikum saman með- vitundarlaus, fékk hræðilega erfiðar sýk- ingar, bæði bakteríusýkingar, lungna- bólgu og lífhimnubólgu, og þurfti að fá sterk lyf við því sem voru nærri búin að ganga af henni dauðri. Hún hafði þetta allt saman af og tókst að koma henni í sæmilegt ástand og þegar hún var 25 til 26 mánaða fékk hún ígrætt nýra úr föður sínum og sú aðgerð tókst vel. En hún missti í raun og veru úr tvö fyrstu árin, er lægri vexti en jafnaldrar og svolítið á eftir í andlegum þroska, en hennar dæmi er í raun og veru kraftaverk. Þarna reis margoft sú spurning, hvort við ættum að hætta meðferð, bæði meðan barnið lá meðvitundarlaust með mjög lítt með- höndlanlegar sýkingar og alls konar hlið- ar- og aukaverkanir og það var nánast bara þrjóskan í mér og Hróðmari Helga- syni og stuðningur og hvatning foreldr- anna, sem gerði það að verkum að aldrei var gefist upp. Auk þess hefur stúlkan alveg gífurlegt skap og er alveg andskot- anum ákveðnari, þannig að hún hefur sennilega átt drýgstan þáttinn í þessu sjálf. En þarna stóðum við frammi fyrir þessari spurningu aftur og aftur. Við lentum til dæmis í því við Hróðmar á BONUS býðtiý belítÝ óg bclUÝ 94 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.