Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 33
Eftir aðgerðina er huggun í hiýju handtaki ástvinar. Neyðartilfelli á gjörgæsludeild Landakots. ur. „Flestir þeir sjúklingar, sem eru með- höndlaðir hér eru sjúklingar með lang- vinn vandamál, og við höfum jafnvel þekkt lengi áður en þeir koma hingað til meðferðar. Oftast lifa þeir sínu lífi utan spítalaveggjanna og koma til okkar reglulega til meðhöndlunar í blóðskiljum eða kviðskiljum, þá jafnvel mánuðum eða árum saman, þangað til að þeir fá lausn sinna mála með ígræddu nýra, ann- aðhvort úr nákomnum ættingja eða úr dánum einstaklingi gegnum líffæra- banka. Eða það fer á hinn veginn sjúkl- ingnum versnar, aðrir sjúkdómar herja á hann samtímis og það leiðir til dauða. Sem betur fer eru það oftast elstu sjúkl- ingarnir, sem þannig fer fyrir, en auðvit- að stöndum við stundum frammi fyrir erfiðum vandamálum með sjúklinga á besta aldri og jafnvel börn. En þegar slíkt gerist með sjúklinga, sem maður hefur þekkt svona lengi, þá er maður yf- irleitt orðinn gerkunnugur forsögu sjúkl- ingsins og þekkir aðstöðu hans og af- stöðu nokkuð vel. Þess eru dæmi að fólk, sem hefur verið hérna lengi hefur svo fengið slæmar sýkingar, eða verið illa á sig komið vegna kransæðastíflu eða annarra vandamála, sem leitt hefur til bráðrar uppákomu og þeir lent í öndun- arvélum eða þurft að undirgangast erfið- ar aðgerðir og ekki náð sér eftir það og þá hefur maður í samráði við sjúklinga og aðstandendur dregið úr meðferð og jafnvel hætt henni. Petta er mjög erfitt stundum vegna þess að maður hefur eng- in skýr mörk. Það er mjög erfitt að segja með fullri vissu hvar eigi að hætta, hve- nær maður getur verið þess fullviss að sjúklingurinn muni aldrei koma til með að ná sér þannig að hann geti notið lífs- ins. Bæði er erfitt að taka slíkar ákvarð- anir fyrir annan ein- stakling og líka að slá einhverju læknis- fræðilega föstu. Smám saman áttar maður sig á að það er ekki hægt að læra þetta í skóla og þetta er raunar ekki eitthvað sem verður kennt. Petta lærist aðeins með víðtækri reynslu, með því að umgangast sjúkt fólk, með því að raða saman því sem maður finnur hjá sjúklingnum, bera saman við fyrri reynslu sína og það sem rannsóknir annarra hafa leitt í ljós. Þá getur maður nálgast niðurstöðu og sagt við sjálfan sig, sjúkling og aðstand- endur, að líkurnar á bata séu svo litlar, að maður setur spilin á borðið þannig að geti komið til greina að draga úr með- ferð. Fólk er ákaflega mismunandi hvað þetta snertir og maður verður að taka til- lit til þess á allan hátt. Mjög sjaldan tek- ur læknirinn þessa ákvörðun algerlega einn, þótt það komi fyrir. Hér vinnum við saman ég og Páll Ásmundsson yfir- læknir, og við ræðum svona tilfelli mikið saman og ekki bara okkar á milli heldur berum saman bækurnar við aðra sér- fræðinga, hjúkrunarfólk og aðstandend- ur, og sjúklingana sjálfa fyrst og fremst. En þessi ákvörðun er alltaf erfið og sárs- aukafull og mikill léttir þegar hún hefur verið tekin á hvorn veginn sem er, því að það er miklu auðveldara að vinna að þessum hlutum með hreinar línur. Svo er líka spurningin hverja á að meðhöndla, hverja á að setja á svona meðferð strax í upphafi, því að um þetta eru mismunandi reglur á mismunandi stöðum. Til dæmis hafa Bretar haft regl- ur um að meðhöndla ekki yfir vissu ald- urstakmarki sem til skamms tíma var 55 ár, en er víst núna 60 ár hjá þeim. Petta gera þeir vegna þess að þeir telja það fjárhagslega ekki fýsilegt, þetta er dýr meðferð. Og óvissa um árangur eykst hratt með hærri aldri. Við höfum engin svona aldurstakmörk héma hvorki upp framhald á bls. 94 var gegnumgangandi áhersla lögð á það, að læknar tækju ákvarðanir með tilliti til bestu velferðar sjúklingsins. Ekki endi- lega að lengja líf hans, heldur taka tillit til hvernig líf það yrði, hvaða gildi það hefði fyrir sjúklinginn sjálfan og það nánasta samfélag, sem byggist kringum hvern einstakling á æviskeiði hans. Oftast er hægt að taka ákvarðanir í víðtæku samráði við aðra sérfræðinga og ættingja. Stundum kemst læknirinn ekki hjá því að taka sér ákvarðanavald, sem margir telja að sé eingöngu hlutverk guðs. En er það ekki það sem læknirinn er alltaf að gera með inngripi sínu í sköpunarverkið? Magnús Böðvarsson er fertugur, lærði lyflækningar í þrjú ár í New Britten Gen- eral Hospital í Connecicut í Bandaríkj- unum, síðan meðferð nýrnasjúkdóma á Tufts University, New England Medical Center Hospital í Boston í 2 ár og nam síðan og starfaði eitt ár á Massachusettes General Hospital, einnig í Boston með aðaláherslu á nýrnasjúkdóma barna. Hefur starfað hér á landi frá miðju ári 1986 á lyflæknisdeild Landspítalans. Giftur, fjögur böm. Pað eru engir sjúklingar á nýrnadeild Landspítalans, þegar komið er þangað inn á sunnudegi. Magnús Böðvarsson hefur samþykkt að veita viðtal í frítíma sínum. enda gaf ekki vegna skafrennings í Bláfjöllin, eins og hann var búinn að lofa börnunum. En þarna blasa við tæki og tól í tugatali, gervinýru eða blóðskilj- HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.