Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 29
sjúklingnum haus né sporð. „Lækning" hans gefur sjúklingnum ekki aftur heils- una. heldur framlengir þjáningu hans og kvöl og verður þess kannski valdandi að hann hverfur úr þessum heimi viljalaus og meðvitundarlaus, þræddur leiðslum og leggjum um öll op líkamans. Sjúkling- urinn getur ekki kvatt með fullri reisn og endurminningar aðstandenda um síðustu hérvistardaga hans verða sárar, óþægi- legar og niðurlægjandi. Þessi vandi vex stöðugt með auknum tækniframförum og fram hjá honum verður ekki sneitt: Möguleikar okkar á því að halda hverjum líffræðilegum þætti fyrir sig í eðlilegu ásigkomulagi aukast stöðugt, en við verðum alltaf að skoða hvaða tilgangi það þjóni fyrir líf einstakl- ingsins sem heild og tilveru hans í hópi þeirra ástvina og samferðamanna, sem honum hafa tengst um æviskeiðið. Hin latnesku einkunnarorð kvikmynd- arinnar. „Bekkjarklíkan" sem er verið að sýna hérna þessa dagana lýsa þessu vel: Carpe diem, gríptu daginn og þá ekki síður ef við látum niðurlag tilvitn- unarinnar í Hóras fylgja með: quam min- imum credula postero, því að þú skalt sem minnsta trú hafa á morgundeginum, vegna þess hvað hann er óviss. Það er þetta sem er lykillinn að allri líkn: Að gera hverja stund eins góða og hún getur orðið - og í raun og veru er þetta, eins og vel kom fram í myndinni, lykillinn að lífinu sjálfu. Sigurður hefur undanfarin ár unnið mikið með krabbameinssjúklingum að því að auðvelda þeim að horfast í augu við dauðann, nálægan eða fjarlægan, lifa lífinu svo lengi sem það hefur tilgang fyr- ir sjúklinginn og aðra, og deyja í sínu eðlilega umhverfi án innlagnar á stofnun, ef unnt er. Ég hef kannski haft meiri áhuga á einmitt þessu en margir starfsbræður mínir. Kannski er þetta mín aðferð til að yfirvinna minn eigin ótta við dauð- ann, sem ég á sam- eiginlegan með öll- um öðrum einstakl- ingum. Mér finnst mjög merkilegt hvernig jafn náttúr- legt fyrirbæri og dauðinn er, það eina örugga, sem fyrir öllum á að liggja, að því skuli af samfélaginu ýtt inn á stofn- anir, alveg eins og upphafi lífsins fæðing- unni er ýtt þangað inn. Þannig verður þessi óskiljanlegi, unaðslegi, og stundum hræðilegi upphaf og endir lífsins fólki framandi og enginn hefur lengur tíma til að velta fyrir sér raunverulegum tilgangi lífsins, sem er að viðhalda sér, fjölga sér og deyja. Röksemdin fyrir þessu er auð- vitað sú að einungis þar sé allt hægt að gera sem í mannlegum mætti stendur til að nýkviknað líf haldi velli og slokkn- andi lífi sé við haldið með öllum tiltæk- um ráðum. En menn hugsa oft ekki út í, hvort ekki sé of mikið hægt að gera inni á þessum stofnunum, þar sem andrúms- loftið er gjarnan þrungið þeirri hugmynd að viðhalda lífi, án tillits til þess hvernig líf það er, öll hugsun snýst um magn en ekki gæði. Það er þarna sem hættan er á að líknin verði út- undan hjá þeim, sem binda huga sinn við að lækna sjúk- dóma, nærgætnin gagnvart lífinu, upp- hafi þess og endi. Auðvitað verða margir til að mót- mæla þessu, því að það þarf umbyltingu hugarfarsins í þá átt að líknin sé tekin fram yfir líf með þraut og þjáningu. Gæti eitthvað svipað átt sér stað hér eins og í Bandaríkjunum, að aðstandend- ur þurfi að leita til dómstóla til að fá sjúkling á besta aldri, sem ekki hefur komið til sjálfs sín um sex ára skeið, tek- inn úr sambandi við lífgjafarvélar, sem halda í honum lífi án meðvitundar? Mér finnst það afar ólíklegt en ekki útilokað. Samfélagið hér er eins og Augnablikshvíld eftir erfiöa HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.