Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 31

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 31
ekki nærri alltaf fullt,“ segir Þorsteinn Svörfuður, „Á gjörgæslu verður alltaf að vera pláss fyrir einn í viðhót." Við göng- um um deildina, alls staðar blasa við tæki, öndunarvélar. blóðþrýstingsmælar, sem mæla blóðþrýsting í kúrvu og með tölum, leggir eru þræddir í slagæðar eða litlu blóðrás, lyfja- og næringarvökva- skammtarar með leiðslum um munn og nef og nákvæmari en nokkrir dropatelj- arar, súrefnismettunarmælar, þræddir undir nögl á fingri, standar með tæki fyr- ir þvagútskilnað og gagnsæja plastpoka. Þrír sjúklingar hafa verið útskrifaðir í morgun og aðrir eru væntanlegir síðdeg- is. Eini sjúklingurinn, sem er á deildinni þennan dag liggur sofandi eða meðvit- undarlaus, tengdur við öll þessi apparöt með leggjum, slöngum og þráðum, minnir helst á millistykki í einhverju meistaraverki pípulagningarmanns og rafvirkja. En enn er þetta manneskja, lif- andi hold og blóð, sem á sér sínar vænt- ingar, tengist öðrum manneskjum til- finningaböndum ástar og væntumþykju, snar þáttur í lífi fjölskyldu. ættingja og vina. Lífið blaktir á þræði. Vélar og tæki hafa orðið að taka við mestallri líkams- starfseminni. Fyrir daga tækninnar hefði þessi sjúklingur dáið löngu áður en hing- að er komið. Enn er það svo að í flestum tilfellum hefur sjúk- dómurinn sinn eðli- lega og náttúrlega framgang, sem lykt- ar með bata ellegar líffæri gefa sig, svo að tækniundur mannsins fá ekki við ráðið og dauðinn bindur enda á líf þessa einstaklings. En stundum standa læknarnir frammi fyrir erfiðu vali. Tæknilega geta þeir haldið líkamsstarf- semi gangandi, en hljóta að spyrja sjálfa sig „Til hvers?“ „Það er ekki oft, sem slík spurning kem- ur upp,“ segir Þorsteinn Svörfuður, „kannski svona tíu sinnum á ári. Oftast blasir svarið við, en stundum er þetta flókin og erfið ákvörðun, sem þó verður ekki undan vikist. Grundvallarspurningin í þessu starfi er að við erum að leitast við að lækna fólk fyrir það sjálft, en ekki fyrir okkur lækn- ana eða ættingja sjúklingsins, þó að oft- ast fari þetta saman. Við erum aðilar að margs konar alþjóðlegum mannréttinda- yfirlýsingum, sem ganga út frá frjálsum vilja og ákvörðunarrétti einstaklingsins. Þar á meðal er réttur sjúklings til að velja sér lækni og velja eða hafna með- ferð á grundvelli fullnægjandi upplýs- inga. Mér finnst íslendingar yfirleitt skilningsríkir hvað þetta snertir og sjald- gæft að við lendum í aðstöðu eins og mýmargar sögur eru til um frá Banda- ríkjunum, þar sem ættingjar gera ágrein- ing um meðferð og leita til dómstóla til að skera úr. Kannski eru fjölskyldu- tengslin hér öðruvísi, lífssýn okkar og menntun önnur og viðhorf okkar til dauðans frábrugðið: Við eigum auðveld- ara með að sætta okkur við endalokin fremur en skert líf. tilvist sem ekki færir sjúklingnum eða umhverfi hans neina ánægju eða lífsnautn. Elér þurfum við yfirleitt ekki að taka neinar skyndiákvarðanir um að hafna meðferð, draga úr meðferð eða hætta meðferð, eins og gerist þar sem fengist er við slys eins og sköddun á heila eða mænu. Af og til fáum við þó slysa- eða sjúkdómstilfelli, sem ekki er gott að segja um hvaða stefnu muni taka. Sjúkl- ingurinn vaknar ekki til meðvitundar og grunur er á um heilasköddun. Þá er vendilega kannað hvort um heiladauða er að ræða. Samkvæmt lögum margra nágrannalanda er sjúklingurinn látinn þegar svo er komið, enda þótt hægt sé að halda uppi annarri líffærastarfsemi með tæknilegum hætti, svo sem hjart- slætti, öndun. nýrnastarfsemi, gefa nær- ingu í æð og veita úrgangsefnum burt gegnum pípur. Hér á landi vantar lög um heiladauða: Maðurinn er í raun hættur Sigurður Árnason krabbameinslæknir á leið í vitjun. meinið hafði breiðst út, meðal annars í lifrina, þannig að hvorki skurður né geislameðferð gat komið að gagni. „Ég var svo heppin með mína rannsókn að mér var sagt ósköp blátt áfram hvað væri hægt að gera og hvað ekki. Eg þekki töluvert til þessa sjúkdóms, hann hefur verið ættlægur í minni ætt, og ég er búin að sjá á bak mörgum mínum nán- ustu úr honum. Ég þekki því vel hvað meðferð getur verið erfið og hafnaði henni þótt hún stæði til boða. Hjúkrun- arfræðingur á spítalanum kynnti mér starfsemi Heima- hlynningar og ég var strax mjög hrifin af hugmyndinni og ákvað að notfæra mér þessa þjónustu þegar ég kæmi heim. Raunar kynntist ég um- hyggju þeirra strax á spítalan- um því að heimför minni seinkaði svolítið og þá var strax haft samband við mig þar. Eg er raunar svo heppin að búa við mjög góðar heim- ilisaðstæður: allir íbúar hússins eru skyldir og tengdir og tvær systurdætur mannsins míns hér uppi eru sjúkraþjálfar og koma niður til mín á morgnana og láta mig gera æfing- ar. Samt finnst mér það stórkostleg öryggistilfinning að vita af þessu fólki í heimilishlynningunni, sem ber velferð mína fyrir brjósti, heimsækir mig tvisvar í viku, tekur blóð- þrýsting og púls og fylgist með lyfjagjöf. Auk þess er hringt í mig þrisvar í viku, þau gerþekkja sjúkrasögu mína - sem ég er sjálf raunar orðin hundleið á - og við spjöllum um heima og geima eins og gamlir kunningjar. Þau sem ég er í sambandi við. Lilja Þormar hjúkrunarfræðingur og Sigurð- ur Árnason læknir, eru yndis- legar manneskjur." Eygló er ein heima á dag- inn og er raunar óvön því að hafa svo mikinn tíma „til að snúast í kringum sjálfa mig, því að áður var ég mjög virk í starfi og áhugamálum utan heimilis." Eiginmaður hennar vinnur sem áður frameftir og sinnir sínum áhugamálum á kvöldin. „Og þannig vil ég hafa það, halda öllu í sama horfi og fyrr.“ Hún er sátt við það að þessi sjúkdómur hafi sinn gang og hefur raunar alltaf hálft í hvoru gert ráð fyrir að til þessa kynni að koma hjá henni eins og ættingjum hennar áður. Hún óskar ekki eftir vélrænni meðferð til að lengja lífið. Eftir sína reynslu vill hún hvorki leggja það á sig né aðstandendur. Eygló Viktorsdóttlr telur heimilishlynninguna ómetanlegt skref fram á við í meðferð krabbameinssjúklinga. HEIMSMYND 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.