Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 39

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 39
The WorldPaper ENGIR ÚVINIR- ENGIN VOPN hún fengi samþykki þingsins, héldu ýmsir þingmenn áfram ásökunum um að samningurinn væri afsal amerískrar tækniþekkingar til Japana sem gætu nýtt sér hana í samkeppninni um borgaraleg- Japanir beina viðskiptavit- inu að auknum vömum Búa sig undir að fylla eyðuna, sem bandarískt hervald skilur eftir sig EFTIR JEAN-PIERRE LEHMANN í Tókýó, Japan Um leið og vestrænn hervarnaiðnaður býr sig undir að smíða plóga úr sverðum sínum á nýjum tímum friðar og fjárlag- aniðurskurðar virðast Japanir stefna í gagnstæða átt. Margvísleg áhrifaöfl virð- ast nú hníga að einum ósi til að knýja japanskan iðnað til hátæknirannsókna í tengslum við hervarnir og þróun og framleiðslu hergagna. Japan stígur nú .. fram á sjónarsviðið sem efnahagslegt risaveldi á heimsmælikvarða. Því fylgir vaxandi tilfinning fyrir samábyrgð á örlögum heimsins og nauðsynin á að hafa getu til að verja viðskiptahagsmuni sína og flutningaleiðir vegur æ þyngra á metunum - sérstaklega þar sem fyrirsjá- anlega mun draga úr hernaðarmætti Bandaríkjanna á Asíu- og Kyrrahafs- svæðinu. Þessa þróun verður einnig að skoða í ljósi áframhaldandi óstöðug- leika, Kína eftir Tiananmen blóðbaðið, púðurtunnuna á Kóreuskaganum, end- urteknar uppreisnir á Filippseyjum, ólgu í Indókína og Burma og víðar. Þessi utanaðkomandi öfl falla saman við þá almennu samstöðu, sem orðið hefur niðurstaða FSX-deilunnar (Fig- hter Support Experimental) hjá jap- önskum stjórnvöldum og kaupsýslu- höldum, að kominn sé tími til að stefna hratt til meira sjálfræðis í hernaðar- tæknilegum efnum. Þegar Japan hóf fyrst umræður snemma á árinu 1986 um hönnun og smíði eigin herþotu, FSX, mótmælti Bandaríkjaþing og bar fyrir sig vaxandi halla í viðskiptum landanna. Að lokum féllst Japan á „samþróunaráætlun“, þannig að FSX yrði byggð á US F-16, með tæknilegum lagfæringum Japana, enda gengju 40 prósent þróunarvinn- unnar til bandaríska framleiðandans, General Dynamics Corporation. Það kaldhæðnislega við þetta er að eftir að tillagan hafði verið sett fram, og þótt Dr. Jean Pierre Lehmann er forstjóri Inter- Matrix Japan, alþjóðlegs ráðgjafar fyrirtækis í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. fyrirtæki hafa þegar aukið fjárfestingar sínar í hergagnaframleiðslu og ný fyrir- tæki sjá sér leik á borði að demba sér í kapphlaupið, sérstaklega á tæknisvið- um, sem eru hernaðarleg og borgaraleg í senn, eins og þróun nýrra efna og tæknitóla. Með þessu er þó ekki þar með sagt að japanskir skriðdrekar muni renna af færiböndunum með sama hraða og Toyoturnar, eða að japanskar orrustu- flugvélar muni gera ameríska og evr- ópska framleiðendur að iðnaðarlegum fornleifafræðingum. Og það er nokkurn veginn víst að innan fyrirsjáanlegs tíma ar flugsamgöngur. Aftur á móti kom fram urgur í Japan yfir aðgangi Banda- ríkjamanna að þeirra eigin tækni. Aðilar náðu loks samkomulagi um helstu atriði þessarar deilu í síðasta mánuði og nú er reiknað með að verkefninu verði haldið fram eins og til stóð. Svo að talað sé hreint út, þá hefur FSX-málið - ásamt því að Bandaríkja- þing lýsti Japani ósanngjarna viðskipta- aðila og hellti þannig olíu á eld „Japans- níðsins“ í Bandaríkjunum - hleypt nýj- um æsingi í umræðurnar í Japan um hversu ábyggilegur bandamaður Banda- ríkin séu. Litið er á hervarnirnar sem svið sem fært geti iðnaðinum aukagetu (það er, tækni í varnargeiranum sé hægt að yfir- færa til borgaralega framleiðslugeirans). Hefðbundnir vopnaframleiðendur, þungaiðnaðurinn og stærri rafeindaiðn- muni Japanir ekki leita inngöngu í kjarnorkuklúbbinn. Hins vegar er lík- legt að smám saman verði aflétt því vopnasölubanni, sem Japanir settu á sjálfa sig. Einnig að slíkar japanskar stjórnunareigindir eins og strangt gæða- eftirlit, stundvís afgreiðsla, samráð og samvinna milli stjórnar og starfsliðs og fjárfestingaráætlanir sem taka af við- skiptalegum hagnaði langt fram í tím- ann, eigi eftir að auka samkeppnishæfni sína enn í þjónustu hervarnaiðnaðarins. Kraftmikill japanskur hergagnaiðnað- ur á tíunda áratugnum virðist óumflýj- anlegur. Hvort hann tekur á sig form skefjalausrar viðskiptasamkeppni eða tæknilegrar og iðnaðarlegrar samvinnu veltur áreiðanlega eins mikið ef ekki meira á stefnu vestrænna stjórnvalda og iðnaðarsamsteypa og á Japönum sjálf- um.# Flugtak til verndar fjarfestingum fjarri fósturjarðar ströndum . . . HEIMSMYND 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.