Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 80

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 80
allan daginn í herberginu, sem jafnframt er stofan hennar og eldhúsið. Situr og starir í tómið og fyrirverður sig fyrir sjálfa sig. „Þú getur ekki haft viðtal við mig,“ segir hún, „það hefur enginn áhuga á að lesa svona væl. Enda er mér engin vorkunn. Það eru margir sem hafa það verra.“ Og hún er ófáanleg til að láta hafa meira eftir sér. Sjálfsvirðingin er engin og hún getur ekki ímyndað sér að nokkuð það sem hún hafi frá að segja sé svo merkilegt að það eigi erindi í blöðin. „Ég hef þó ekki fyrir öðrum en sjálfri mér að sjá,“ segir hún, „hugsaðu þér þá sem eiga að framfleyta fjölskyldu af þessum bótum.“ AÐ VERA Á SÓSÍALNUM „Mér kemur ekki til hugar að fara út að vinna á meðan ég get fengið þessa að- stoð,“ segir einstæð þriggja barna móðir í Breiðholtinu sem gafst upp á baslinu í haust og flúði á náð- ir Félagsmálstofnun- ar. „Ég var að vinna við skúringar og fékk fimmtíu og tvö þúsund krónur í laun á mánuði. Af því þurfti ég að borga tæpar tuttugu og fjögur þúsund krónur í barnapöss- un. Meðlagið og mæðralaunin eru þrjátíu og átta þús- und á mánuði og ég borga fjörutíu þús- und í húsaleigu. Núna fæ ég fimm- tíu þúsund á mánuði frá Félagsmálastofn- un og auk þess um átta þúsund krónur á viku um stundarsakir vegna mikilla skulda. Með meðlaginu og mæðralaun- unum gera þetta um hundrað og tuttugu þúsund á mánuði og ég hef aldrei haft það betra, þessi fjögur ár sem ég hef ver- ið einstæð. Ég hef ekkert samviskubit. Það hlýtur að vera betra fyrir þjóðfélagið að borga mér þetta, heldur en að reka allar þessar stofnanir fyrir börnin til að mæðurnar geti þrælað sér út á vinnu. Mér finnst ég skulda börnunum mínum að vera með þeim. Það er búinn að vera mikill flækingur á okkur og yngsti strák- urinn minn sem er fjögurra ára er orðinn á eftir í þroska. En því miður fæ ég þessa fjárveitingu ekki samþykkta nema til tveggja mánaða í senn svo þessu fylgir eilíf óvissa um framtíðina. En er á með- an er og ég ætla bara að njóta þess.“ UMHYGGJAN FYRIR ÖLDRUÐUM Flann er fátæklegur er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar gamli maðurinn opnar fyrir mér. Fötin eru gömul og slit- in, en hrein og snyrtileg. Hann fer hjá sér þegar hann býður mér inn í herberg- ið sitt. Þar er einn dívan, borð og stóll og nokkrir pappakassar. „Ég hef ekki kom- ist til að taka til nýlega,“ segir hann vandræðalegur. Ég veit að ástæðan er ekki tímaskortur, því gamli maðurinn er sjötíu og tveggja ára, hættur að vinna og lifir á ellilífeyri, tekjutryggingu og heim- ilisuppbót frá Tryggingastofnun, samtals þrjátíu og átta þúsund krónum. Hann segist hafa það ágætt, herbergið leigir hann á tíu þúsund á mánuði og er ekki þurftafrekur í mat. „Ég fæ nú líka oft að borða hjá einni vinkonu minni sem líka er ein,“ segir hann þegar ég inni hann eftir því hvernig gangi að láta endana ná saman. „Þetta gengur alveg,“ segir hann, „og meðan ég get ekki neitað mér um neftóbakið hef ég nú lítinn rétt til að rífast út af verðlaginu á matvörunni." Hann kvartar ekki yfir neinu nema einsemdinni og athafnaleysinu. Ekki vanur því að hafa mikið umleikis fjár- hagslega og mundi sennilega ekki einu sinni vita hvernig hann ætti að koma „Verst er hversu lítið ég get veitt börnunum.“ E ■ ^ignist einstæður öryrki barn er hann sviptur heimilis- uppbótinni því þá býr hann ekki lengur einn. meiri peningum í lóg. Samt hlýtur þetta líf að vera hálfömurlegt. En hann yppir öxlum og vill sem minnst um það tala. „Ég er þakklátur fyrir að fá þessar bæt- ur,“ segir hann. Ég er einstæðingur og mundi eiga erfitt uppdráttar ef þær kæmu ekki til. Ég reyni að finna mér eitthvað til dundurs á daginn, en það er verst hvað ég er orðinn ónýtur í augun- um. ég á orðið svo erfitt með að lesa.“ Hann verst allra frétta um það hvað hann hafi í matinn „Bara svona sitt lítið af hverju,“ segir hann. Ég hef ekki að- stöðu til þess að elda eins og þú sérð, enda er ég ekki sterkur á því svellinu. Mest borða ég brauð og ost, það er ein- faldast, þægilegast og best.“ SEX BARNA MÓÐIR í MANNHEIMUM I stofunni er einn hornsófi, greinilega mikið notaður, gam- alt píanó og sjón- varpstæki. Annað er þar ekki. Allt er hreint og snyrtilegt og ekki að sjá að stofan sé daglega leiksvæði fimm barna. Húsmóðirin situr í sófanum. Tæplega fertug kona, brosmild og hressileg og enginn barlómur í henni þrátt fyrir það að hún er einstæð móð- ir sex barna og at- vinnulaus í þokka- bót. Þóra Bjarney Guðmundsdóttir heitir hún og börnin hennar sex eru sautján, fjórtán, ellefu og sex ára stelpur og stákarnir tveir, fimm ára tvíburar. Elsta dóttirin er raunar ekki heima sem stendur, hún fór sem skiptinemi til Astralíu nú um áramótin, en hin fimm eru hjá mömmu, sem leggur sig alla fram um að veita þeim það sem í hennar valdi stendur. Það er ekki mikið, þar sem mánaðarlegt eyðslufé fjölskyldunnar er rúmar fimmtíu þúsund krónur, en fjöl- skyldan er samhent og glaðlynd og hressileiki móðurinnar hefur greinilega erfst til barnanna. Elstu dæturnar eru viljugar að passa þau yngri og þrátt fyrir rýran fjárhag er gleðin ríkjandi tilfinning á heimilinu. Þar er hlegið að öllu og eng- inn sökkvir sér ofan í sjálfsvorkunn og leiðindi. „Ég veit ekki sjálf hvernig ég fer að þessu,“ segir Þóra, „ég tek bara einn dag fyrir í einu og reyni að hugsa ekki um heildardæmið því þá mundi ég gefast upp.“ Þóra bjó á Raufarhöfn þangað til í ágúst á síðasta ári og þar kenndi hún heimilisfræði við grunnskólann og skúr- aði auk þess á tveimur stöðum. Elsta dóttirin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri síðasta vetur og Þóra sá fram á það að alltof dýrt yrði að fjármagna skólagöngu fleiri barna þegar kaupa þarf 80 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.