Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 42

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 42
The WorldPaper EWGIR ÚVINIR - ENGIN VOPN Gárur umbóta ná til Mið-Austurlanda Spenna slaknar er risaveldi draga úr afskiptum EFTIR HESH KESTIN í Tel Avív, Israel Annað árið í röð hefur Intifadah, upp- reisn Palestínuaraba haldið ísraelska hernum uppteknum. Hvers vegna hafa þá hefðbundnir óvinir ísraels ekki búist til stríðs? Hvers vegna hafa Arafat og frelsishreyfing Palestínu opinberlega af- neitað hryðjuverkum? Og hvers vegna er Israel á hægri en ósveigjanlegri leið til sátta við Palestínumenn? í leit að svari skulum við fletta upp í sögubókum næstu aldar. Við finnum það undir „G“. Pótt afrek Mikhails Gorbatsjevs í þágu friðar í Mið-Austurlöndum hafi ekki vakið mikla eftirtekt kann svo að fara að þær verði miklu varanlegri en það lýðræði sem valdatíð hans hefur Hesh Kestin, fyrrverandi ritstjóri ísraelska dagblaðsins Pjóðin, er nú blaðamaður í Isra- el. vakið í Austur-Evrópu og verið hefur stanslaust fréttaefni í heilt ár. Til að geta komið smjöri til Moskvu og Leningrad hefur Gorbatsjev neyðst til að loka fyrir framboð af byssum til arabalandanna. Þau samsöfnuðu áhrif, sem þetta hefur haft, eru kannski ekki spennandi sjónvarpsefni, en eru komin vel á veg að gera óvirka hættulegustu tímasprengju jarðkringlunnar. PLO, sem einu sinni gat reitt sig á örlæti Sovétríkjanna, gerir ráð fyrir 42 milljón dollara halla á nýlegri fjárhags- áætlun sinni fyrir 1990; í viðbót við 70 milljónir dollara á síðasta ári. Meðan heimsmarkaðsverði á olíu er haldið inn- an skynsamlegra marka á PLO í erfið- leikum með að að fá í hendur þegar lof- aðan stuðning frá sínum arabísku bræðr- um. Þegar Arafat og umsetið lið hans þurfti á 4 milljónum dollara að halda til leigu skipa, sem flutt gætu það burt frá Beirút eftir innrás ísraela í Líbanon, var það Washington - ekki Moskva - sem borgaði reikninginn. Ferðafrelsi Sovét-Gyðinga Kannski mun aldrei verða fyllilega upplýst hvað stuðningur Bandaríkjanna við Arafat gengur langt; peningunum er veitt gegnum þriðja aðila eins og Breta- veldi og Saudi-Arabíu, sem bæði lepp- uðu Beirút skipaleigusamninginn. Þótt stuðningur Kremlarherranna við PLO hafi farið þverrandi þegar fyrir daga Perestrojku, hefur Gorbatsjev látið hann alveg hverfa. Sýrland, hinn ættleiddi - og árásaróði - arabíski sonur Moskvu, er nú í sporum munaðarleysingjans. Hernaðarmaskínur ganga fyrir reiðufé og Hafez al-Assad hefur orðið að slaka á eldsneytisgjöf- inni, sennilega meira en um þau 25 pró- sent sem hann hefur tilkynnt. Allt í einu er helsti harðlínumaður arabaheimsins farinn að ráðgast við Hosni Múbarak Egyptalandsforseta, sem Assad hefur hingað til lýst svikara fyrir aqð halda friðarsamninga Egypta og Israels- manna. Damaskus verður nú að grípa til diplómatískra aðferða til að að ná aftur yfirráðum yfir Gólanhæðum. Hin gerbreytta Austur-Evrópa vísar á bug áframhaldandi stuðningi við hryðju- verkahópa með þjálfun, vegabréfum eða sprengiefnum sem urðu 300 saklaus- um ferðamönnum að bana í Pan Am slysinu yfir Lockerbie í Skotlandi. Það er í ísrael, sem stefna Gorbat- sjevs hefur verið áhrifaríkust. Samþykki hans við útflutningi sovéskra gyðinga hefur rutt brautina til friðsamlegs sam- lífs. ísrael fær þann fjöldainnflutning sem það þarfnast til mótvægis við háa fæðingartíðni araba í landinu; PLO mun í einu eða öðru dulargervi ná að semja við Jerúsalem; Bandaríkin munu sjá verulegar framfarir á viðsjárverðasta stað heimsins (sem kemur sér vel þegar fjárveitingar Pentagons eru skornar nið- ur); og Sovétríkin fá þá vestrænu efna- hagsaðstoð sem þau svo sárlega þarfnast til uppbyggingar. ísrael er ekkert síður en arabalöndin klemmt í bóndabeygju tvíveldanna. Og það er ekkert lausatak. Til að ýta á ísra- el gaf Washington til kynna í síðasta mánuði að hluta af aðstoðinni til þess yrði ef til vill að beina til Austur-Evr- ópuríkjanna. Tillagan ein var nóg til að valda skelfingu og titringi í ísrael, sem sér fram á þörfina á milljörðum dollara til að koma fyrir gyðingum, sem innan skamms kunna að flýja upplausn og gyðingahatur í Sovétríkjunum. Israel mun þurfa á peningum að halda. Fráhvarf Gorbatsjevs frá stuðningi við harðlínumenn araba og skilningur hans á því að brottfararfrelsi Sovétgyðinga er lykillinn að bandarískri aðstoð í stórum stfl hafa þegar byrjað að breyta stað- reyndum í Miðausturlöndum. ♦ 42 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.