Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 78
n hvað sem líður samanburði
við aðrar þjóðir er það stað-
reynd að í velferðarríkinu ís-
landi eru stórir hópar fólks
sem ekki búa við mannsæm-
andi kjör á okkar mælikvarða.
Og hvers mega sín frasar eins
og jafnrétti til náms þegar afkoma heim-
ila er slík að börnin verða að fara út á
vinnumarkaðinn strax að loknu skyldu-
námi og helst fyrr til að létta undir með
foreldrunum? Hversu langt er í það með
sama áframhaldi að framhaldsmenntun
verði aftur forréttindi þeirra ríku? Er
ekki með þessari lág-
launastefnu verið að
koma á fastri stétta-
skiptingu til fram-
búðar?
ÁTTA í SÖMU
ÍBÚÐ
í þriggja her-
bergja blokkaríbúð í
Breiðholtinu býr par
á fertugsaldri með
þrjú börn konunnar
frá fyrra hjóna-
bandi. Við skulum
kalla þau Óla og
Stínu, en þau vildu
ekki fyrir nokkra
muni að rétt nöfn
þeirra kæmu fram.
Óli vinnur verka-
mannavinnu og fær
þegar best lætur sjö-
tíu þúsund í launa-
umslagið þegar búið
er að draga frá
skattana. Stína er
heima með börnin.
Hún hefur enga
menntun og á erfitt
með að fá aðra
vinnu en þá lægst
launuðu. Ef hún
færi að vinna við
þau störf sem hún á
möguleika á, skúringar
eða sem starfsstúlka á barnaheimili þá
þyrfti hún að fá dagmömmu fyrir börnin
og kaupið hennar mundi ekki duga til að
borga henni. Þau leigja þessa þriggja
herbergja blokkaríbúð á fjörutíu þúsund
á mánuði, eiga engan bíl og innanstokks-
munir eru hvorki margir né íburðarmikl-
ir. Stína fær meðlag með börnunum.
rúm tuttugu þúsund á mánuði, þannig að
eftir að húsaleigan hefur verið greidd
hefur fjölskyldan fimmtíu þúsund í ráð-
stöfunartekjur. Það gengur ekki upp og
því gripu þau til þess ráðs fyrir tveimur
mánuðum að taka inn á sig systur Stínu,
mann hennar og barn. Þau eru bæði úti-
vinnandi og borga helminginn af húsa-
leigunni, en í staðinn ætlast þau ekki ein-
ungis til þess að hafa afnot af öðru svefn-
herberginu, eldhúsinu og stofunni,
heldur hefur það komið í hlut Stínu að
vera húsmóðir fyrir allan hópinn, baka
og elda ofan í átta manns, þrífa og þvo.
Samkomulagið er ekki sem best eins og
nærri má geta þegar fjórir fullorðnir og
fjögur börn búa saman í þremur her-
bergjum. Börnin eru óánægð og sírell-
andi og sambúðin hangir á bláþræði.
Ástandið er bara tímabundið segja þau
Stína og Óli, bara á meðan systirin og
mágurinn eru að bíða eftir íbúð hjá bæn-
um. Hvernig þau ætla þá að komast af
vita þau ekki, en kannski reynir Óli að
komast á sjó, eða Stína tekur börn í dag-
gæslu. Þau eru þó ekkert mjög vongóð.
Að eignast eigið húsnæði er draumur
sem þau láta varla eftir sér að dreyma.
Það þyrfti þá helst að vera í Verka-
mannabústöðum og þau eru ekki alveg
Börnin verða taugaveikluð, samlagast illa félögunum og verða viðlöng skólasálfræðinga.
kassastörf í búð
.ún hefur ekki
keypt sér flík í tvö ár
og fæðið samanstendur
af spaghettí með
tómatsósu, hafragraut
og súrmjólk.
sátt við þá leið. Þrátt fyrir baslið finnst
þeim það niðurlægjandi að leita sér að-
stoðar eða fara inn í eitthvert félagslegt
kerfi. Þau vilja bjarga sér af eigin ramm-
leik og trúa því og treysta að á einhvern
hátt muni það takast í framtíðinni. Sú
trú fleytir þeim yfir erfiðustu hjallana.
AÐ VERA AUMINGI
Hún er þrjátíu og fimm ára og varð ör-
yrki fyrir tveimur árum. Þá var hún
nýbúin að festa kaup á lítilli risíbúð og
hafði í bjartsýniskasti látið sig dreyma
um að það dæmi gæti gengið upp, þótt
hún væri á Sóknartaxta. En örorkan setti
strik í reikninginn.
Nú mátti hún ekki
lengur vinna og
lagðist í þunglyndi
sem leiddi af sér
sjálfsmorðstilraun.
Henni var bjargað
og var eftir það í árs
meðferð á göngu-
deild geðdeildar
Borgarspítalans. En
geðmeðferð dugar
skammt þegar fram-
færsluféð er ekki
nema þrjátíu og átta
þúsund á mánuði;
fullar örorkubætur,
tekjutrygging og
heimilisuppbót. Hún
gat ekki staðið í skil-
um með afborganir
af íbúðinni og þótt
hún kyngdi stoltinu
og sækti um lán hjá
Félagsmálastofnun
var henni synjað á
þeim forsendum að
þeir lánuðu ekki fé
til eignamyndunar.
Hún fékk bankalán
með veði í húsi syst-
ur sinnar, gat ekki
staðið í skilum og
varð þess valdandi
að hús systurinnar lenti á nauðungarupp-
boði. Hún seldi íbúðina til að aflétta
veðinu, en sat eftir á götunni með tæpar
tvö hundruð þúsund krónur í skuld að
þeirri sölu lokinni. Hvernig hún á að
greiða það niður er henni hulin ráðgáta.
Hún leigir nú kjallaraherbergi í Vest-
urbænum á fimmtán þúsund krónur á
mánuði, eldar á lítilli plötu og reynir að
láta þessar tuttugu og þrjú þúsund krón-
ur sem afgangs eru hrökkva fyrir nauð-
synjum og afborgunum af láninu. Henni
finnst hún baggi á þjóðfélaginu og
skammast sín í hvert skipti sem hún þarf
að fara í strætó, því farmiðar öryrkja eru
bláir, öðruvísi en „venjulega“ fólksins og
henni finnst allir stara á sig á meðan hún
lætur miðann detta. Hún hefur ekki
keypt sér flík í tvö ár og fæðið saman-
stendur af spaghettí með tómatsósu,
hafragraut og súrmjólk. En það finnst
henni ekki það versta. Verst er að geta
ekki unnið. Að vera aumingi.
Lífslöngunin er engin. Hún situr mest-
78 HEIMSMYND