Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 17

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 17
in vébanda eru yfirleitt á yngri þroska- skeiðunum, uppfullar af ungum sálum. Sálirnar á unga skeiðinu sækjast helst eftir völdum og ná þeim. Því eru margir stjórnmálaleiðtogar sagðir á unga skeið- inu. í Sovétríkjunum er þjóðin uppfull af gömlum sálum en leiðtogarnir í gegnum tíðina hafa verið ungar sálir. Bandaríkja- menn eru flestir á seinni hluta unga skeiðsins. Þjóðir á þroskaða og gamla skeiðinu eru til dæmis íslendingar, Hol- lendingar og Svisslendingar. Það eru helst þjóðir á eldri skeiðum sem umbera hemaðarbrölt en taka ekki þátt í því og hafa annað gildismat en aðrar.“ Helga segir að það fylgi lífssýn gamall- ar sálar samkvæmt Michaelfræðunum að vilja ekki blanda sér í valdabrölt. „Gömlu sálimar eru búnar að ganga í gegnum það allt, yppta öxlum og vita að þetta veraldarvafstur er aðeins hluti af þroskanum á meðan yngri sálirnar tryll- ast, boða til stórfunda eða grípa til vopna. Þetta á jafnt við um einstaklinga sem þjóðir. Michael hefur hins vegar bent á að gamlar sálir verði núna að láta meira til sín taka þar sem heimurinn er að ganga í gegnum mikið breytinga- skeið. Hann er að færast yfir af unga skeiðinu yfir á þroskaða skeiðið og það er þörf á því að gömlu sálirnar skipti sér meira af þróun mála til dæmis með þátt- töku í stjórnmálum sem þær hafa látið liggja á milli hluta hingað til. Svo ég vitni í dr. Stevens, þá eru framundan tímar þar sem er veruleg þörf fyrir viskuna og það gildismat sem býr aðeins hjá gamalli sál.“ □ Hann er 31 árs gamall, kvæntur og á von á sínu öðru barni. Hann starfar við áfengisvarnir, hyggur á frekara nám á því sviði og fer innan skamms til Bandaríkjanna. Eins og Helga Agústsdóttir er Atli kominn á kaf í Michaelfræðin, vinnur sem leið- beinandi með Erlu Stefánsdóttur hjá samtökunum Lífssýn og er að feta sig áfram sem miðill. Hann þekkir tímana tvenna - allavega í þessari jarðvist og eftir því sem hann segir sjálfur í nokkuð mörgum fyrri jarð- vistum. Atli Bergmann er sonur Harðar Bergmann sem nýverið sendi frá sér bókina Umbúðaþjóðfélagið og bróður- sonur Árna Bergmann Þjóðviljaritstjóra. Hann var í forsvari fyrir Sniglabandinu, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, á ferð til Sovétríkjanna síðastliðið haust sem bar yfirskriftina Next Stop Soviet og mundi flokkast undir táknrænar nýaldarþreif- ingar. En þetta var friðarhreyfing ungs fólks af öllum Norðurlöndunum sem heimsóttu Sovétríkin. „Eg komst í kynni við Michael í gegn- um bækur frá kunningja mínum. Síðar kynntist ég manni sem var í beinu sam- bandi við Michael-sálnahópinn en sá hafði á fyrri tilvistarstigum verið ung sál og foreldrar hans þá eru sálir í Michael- hópnum. Sjálfur er hann orðinn mjög gömul sál en það eru margar aldir síðan síðustu Michaelsálirnar voru í jarðnesk- um líkömum. Þegar ég las fyrstu Micha- elbókina varð ég fyrir slíkum áhrifum að það var líkast þvi' og ég væri í vímu.“ Slík áhrif þekkir hann mæta vel. Hann hætti ungur í skóla og var „árum saman í rugli,“ eins og hann lýsir því sjálfur. Atli segist líta á dulspekina sem skemmtun. „Ég hef gaman af þessu en tek það ekki alvarlega. Ég trúi ekki á Michael og reyndar enga gúrúa. Ég veit að Kristur var til og var óendanleg sál rétt eins og Búdda og Lao Tse. Michael- hópurinn segir að óendanlegar sálir séu sálir á lokastigi mannlegrar tilvistar eða gæddar meira ljósmagni en nokkuð ann- að. Erla Stefánsdóttir, sem að mínu mati er ein skyggnasta kona sem til er, talar mikið um ljósmagn og ef við segjum að Islendingar séu upp til hópa gamlar sálir, þá hafa þær meira ljósmagn en yngri sál- kvæmt Michael: Bach, Eric Clapton, Leonardo Da Vinci, Albert Einstein, Dian Fossey, Bob Geldof Abraham Lincoln, Yoko Ono, Anwar Sadat, Sting, Strawinsky, Móðir Theresa, Mark Twain HAGLEIKSMENN • Christian Barnard • Mikhail Baryshnikov • Warren Beatty • Candice Bergen • Jerry Hall • Thomas Jefferson • Grace Kelly • Yoko Ono • Mozart ÞJÓNAR • Jimmy Carter • Karl Bretaprins • Alfred Hitchcock • Dalai Lama • Florence Nightingale • Albert Schweitzer • Móðir Theresa PRESTAR • Frans frá Assisi • Joan Baez • Lenín • Búdda • Díana prinsessa • Adolf Hitler • Imelda Marcos • Malcolm X • Karl Jung • Khomeini SÖGUMENN • Thomas Edison • Fred Astaire • Clark Gable • Jeff Bridges • Charles Dickens • Bill Cosby • Charlie Chaplin • Kleópatra • Ronald Reagan • Mikhael Gorbatsjev • Lee Iacocca • Franz Liszt • Frank Sinatra • Luciano Pavarotti STRÍÐSMENN • Anna prinsessa • Simone de Beauvoir • Bismark • Marlon Brando • Barbara Bush • Fidel Castro • Winston Churchill • Jane Fonda • Ernest Hemingway • Jóhannes Páll páfi • Martin Luther King • Sylvester Stallone • Spencer Tracy • Ferdínand Marcos KÓNGAR • Katrín mikla • Elísabet I • Mario Cuomo • Raisa Gorbatsjev • Katherine Hepbum • Jackie Kennedy • John F. Kennedy • Madonna • Aristotle Onassis • Donald Trump • Ríkharður ljónshjarta LÆRDÓMSMENN • George Bush • Galfleó • Haydn • John Lennon • Gloria Steinem • Vanessa Redgrave • Maó • Plató • Anatoly Sharansky • Kládíus keisari • Richard Nixon HEIMSMYND 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.