Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 16
fræðin eru ein leið en ekki algildur sann- leikur. Ég hef alltaf haft mjög einfalda trú sjálf. Ég trúi því að Guð sé til, algóð- ur og alfyrirgefandi. Kristur var til. Hann var sendiboði Guðs og hluti af honum eins og við öll. Pá er ég líka alveg sannfærð um það að Guð hefur húmor. Ég trúi ekki á helvíti nema það víti sem við sköpum okkur sjálf. En Michael hef- ur bent á það að við séum svo vitlaus að halda að við getum eingöngu lært í gegn- um þjáninguna. Michael segir að við get- um líka lært í gegnum gleðina.“ Hún segist oft heyra háðsglósur um þessi mál. „Ég hef verið spurð að því hvort Michael sé einhvers konar hálfguð og hvort við séum ekki á leiðinni að reisa hof. Ég svara því til ef við settum Guð í það jarðneska hlutverk að vera menntamálaráðherra alheimsins að þá mætti segja að Micheal væri forskóla- kennari á einhveiju krummaskuði." Eins og fleiri í dulspekinni lítur Helga svo á að Island hafi sérstöku hlutverki að gegna. Hér séu miklar orkustöðvar og margar gamlar sálir. „Island hefur verið greint sem land gamalla sálna og dr. Stevens hefur bent á að hér væru ríkj- andi sterk áhrif kónga og stríðsmanna. Hér eru fáir þjónar, enda sést það vel á því að þjónslund er lítil í okkur. En sáln- argerðarhlutverkin ber ekki að skilja al- veg bókstaflega. Þjónn getur verið stjórnandi og kóngur í lörfum. Eh'sabet Englandsdrottning er þjónn og Viktoría langamma hennar líka. Margir stríðs- menn hafa kosið sér það hlutskipti nú að fæðast sem konur á Vesturlöndum til að hjálpa karlmönnum að losna úr staðlaðri ímynd sinni." Sálnahlutverkin eru saman í pörum. „Annað hlutverkið í hverju pari er vítt, lætur vel að tala og vinna með fjölda en hitt er þrengra og einbeitir sér að ákveðnu verkefni eða ákveðnum ein- staklingum. Þannig eru kóngar og stríðs- menn saman þar sem þeir fyrrnefndu eru víðari og virkari en hinir síðarnefndu miðaðari og einbeittari. Þetta par er á sviði virkninnar. Þjónar og prestar eru saman á sviði innblásturs og þar eru prestamir eins og kóngar víðari. Sögu- maðurinn og hagleiksmaðurinn eru sam- an á sviði tjáningar. Um 20 prósent fólks eru hagleiksmenn. Þeir eru gjaman í skapandi störfum, listum og tísku. Um 15 prósent eru sögumenn. Þeir þekkjast á bliki í augum, eru oft skemmtilegir, vitrir og fyndnir. Margt fjölmiðlafólk er í þessum hópi. Um 30 prósent eru þjónar, þeir sem finna fullnægju í því að láta öðrum líða vel. Þeir hafa oft völd á bak við tjöldin. Þetta er oft hjúkrunarfólk, læknar og uppalendur. Um 4 prósent jarðarbúa eru prestar. Þeir eiga auðvelt með að ná til fjöldans og búa yfir sann- færingarkrafti. En það verður að koma fram að maður í ákveðnu sálnahlutverki er mjög ólíkur á fyrri aldursskeiðum en þeim síðari. Þetta gildir um allar sálna- gerðirnar. Stríðsmenn eru um 20 prósent af mannkyni og oft í skipulags- og stjórn- unarstörfum. Þeir hafa mikla þörf fyrir að ná árangri. Konungar eru í algerum minnihluta, aðeins 1 prósent, en hafa áhrif á við marga aðra. Konungur hefur heildarsýn og vinnur á breiðum grund- velli. Sjöunda sálnahlutverkið er lær- dómsmaðurinn, hann er einn og hefur innsýn inn í öll hin hlutverkin. Lærdóms- menn eru um 10 prósent af mannkyninu. Þeir kjósa að læra og þroskast með því að skoða aðra og skrá hvað gerist." Helga segir að fólk sé alltaf í sama sálnahlutverkinu frá sinni fyrstu jarðvist til hinnar síðustu. Hinar sjö grunn- persónueigindir hafa áhrif á hlutverkið en þær hafa mínus og plús póla. „Ef maður velur sér það markmið að þrosk- ast er plúsinn þróun en mínusinn rugl- ingur. Éf viðhorfið er efahyggja er plús- póllinn skoðun en mínusinn tortryggni. Kóngurinn getur stjórnað en hættir til að vera harðstjóri ef mínus póllinn er ráð- andi. Þjónninn getur þjónað en líka ver- ið þræll. Stríðsmaðurinn getur sannfært aðra en neikvæð hlið hans er að þvinga aðra.“ Hún segir að Michaelaðferðin sé mik- ilvæg leið til að skilja aðra og öðlast um leið samkennd og þolinmæði. „Segjum sem svo að ég viti að forstjórinn í fyrir- tækinu sé ungur stríðsmaður. Það gerir mér auðveldara að umbera hann að vita þetta og skilja af hverju hann hefur þessa miklu þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér og ná sínu fram. Michaelfræðin leggja áherslu á fordómaleysi og um- burðarlyndi þar sem kærleikurinn situr alls staðar í fyrirrúmi. Þessi aðferð gerir okkur einnig kleift að skilja þróun mála á alþjóðavettvangi. Þjóðir sem eru sífellt í stríði við aðrar þjóðir sem og innan eig- MICHAEL SKILGREINING í GAMANSAMRI BÓK SÁLIR Á UNGBARNASKEIÐI Eru enn mjög tengdar plánetunni, ekki fólki. Þær eru hræddar og varar um sig og hentar best að búa á svæðum þar sem þær þurfa ekki að hafa mikið fyrir því að afla sér matar, drykkjar og klæða, til dæmis á Amazon svæðunum eða Borneo, ókönnuðum svæðum Afr- íku og Mið-Ameríku. Hendi það sál á ungbarnaskeiði að búa í stórborg er lit- ið á hana sem geðveika þar sem hún kann ekki reglur hins siðaða heims. Það eru afar fáar þekktar manneskjur sem falla í þennan hóp. SÁLIR Á SMÁBARNASKEIÐI Eru enn mjög frumstæðar samkvæmt Michaelfræðunum. Þær hafa ríka þörf fyrir að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt, ganga í klúbba og samtök og hafa mikla þörf fyrir yfirráð og kerfi. Þekktar sálir á ungbarnaskeiði sam- kvæmt Michael: Idi Amin, Papa Doc Duvalier, Jerry Fallwell, John Hinkley, Adolf Hitler, Khomeini, Ku Klux Klan, Joseph McCarthy, Benito Musso- lini, Jimmy Swaggart. UNGU SÁLIRNAR Eru orðnar veraldarvanar eftir þó nokkuð margar jarðvistir. Þær hafa mestan áhuga á árangri, auði, völdum. frægð og veraldarvisku svo ekki sé nú talað um að hafa sambönd. Hin ver- aldarvana unga sál kýs að búa í New York, Los Angeles eða Tókýó. Þar klífa þær metorðastigann í sókn eftir frama, auði og stærri húsum. Þær þekkjast á lýtalausum klæðnaði í anda hátískunnar. Þær dýrka ungdóm og fegurð. Nokkrar ungar sálir samkvæmt Michael: Mohammed Ali, Lauren Bacall, Kim Basinger, Humphrey Bog- art, Katrín mikla, Cher, Chopin, Sean Connery, Fergy, Whitney Houston, Sylvester Stallone, John Wayne, Marg- aret Thatcher, John F. Kennedy, Napó- leon og Daniel Ortega. ÞROSKUÐU SÁLIRNAR Vilja vera teknar fyrir það sem þær eru en ekki hvernig þær koma fyrir. Þær vilja lifa sig inn í sambönd við ann- að fólk og umhverfi sitt. Þær leita stundum á náðir vímugjafa til að draga úr tilfinningasveiflum sínum en Marta og Georg í leikritinu Hver er hræddur við Virgínu Woolf? eru táknrænar fyrir þetta skeið og voru leiknar af táknræn- um einstaklingum á þessu skeiði, Tayl- or og Burton. Andlit sálna á þroskaða skeiðinu má þekkja af áhyggjuhrukk- um umhverfis augun og þær eru enda- laust að pæla í leiðum til að finna sjálf- ar sig. Nokkur dæmi um þroskaðar sálir samkvæmt Michael: Woody Allen, Corazon Aquino, Aristóteles, Brigitte Bardot, Simone de Beauvoir, Ludwig Beethoven, Ingrid Bergman, George Bush, Bill Cosby, Díana prinsessa, Karl prins, Jack Nicholson, Andy War- hol, Meryl Streep, Karl Marx, Des- mond Tutu, Shakespeare, Sibelius, Robin Williams, Debra Winger og Frank Zappa. GÖMLU SÁLIRNAR Eru á kafi í andlegum hugðarefnum sínum. Þær eru lifandi fyrirmyndir en nenna ekki lengur að kenna öðrum - nema prestarnir. Þær velja sér eitthvert hlutskipti sem þær þurfa ekki að hafa mikið fyrir og þær garfa ekki mikið í trúmálum, koma sér upp sinni eigin heimagerðu heimspeki. Þær vafstra um í garðinum eða eldhúsinu, í kringum dýr og plöntur. Þær reyna að vera óskaplega sanngjarnar því þær vilja jafna út karmað sitt og komast sem fyrst úr jarðneskum líkama sínum. Þær þekkjast oft á þreytulegu útliti sínu. Nokkur dæmi um gamlar sálir sam- 16 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.