SSFblaðið - dec 2015, Qupperneq 12
12
minnum á heimasíðuna
Hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar á heimasíðunni s.s. um orlofsmál, upplýsingar
um sjóði, launareiknivél, niðurstöður kannana félagsins, hægt er að skoða útgáfumál
félagsins, upplýsingar um trúnaðarmenn og margt fleira.
Allar ábendingar og athugasemdir um það sem betur má fara á síðunni eru vel þegnar
á ssf@ssf.is.
skáldsins Tagore vera táknræn fyrir afstöðu þorra almennings til
kvenna:
„Það mætti líkja manninum við
tré, það þarf að hafa nóg rými, loft,
regn og allt mögulegt annað. Séu
rætur þess rifnar burt, visnar það.
Svo er með manninn. Séu rætur hans
rifnar hlýtur það að valda honum
þjáningum. Konan er aftur á móti
eins og vafningsviður, sem getur nærst af því einu að hringa sig
utan um tréð.“
Gefið í Landhelgissjóð
Landhelgi Íslands var færð í 50 mílur árið 1972 og af því tilefni
ákvað stjórn SÍB að gefa 50.000 kr. í Landhelgissjóð. Þakkarbréf barst
frá forsætisráðuneytinu um hæl, undirritað af Ólafi Jóhannessyni.
Þar segir m.a.:
„Jafnframt því að þakka þessa myndarlegu gjöf minnist ráðuneytið
þess, að Samband íslenskra bankamanna varð fyrst íslenskra
séttarsamtaka til þess að heita fjárframlagi til Landhelgissjóðs og
sýndi með því lofsvert fordæmi.“
Ötull og ósérhlífinn ritstjóri
Í byrjun árs 1972 var tekin upp sú nýbreytni að fela skrifstofu SÍB
umsjón með útgáfu Bankablaðsins og var það í samræmi við ákvörðun
sambandþings árið áður. Tók starfsmaður Sambandsins, Sigurður
Guttormsson við ritstjórn en áður hafði Bjarni G. Magnússon
haft það verk með höndum allar götur frá árinu 1944. Mun hann
aldrei hafa þegið greiðslur fyrir störf sín í þágu bankamanna en
litið á þau sem hugsjónastarf. Bjarni sá ekki aðeins um skrif og
efnisútvegun heldur og um auglýsingasöfnun og fjárreiður allar –
allt í sjálfboðavinnu í 28 ár!
Reiknistofa með 148 K!
Reiknistofa bankanna hóf starfsemi
haustið 1973 og var Einar Pálsson ráðinn
forstjóri. Strax var gerður leigusamningur
við IBM um tækjakaup og var aðaltölva
stofnunarinnar með 148 kílóbæta minni.
Fimm árum síðar var tölvukosturinn
kominn upp í 246 kílóbæt en það þætti
ekki öflug einmenningstölva nú.
Þess má geta að í dag er tölvukostur Reiknistofunnar mældur í
hundruðum gígabæta.
Samið fyrir sparisjóðafólk
Samband íslenskra sparisjóða var
stofnað 27. apríl 1967. Eftir að
SÍB hafði öðlast samningsrétt
með lögunum frá árinu 1977 fór
þetta samband sparisjóðanna með
samningsumboð fyrir hönd einstakra
sjóða gagnvart starfsfólki þeirra. Eftir
að lögum þess var breytt hinn 13.
nóvember 1982 hefur það farið með
samningsumboð gagnvart öllu starfsfólki sjóðanna og átt aðild að
samninganefndum bankanna.
Þess má geta að Lánastofnun sparisjóðanna var stofnuð árið
1986 og hóf hún starfsemi í febrúar árið eftir. Henni var ætlað það
hlutverk að vera viðskiptabanki sparisjóðanna og bakjarl þeirra hvað
varðar lánafyrirgreiðslu, gjaldeyrismál o.fl. Þessi stofnun breyttist
í Sparisjóðabanka Íslands hf. 1. janúar 1994. Þar með varð fjórði
viðskiptabankinn í landinu til – en þó án beinna samskipta við
viðskiptamennina, sem eins og áður, skipta við sinn sparisjóð í héraði.
„Vonandi ekki hrapað að neinu“
Árið 1974 kom fram frumvarp á Alþingi
um sameiningu Búnaðarbankans og
Útvegsbankans. Bankamenn brugðust
ókvæða við og töldu rök sameiningarsinna
haldlítil. Er bent á það í Bankablaðinu
að eftir áratuga útþenslu íslensk
bankakerfisins sé skyndilega lagt til að
sveigt skuli af þeirri braut án nokkurs
fyrirvara. Í ómerktri grein í 1.-2. tbl.
1974 eru lokaorðin þessi:
„Hér er því margs að gæta og vonandi
verður ekki hrapað að neinu.“
Má segja að þessi orð hafi reynst spádómsorð því langur tími átti
eftir að líða þar til verulegur skriður komst á sameingarmál bankanna.
Bankamenn sýndu hug sinn til landhelgisbaráttunnar í verki.