SSFblaðið - dec 2015, Qupperneq 28
28
þéTTur hópur
Þegar SSF kom í heimsókn í maí sl. voru engin sameiningateikn
á lofti. Afslappað og gott andrúmsloft einkenndi vinnustaðinn
og auðsýnilegt að mikið var lagt upp með góðan móral, gott
starfsumhverfi og samheldni starfsmanna. Aðspurður hver lykillinn
að þessu væri sagði Jónas Pétursson, útibússtjóri, að hann teldi þetta
eflaust rétt mat varðandi starfsandann, „þessi hópur er samheldinn
og búinn að starfa saman í mörg ár bæði í blíðu og stríðu, þannig
að við þekkjum orðið hvert annað nokkuð vel og vitum hvernig
við eigum að akta gagnvart hverjum og einum.“ Hann sagðist þó
ekki gera sér grein fyrir því hver lykillinn að þessu væri en eflaust
væri skýringuna að finna í góðu starfsliði.
Í útibúinu starfa sjö starfsmenn, þau Auður Arna Eiríksdóttir,
Bryndís Björnsdóttir, Guðný R. Sverrisdóttir, Guðrún M.
Haraldsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Jónas Pétursson og Kolbrún
Gunnarsdóttir. Þegar starfsaldur þeirra er lagður saman myndar
hann um 110 – 120 ár sem gefur ákveðna mynd af því hve góður
vinnustaðurinn er.
samvera uTan vinnu
Við ræddum við þær Guðrúnu Maríu og Kolbrúnu varðandi
vinnustaðinn og hvað það væri sem gerði þennan vinnustað svona
einstakan. „Markmið okkar á hverjum degi er að viðskiptavinir
okkar fari brosandi og ánægðir heim. Svo að sjálfsögðu reynum
við að styðja við bakið hvert á öðru enda þekkjum við hvert annað
mjög vel“ sögðu þær og tóku fram að lykilforsendan að því að senda
viðskiptavini brosandi heim væri fólgin í því að það væri brosandi
starfsfólk sem tæki á móti þeim. „Við reynum að gera eitthvað saman
í hverjum mánuði t.d. að fara á kaffihús bæjarins, í bíó, leikhús eða
borða saman“ sögðu vinkonurnar.
Vinnustaðurinn hefur unnið til verðlauna í átakinu „Hjólað í
vinnuna“. Þá hafa þau tekið þátt í og sett svip sinn á Bandýmót
sem haldin hafa verið í Ólafsfirði og unnu þar m.a. til verðlauna
fyrir glæsilegasta markið.
Reglulega gerir vinnsutaðurinn eitthvað saman utan vinnu. „Við
höfum farið í óvissuferðir og heimsótt kollega okkar, t.d. á Grenivík
sem tóku afspyrnuvel á móti okkur. Í lok ágúst sl. skipulögðum við
MÓRALLINN
SKIPTIR ÖLLU MÁLI
í maí síðasTliðnum heimsóTTum við vinnusTaði Félagsmanna um land allT. á meðal þeirra vinnusTaða var hress
og skemmTilegur hópur sTarFsmanna sparisjóðs norðurlands á dalvík. þegar ssF bar þar að garði haFði
sparisjóðurinn ekki sameinasT landsbankanum eins og nÚ er orðin raunin. við seTTumsT niður og ræddum
við sTarFsFólkið bæði Fyrir og eFTir sameiningu.
Bryndís Björnsdóttir og Guðríður Ólafsdóttir koma út frá Bjarna og Hrafnhildi á Völlum í Svarfaðardal í einni af óvissuferðum vinnustaðarins.