Heimsmynd - 01.12.1993, Page 22

Heimsmynd - 01.12.1993, Page 22
f ot arallega greinda Þannig lýsir Karólína Lárusdóttir íslenskum kynsystrum sínum í viðtali við Þórunni Sigurðardóttur leikskáld um viðhorf sitt til Islendinga. Mér finnst íslenskar konur flottar, fallegar, greindar og duglegar. Aö minnsta kosti miðaö viö þær bresku. Um karlmennina hef ég minna aö segja. íslendingarnir sem ég mæti hér á götunum eru ekki fólkið sem birtist í myndunum mínum" segir Karólína Lárusdóttir, myndlistarmaöur, þegar hún er spurö aö því hvernig hún sjái íslendinga. Karólína hefur búið í Bretlandi frá því áriö 1964, er hún hélt utan til náms í myndlist beint eftir stúdentspróf. Um þessar mundir er aö koma út bók Jónínu Michaelsdóttur um Karólínu, líf hennar og list. Cambridge er nú heimkynni hennar, þar býr hún með seinni manni sínum, sem er sálfræöingur aö atvinnu. Hún á tvö uppkomin börn af fyrra hjónabandi, sem bæöi hafa fetað í fótspor móöur sinnar og farið í listnám. Á síöustu árum hefur Karólína oröiö einn eftirsóttasti íslenski málarinn hér heima, og erlendis hefur hún hlotiö margvíslegar viðurkenningar. Sem dæmi má nefna aö í fyrra var mynd eftir hana notuð í aug- lýsingar fyrir hina virtu sýningu „Royal Academy Summer Show“, sem er úrval af nýjum breskum verkum. Sister Wendy Beckett, sem er talinn einn besti breski listagagnrýnandinn í dag, hefur fjallaö mjög lofsamlega um verk Karólínu. „Hún er nunna, en skrifar um myndlist í flest virtustu listatímaritin í Bretlandi“, segir Karólína. Karólína hefur fest kaup á lítilli íbúð við Bergstaðarstrætið og kemur nú mun oftar til íslands en áður. Hún situr við trönurnar og er að mála litla tösku á stóra og feita konu, þegar viö heimsækjum hana . „Nú eru allar konurnar mínar með litla tösku. í þessari er til dæmis púöurdós, varalitur og lyklar. Og einn hvítur vasaklútur meö blúndum. En þetta dót sést ekki.“ segir hún og lýkur viö myndina af feitu konunni og feita manninum sem eru að Ijúka við aö boröa úti í náttúrunni. „Þetta er á íslandi. Þaö er logn“ bætir hún við þegar ég spyr hana hvort íslenska veðrið leyfi þeim virkilega aö boröa úti undir beru I En hvaöan er þetta fólk? „Það er að norðan, held ég,“ segir Karólína. „Annars veit ég þaö ekki. Þetta er einhver þjóöflokkur, kannski hvorki Bretar né íslendingar. Eitthvað sem hvílir í tilfinningaminninu. Þetta er hversdagslegt fólk, hvorki of gamalt, né of ungt, dálítið hallærislegt en umfram allt hversdagslegt og venjulegt fólk. Annars á ég erfitt meö að tala um þaö. Ég er hrædd við aö út- skýra þennan mannskap of mikiö, þá kannski þorir hann ekki aö koma inn í myndirnar mínar.“ „En þetta fólk sækir aö þér. Kemurðu því alltaf öllu fyrir í myndunum?" „Ekki alltaf, þá reyni ég að flokka það niður í hópa. Það á alltaf eitthvert erindi. Þetta eru litlar sögur. Sjáöu til dæmis þessa. Þetta er maöur sem er aö sýna hvaö hann er gáfaður. Og konurnar tvær mæna á hann í aödáun." Karólína bendir á stóra mynd á veggnum af manni með bóka- stafla á höföinu. Skammt undan standa konurnar, önnur í blárri kápu en hin í rauðri, en fyrir aftan stendur maður uppi á grindverki. „Hann þorir ekki nær“ segir Karólina," og útskýrir það ekki frekar. Og þessi mynd heitir „Feitur maöur gefur konu blóm. Þú sérö að henni líst ekki á hann.“ Karólína bendir á enn aöra mynd af rosknu pari. í hverju verki býr lítil saga, augnagotur og staðsetningar á persónunum segja lítil leyndarmál af því. Þegar Karólína talar um fólkiö í myndunum er auðheyrt að hún þekkir þessar persónur vel, líf þeirra og tilfinningar. En hvaö skyldi Bretum finnast um þessar myndir. Halda þeir aö íslend- ingar séu svona? „Fyrst var ég feiminn viö aö sýna Bretum þetta fólk Sýndi þeim bara landslag og svoleiöis. Én þeim finnst þetta fólk skemmtilegt. Já, þeir telja aö þetta séu íslendingar. En ég mála aldrei fólk sem ég þekki. Þetta fólk býr bara innra meö mér. Ég býst við aö þetta séu áhrif allt frá bernskunni. Mér finnst ég oftast vita hvar myndirnar gerast og ég hef gaman af því að setja svolítinn gróður meö þessu fólki. Þá veröur það hlýrra. Þaö er alltaf veöur í myndunum mínum, íslenskt veður. Ég verö næmari á þetta með árunum, ég finn inni í mér hvar þetta fólk á heima á myndfletinum og hvað þaö vill segja. En ég á erfitt með að segja frá því í orðum. Húsin eru flest frá Þingeyri, held ég. Og fólkið talar íslensku. Þaö er áreiöanlega að norðan." Karólína ferðaðist mikiö um landið sem krakki. Hún segist ekki hafa ferðast mikiö um ísland undanfarna áratugi, ekki þurfa aö sækja sér fyrirmyndir til aö endurnýja þær sem fyrir eru. Dagblöð og Ijósmyndir kveikja hjá henni hugmyndir. En hún málar minnst hér á íslandi. Þarf næði og einveru og þaö fær hún helst í Bretlandi, í stóru húsi rétt utan við stórborgina Cambridge. Hún lifir fyrir að mála. „Ég þarf aö hitta svo marga hér og tíminn verður ódrýgri. Ég þekki svo mikið af góöu fólki á íslandi. Þaö er opið, hlýtt og skemmtilegt. Og unga fólkiö hér er miklu umburðarlyndara en við vorum þegar viö vorum aö alast upp. Allt önnur viöhorf. Húmor skiptir mig miklu máli. Bretar geta verið mjög fyndnir. Það er þeirra stærsti kostur. Mér finnst óskaplega gaman aö hitta fyndið fólk. Og þaö er líka nóg af því á íslandi." Viö spyrjum Karólinu aö lokum hvaö hafi komiö henni mest á óvart, þegar hún hefur komið til íslands eftir langar fjarvistir. „Hvaö trén höföu stækkaö. Ég man hvað mér fannst ég hafa verið lengi erlendis, þegar ég sá grenitrén viö gamla kirkju- garöinn. Þau voru allt í einu orðin himinhá. Þá fannst mér að ég hlyti aö hafa misst af svo miklu. Eöa aö tíminn hafi liöiö svona hægt. En svo sá ég öll hin trén, hálfvaxinn og kræklótt eins og öll önnur tré á íslandi. Og skildi hvað tíminn getur veriö afstæöur." ■ 2 2 Desember Heimsmynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.