Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 102

Heimsmynd - 01.12.1993, Blaðsíða 102
Arthúr Björgvin Bollason og Svala Arnardóttir ræða þrjár nýjar íslenskar skáldsögur. Hráslagalegt nóvemberkvöld. Notaleg stofa í vesturbænum. A gluggunum dynur eitthvað sem veit ekki hvort það vill vera rigning eða snjór. Kertaljós og blóðrauður safi þrúgunnar í glösum. A borði og gólfi liggja nokkrar íslenskar skáld- sögur sem enn eru rakar af prentsvertu: Hengiflugið eftir Birgi Sigurðsson, Sú kvalaa ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson og Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur. A: Maður verður hálfruglaður að lesa þrjár heilar skáldsögur í einni lotu. S: Já, maður fer að ruglast á því hvort þessi eða hin persónan eigi heima í sögu Birgis, Guðbergs eða Steinunnar. A: Það gerir málið bæði einfaldara og flók- nara að allar þessar þrjár sögur fjalla um sama efnið, nefnilega ástina. S: Þetta er ástin séð frá mörgum sjó- narhólum, en það má kannski segja að ástin sé jafn þungbær, hvort sem er I kjallaraher- bergi eins og í sögu Guðbergs eða upp á lofti við Rauðarárstíg eins og hjá Steinunni. A: En hún er ekki bara þungbær, líka nautn og hamingja. S: Jú, vissulega og það er einmitt þessi unaðshrollur sem tærir og nærir okkur öll. A: Hann er kannski sárastur í sögu Steinunnar. Þar er aðalpersónan ung kona sem hittir af tilviljun mann, sefur hjá honum nokkrum sinnum og virðist ástfangin. Hann er hins vegar harðgiftur og af einhverri rælni fer hún að búa með öðrum sem hún virðist ekki elska. Hvað finnst þér Steinunn vera að segja um sambönd með þessari sögu? S: Tilfinningin sem ég fékk þegar ég var að lesa Ástin fiskanna var sú að þetta væri póstmódernísk lýsing á ástinni. Við lifum í þessu póstmóderníska púsluspili þar sem hver bútur og tilfinning er skoðuð í íronískri fjarlægð. Og þannig skoðum við líka ástina. Við skilgreinum hana og veltum öllum möguleikum kuldalega fyrir okkur. A: Viltu meina að við skoðum ástina svona eða lifum við hana líka svona? S: Ég óttast að svo sé. A: Hvað þá um ástarsamband Hauks og Ingu í sögu Birgis Hengifluginuí Þar eru engar skilgreiningar, þar eru bara orðlausar ástríður, afbrýðisemi og aðrar „gamaldags” tilfinningar. Sú lýsing bendir alla vega til þess að þessi póstmóderníska upplausn sé ekki alls ráðandi. Reyndar fjallar Hengiflugið um miklu meira en þetta eina ástarsamband. S: Já. Hengiflugið er kannski klassískasta skáldsagan af þessum þremur. Frásagnarmátinn er til dæmis mun hefðbundnari en hjá Guðbergi. Það er mjög greinileg dramatisk stígandi í sögu Birgis og svo er sagan mannmörg eins og gerist í alvöru róman. A: Það sem er líka skemmtilegt við Hengiflugið er persónusköpunin. Það eru ekki bara aðalpersónurnar, Haukur og Inga sem lifna þegar maður les söguna, heldur verða margar aukapersónur sprelllifandi, svo sem Sigrún, kona Hauks og foreldrar hennar. Samtölin, díalógarnir, eru líka mjög lifandi, sérstaklega þegar tilfinningaflæðið er sem mest, hvort sem er í sársaukanum eða gleðinni. Þar nýtur leikskáldið Birgir sín vel. S: Mér finnst inngangskaflinn skemmtilega Ijóðrænn. Þar notar höfundurinn mál kvikmyndarinnar og beinir aðdráttarlinsunni að konunni á klettinum, til dæmis þegar hann stækkar upp fluguna á puttunum á henni. A: Og það er líka skemmtilegt hvernig þessi inngangskafli er í rauninni leyndardó- mur sem er ekki afhjúpaður fýrr en seint í sögunni. Þetta stílbragð er einmitt mjög klassískt. Það var bara eitt sem truflaði mig í þessari sögu: mér fannst persónurnar stundum vaða svolítið elginn, sérstaklega þegar skáldið Rúnar var að gera upp sína pólitísku fortíð. S: Það er auðvitað hæpið að bera saman jafn ólíka höfunda og Birgi og Guðberg. Samt er gaman að sjá hve samtölin í þes- sum tveimur sögum eru ólík. Hjá Guðbergi eru það meira hugmyndir sem kallast á hel- dur en fólk að tala saman, enda er sagan að miklu leyti í dagbókarformi. A: Saga Guðbergs er líka mun seinlesnari fyrir það að hún er yfirfull af heimspeki- legum pælingum. S: Einmitt. Sagan er full af vangaveltum um ástina, dauðann, karlmanninn, konuna, kyn- líf, eyðni og margt fleira. Á ytra borði fjallar Desember 1 Heimsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.