Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2019, Side 72
Á eftir bolta kemur barn Í heimi íþróttanna sér völvan engin stórfeng- leg afrek, frekar hneykslismál ef eitthvað er. „Margir fræknir, íslenskir íþróttamenn gera garðinn frægan á árinu. Landsliðið okkar í knattspyrnu nær langt. Þar kemur ung upprennandi stjarna sterk inn. Þessi stjarna fær stuðning frá sér eldri liðsfélög- um sem vita að tími þeirra er að verða búinn. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar ágætri velgengni innan vallar en enn meiri utan. Hann tilkynnir það snemma á árinu að hann og eiginkona hans, Alex- andra Helga, eigi von á barni. Vissulega gleðifregn- ir. Aron Einar Gunnarsson og hans eiginkona ein- beita sér meira að fyrirtækjarekstri og nýta auðinn úr knattspyrnunni vel. Kári Árnason opnar sig upp á gátt í hlaðvarpsviðtali og lýsir ýmsu misjöfnu sem hefur gengið á í gegnum tíðina í landsliðinu. Það gerir fólk kjaftstopp. Handboltalandsliðið nær líka langt, en þar verður lykilmað- ur fyrir slæmum meiðslum á ögurstundu, þannig að landslagið breytist til hins verra hjá þeim. Gunnar Nelson vinn- ur eftirsóttan titil á árinu. Sveinn Arnór McKee verður á fljúgandi sundsiglingu allt árið. Í crossfit kemur upp leiðindamál sem skaðar íþróttina varanlega. Um er að ræða skæra, íslenska stjörnu sem verður gripin glóðvolg í steranotkun og alls kyns vitleysu. Einnig kemur upp leiðindamál er varðar Hafþór Júlíus Björnsson sem gengur frá hans ferli. Hann og eigin- kona hans hafa átt við frjósemisvandamál að stríða, en um mitt nýtt ár verður von á litlum gleðigjafa.“ 72 27. desember 2019Völvuspá 2020 „Það gerir fólk kjaftstopp „Bestu mánuðir ársins fyrir þjóð- ina í heild eru apríl , ágúst og desember. Landsliðið í handbolta MYND: PEXELS MYND: DV/HANNA ANDRÉSDSÓTTIR Margir falla frá Nú er völvan að verða búin með bensínið, gasið á kveikjaranum og sígaretturnar. „Ég get ekki haldið áfram mikið lengur,“ segir hún móð, en ritstjórinn er einnig orðinn ansi lúinn í fingrunum. „Margir þjóðþekktir Íslendingar falla frá á árinu. Að flestum þeirra er sjónarsviptir þótt margir séu komnir vel á efri ár,“ segir völvan en vill ekki nefna nein nöfn. Ritstjór- inn sér samt að hún veit hverjir það eru sem kveðja þennan heim. „Við skulum vera bjartsýn en raunsæ á árinu 2020,“ segir hún snögglega til að breyta um umræðuefni. „Bestu mánuðir ársins fyrir þjóðina í heild eru apríl , ágúst og desember. Í lok ársins 2020 hafa orðið talsverðar breytingar til batnaðar í þjóðfé- laginu. Verkalýðshreyfingin er þó á heljarþröm, þar sem forsvarsmenn ráða ekki við sinn hlut. Heilbrigðiskerfið hefur aðeins rétt úr kútnum og menntamálin hlotið tals- verða umfjöllun. Mér sýnist stefna í ágætis uppstokkun í grunnskólanum, en fram- haldsskólinn situr eftir. Við huggum okkur við að betra er að byrja á grunninum og byggja síðan ofan á.“ Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.