Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 2
2 29. nóvemberFRÉTTIR hlutir sem þú vissir ekki um Aðalstein Fréttamaður- inn Aðalsteinn Kjartansson hefur haft í mörg horn að líta síð- ustu vikur og mánuði vegna umfjöllunar um Samherjaskjöl- in fyrir Kveik. En hver er þessi Aðalsteinn? Margfaldur meistari Aðalsteinn æfði dans í fjölmörg ár og hefur unnið býsnin öll af titlum á því sviði. Var hann um tíma talinn einn besti dansari landsins og þótti hann sýna afbragðstakta á dansgólf- inu. Hann dansaði með Eddu Guðrúnu Gísladóttur fram til ársins 2004 og gerði síðan garðinn frægan með Rakel Guðmundsdóttur. Jafnaðarmaður Áður en blaðamennskan kallaði af fullum þunga á Aðalstein var hann virkur í starfi Samfylkingarinnar. Hann var á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar árið 2009, nánar tiltekið í fjórtánda sæti. Í fyrsta sæti á þeim lista var Árni Páll Árnason. Andstæðingar rannsóknar- blaðamennsku hafa einmitt notað pólitísk tengsl Aðal- steins gegn honum. Hatar Hvolpasveit Oft er það svo að þeir sem elska ketti þola ekki hunda. Aðalsteinn komst einmitt í bobba fyrir hundalæti í Morgunútvarpinu árið 2016. Þá sagði hann í beinni útsendingu að honum fyndist Hvolpasveitin, eitt vinsælasta barnaefni heims, leiðinlegt. Uppi varð fótur og fit og fékk Aðalsteinn fjölda skilaboða um að hann hefði grætt barn og annað. Svo fór að Aðalsteinn þurfti að biðjast formlega afsökunar á þessum ummælum á Facebook. Sjónvarpsstjarna Þótt sjónvarpsáhorfendur séu orðnir vanir því núna að horfa á Aðalstein á skjánum þá er þónokkuð síðan hann reyndi fyrst fyrir sér í sjónvarpi. Hann keppti til úrslita í fyrstu seríu af dansþættin- um Dans Dans Dans á RÚV árið 2011 ásamt fyrrnefndri Rakel. Þau þurftu að lúta í lægra haldi fyrir sigurvegaranum Berglindi Ýri Karlsdóttur. Kattavinur Það muna eflaust ein- hverjir eftir hægvarpinu Keeping Up With The Kattarshians sem streymt var beint á Nútímanum árið 2017. Í varpinu var fylgst með köttum í sérhönnuðu húsi allan sólarhringinn, en kettirnir áttu það sameiginlegt að vanta heimili. Aðalsteinn tók eina kattastjörnuna að sér og gaf högnanum nafnið Tommi. Á þessum degi, 29. nóvember 1314 – Loðvík hinn 10. varð konungur Frakklands. 1899 – Knattspyrnuliðið Real Madrid var stofnað. 1930 – Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður. 1945 – Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía var stofnað. 1986 – Happadrættið Lottó hóf göngu sína. Fleyg orð „Einn hálfviti er einn hálfviti. Tveir hálfvitar eru tveir hálfvitar. Tíu þúsund hálfvitar eru heill stjórn- málaflokkur.“ – Franz Kafka Íslendingar velja útlensk jól n Sprenging í utanlandsferðum Íslendinga yfir jóla- hátíðarnar í fyrra n 130 prósenta hækkun á 13 árum U tanlandsferðum Ís- lendinga fjölgaði um rúm- lega 34% yfir jólatímann á árinu 2018 frá árinu 2017, en þá er miðað við tímabilið frá 17. til 27. desember. Þetta kem- ur fram í yfirliti sem barst DV frá Isavia yfir ferðalög Íslendinga yfir umræddan hátíðartíma frá árun- um 2005 til 2018. Af því má ráða að tæplega fjórtán þúsund Ís- lendingar flugu til útlanda á síð- asta ári yfir hátíðarnar og var það mesta aukning sem sést hefur í hálfan annan áratug. 2005 6,036 2006 6,863 14% 2007 8,098 18% 2008 4,630 43% 2009 3,801 -18% 2010 4,667 23% 2011 4,950 6% 2012 5,510 11% 2013 6,329 15% 2014 7,129 13% 2015 8,802 23% 2016 9,574 9% 2017 10,285 7% 2018 13,756 34% Utanlandsferðir drógust saman um tæplega helming á milli áranna 2007 og 2008. Lág- markinu var náð ári síðar, árið 2009. Má geta þess að ástæður fyrir þessum mikla samdrætti má finna í mikilli veikingu krón- unnar sem dró töluvert úr kaup- mætti Íslendinga erlendis. Einnig dró mjög úr vinnutengdum ut- anlandsferðum hjá atvinnulífinu og bættust síðan við nafnlauna- lækkanir, aukin verðbólga og hærri skuldsetning sem dró mjög úr svigrúmi íslenskra heimila til utan landsferða. Fjöldi ferða fór þá heilt yfir hækk- andi strax árið 2010. Síðan þá hefur flugferðum Íslendinga til útlanda um jólin fjölgað jafnt og þétt og í fyrra varð mikið stökk í þessum ferðum eins og áður seg- ir. Af þessum tölum má ráða að Ís- lendingum hugnast í meira mæli að eyða jólunum utan landstein- anna. Árið 2005 voru rétt rúm- lega sex þúsund manns sem flugu út á tímabilinu 17. til 27. desem- ber, en í fyrra var sú tala komin upp í tæplega fjórtán þúsund. Er þetta tæplega 130% hækkun yfir þrettán ára tímabil. Miðað við fjölda bókana er út- lit fyrir að tölurnar fyrir 2019 sýni fram á fækkun frá árinu í fyrra, en þær tölur skýrast betur við upp- haf árs 2020, samkvæmt upplýs- ingum frá Isavia. Þessa fækkun má hugsanlega rekja til samdrátt- ar í samfélaginu, meira atvinnu- leysis og brotthvarfs WOW air. Hugsanlega gætu einnig um- hverfissjónarmið spilað inn í. Allt útlit er fyrir að nýja flugfélagið Play skapi sér stöðu á markaði á næsta ári og því verður áhugavert að sjá breytingar á ferðavenjum Íslendinga árið 2020. n Stingum af Útlit er fyrir fækkun á flugferðum um jól á þessu ári. Útlandajól Fleiri velja ströndina fram yfir snjóinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.