Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 20
20 29. nóvemberFRÉTTIR  Suðurnes  Reykjavík  Suðurnes Sími 845-0900 • cargoflutningar@gmail.com • Finndu okkur á facebook Tvisvar á dag! milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis cargoflutningar.is Flutningaþjónusta  Suðurnes  Reykjavík  Suðurnes Sími 845-0900 • cargoflutningar@gmail.com • Finndu okkur á facebook Tvisvar á dag! milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis cargoflutningar.is Flutningaþjónusta HVAÐ KOSTA JÓLIN? Bráðum koma blessuð jólin, veskin fara að kenna til. Þau eru ekki ókeypis þessi blessuð jól, og eru oft mikill álagstími hjá fólki sem sér fram á gífurleg útgjöld og mikið álag. Til að fá grófa heildarsýn yfir aukin útgjöld vegna jólanna þá kynnir DV hér til sögunnar með- alfjölskylduna okkar. Tveir foreldrar sem reka saman heimili og eiga tvö börn á fram- færi. Hér er á ferðinni meðalfjölskylda, með meðaltekjur og meðalvæntingar. Erfitt er að segja til um slíka upp- hæð með vissu, enda misjafnt hvað fjölskyldur og einstaklingar gefa margar gjafir. Margir hafa í gegnum tíðina unnið með ákveðn- ar viðmiðunarreglur og mun blaðamaður hér styðjast við eftir- farandi: Börn: 15–20 þúsund Maki: 15–20 þúsund Aðrir: 3–5 þúsund Aðrir hjá viðmiðunarfjölskyldunni okkar, systkin, foreldrar, vinir, frænkur og frændur, eru alls tólf talsins. Kostnaður við gjafir væri því á bilinu 96.000–140.000. *Hér hefði meðalfjölskyldan þó getað sparað með því að gefa heimatilbúnar jólagjafir. Fallega skreyttar krukkur með heima- tilbúnum jólabakstri eða annað sniðugt og þar hefði aðeins þurft að greiða fyrir hráefniskostnað, skreytipenna og krukkur og kostn- aðurinn því numið um 20 þúsund krónum í heildina. Meðalfjölskyldan okkar heldur jólin heima og borðar hinn klass- íska íslenska jólarétt, hamborgarhrygginn, með helsta meðlæti og að sjálfsögðu Quality street-konfekt, og malt og appelsín. Þrjú kíló af hamborgarhrygg á beini kosta rúmlega 5 þúsund krónur. Með hryggnum þarf að kaupa meðlæti; kartöflur, sósu, salat, drykki og eftirrétt og væri heildarkostnaður við jólamatinn því um 15 þús- und krónur, gróflega áætlað. Fjölskyldan okkar vill að sjálfsögðu einnig eiga til gott kaffi og konfekt til að bjóða gestum upp á og verður því heilarkostnaður, vegna matarinnkaupa fyrir aðfangadag eingöngu 20 þúsund krónur. *Hér hefði meðalfjölskyldan okkar getað sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að þiggja boð í jólamat hjá vandamönnum, jafn- vel þótt hún tæki að sér að koma með eftirrétt sem þakklætisvott. Fjölskyldur með börn þurfa flestar að greiða frjáls framlög í fram- kvæmdasjóð jólasveinanna, til að tryggja að börn þeirra fái örugg- lega í skóinn. Þessir jólasveinar eru ekki menntaðir í viðskiptafræði og treysta því á frjáls framlög til að halda sér réttum megin við núllið í bókhaldinu. Meðalfjölskyldan okkar miðar við 500 krónur á hvern jólasvein, nema Stekkjastaur, sem fær 2.000 krónur. Heildar- kostnaður: 8.000 krónur. JÓLAGJAFIR JÓLAMATURINN FRAMKVÆMDA- SJÓÐUR JÓLASVEINA Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.