Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 4
4 29. nóvemberFRÉTTIR Svarthöfði gerist áhrifavaldur með stórmennskubrjálæði S varthöfði íhugar nú að gerast svonefndur áhrifa- valdur. Það virðist vera arðbær bransi með gíf- urlegu magni af fríðindum. Svo mikið af fríðindum að einn áhrifavaldur sagði í svari sínu til Neytendastofu, í tilefni af lög- brotum hans, að gjafirnar væru orðnar svo margar, að magnið væri gríðarlegt og oft og tíðum um mikla kvöð að ræða vegna óumbeðinna póstsendinga og átroðnings. Þetta hljómar eins og fullkomið fyrirkomulag í eyr- um Svarthöfða. Svo mikið af gjöf- um að maður fær hreinlega nóg. Slíkt hefur Svarthöfði ekki upp- lifað sjálfur, jafnvel ekki í ferm- ingunni. Annað sem freistar Svarthöfða við þetta fyrirkomulag er hvað hann virðist þá mega vera góður með sig. Svarthöfði er það reynd- ar fyrir, en alltaf má á sig blóm- um bæta. Forhertur þrifa-á- hrifavaldur gerðist nefnilega svo kræfur að svara Neytendastofu fullum hálsi eftir að verða upp- vís að lögbroti. Hún hafði nefni- lega ekki sjálf verið höfð með í ráðum þegar leiðbeiningarregl- ur um áhrifavalda voru samdar. Neytendastofa hafði enn fremur ekki boðað hana á námskeið til að kenna henni reglurnar, og svo taldi hún líka að Neytendastofu hefði aðeins verið tilkynnt um lögbrot hennar vegna óvildar óvina hennar sem vilji skemma fyrir henni. Þvílíkt oflæti, þvílík dásemd. Þetta líkar Svarthöfða, enda lengi talið sig yfir lög og reglur hafinn. Næst þegar Svarthöfði verð- ur tekinn fyrir hraðakstur eða óspektir á almannafæri ætl- ar hann að mótmæla öllum fyr- irhuguðum refsiaðgerðum yf- irvalda. Hann hefur nefnilega aldrei verið kallaður á neitt nám- skeið, þessi lög voru ekki sam- in í samráði við hann og þar að auki er gífurleg kvöð að þurfa að fara eftir umferðarreglunum. Skítt með það að lögin séu til, aðgengileg öllum og auk þess til leiðbeiningar. Svarthöfði er núna áhrifavaldur og mun því ekki una því að til þess sé ætlast að hann lesi sjálfur eitthvað að eig- in frumkvæði. Það er bara fyr- ir auman pöpulinn, og þeir sem hafa eitthvað út á það að setja eru sjálfkrafa óvinir Svarthöfða. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Það er ómögulegt fyrir einstakling að „humma“ á meðan hann heldur fyrir nefið á sér. Nýfædd börn fella ekki tár. Manneskjan er eina dýrategundin í heiminum sem nýtur þess að borða sterkan mat. Rithöfundurinn C.S. Lewis lést á sama degi og John F. Kennedy. Söngvarinn Barry Manilow samdi ekki stórsmellinn sinn „I Write the Songs“ Hver er hún n Hún er fædd árið 1989. n Hún er uppalin á Reyðarfirði. n Hún hefur unnið á elliheimili og sem flugfreyja hjá Icelandair. n Hún er Íslendingum að góðu kunn sem fjölmiðlakona, sjón- varpskokkur og vinsæll bloggari. n Hún hefur gefið út þrjár mat- reiðslubækur. SVAR: EVA LAUFEY KJARAN Hátíð ljóss, friðar og fíkniefna: Fíkniefnasmyglarar nýta sér jólaösina n 600 þúsund sendingar koma til landsins fyrir jólin „Ef þú ætlar að panta fíkniefni með póstsendingu til landsins þá er þetta tíminn“ Á meðan aðrir sjá stress og kvíða í kringum sig þegar rætt er um jólin þá hugsa fjölmargir íslensk- ir fíkniefnasmyglarar sér gott til glóðarinnar. Af hverju? Jú, því að sögn Harðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra pósthúsasviðs hjá Póstinum, þá eykst magn af erlendum sendingum til lands- ins gífurlega þegar jólaösin bankar upp á. Álagið á starfs- menn eykst, bæði hjá Póstinum og Tollstjóra sem sér um eft- irlit með ólöglegum sendingum til landsins, eins og til dæm- is sendingum sem innihalda fíkniefni. Þetta mikla magn og þessi gríðarlega aukning í erlend- um sendingum verður til þess að fíkniefnasmyglarar sjá sér leik á borði og smygla fíkni- efnum þegar hvað mest flæði af alls kyns pökkum streymir til landsins vegna jólahátíðar- innar. „Ef þú ætlar að panta fíkniefni með póstsendingu til landsins þá er þetta tíminn. Það er bara þannig. Þú pantar tíu pakka og það er alveg bók- að mál að allavega helmingur þeirra ratar í gegnum tollinn og í hendurnar á sölumönn- um,“ segir viðmælandi DV sem stundaði slíkan innflutning grimmt á árum áður. 600 þúsund sendingar fyr- ir jólin Bæði starfsfólk Póstsins og Tollstjóra standa hins vegar vaktina yfir hátíðarnar og reyna að vera einu skrefi á undan fíkni- efnasmyglurunum. Um 600 þús- und sendingar koma til lands- ins í nóvember og desember. Til þess að átta sig á því hversu miklu meira magn af sendingum kemur til landsins yfir hátíðarn- ar, borið saman við meðalfjölda sendinga, þá er munurinn um 400 þúsund pakkar. Hörður seg- ir að yfir þennan tíma aukist álagið í höfuðstöðvum Póstsins með tilheyrandi fjölgun starfs- manna, auknu álagi og síð- ast en ekki síst auknu eftirliti. „Við erum að bæta við í kring- um 100 starfsmönnum í nóvem- ber og desember,“ segir Hörður og bendir á að það sé alltaf gíf- urlegt eftirlit með sendingun- um sem koma til landsins. „Ég var þarna um daginn og þar var hundur sem verið var að kenna. Það var starfsmaður sem var með sýnishorn af eiturlyfj- um á sér og hundurinn greindi þennan starfsmann úr stórum hópi starfsmanna. Það er þefað af öllum sendingum sem koma hingað að utan, alla daga, allan ársins hring.“ Þrír hundar þefa af jóla- pökkum Ársæll Ársælsson, yfir- tollvörður hjá Tollstjóranum í Reykjavík, tekur undir orð Harð- ar um að eftirlit sé með Póstin- um allan ársins hring. „En álag- ið eykst á þessum tíma, alveg heilmikið. Það er rétt,“ segir Ár- sæll og bætir við að þá sé grip- ið til ýmissa ráða. „Við reynum að auka eftirlitið að sjálfsögðu og við nýtum hundana vel,“ seg- ir Ársæll og á þá við fíkniefna- hunda Tollstjórans sem eru þrír. Hörður Jónsson, fram- kvæmdastjóri pósthúsasviðs hjá Póstinum. Ársæll Ársælsson, yfir- tollvörður hjá Tollstjóra. n Máni Snær Þorláksson mani@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.