Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 50
50 PRESSAN 29. nóvember
V
erkfræðingur, prins frá
Mónakó og almanna-
tenglar hafa ásamt for-
eldrum hinnar 16 ára
sænsku Gretu Thunberg leikið
stórt hlutverk í því ferli sem hef-
ur gert hana að heimsþekktum
aðgerðasinna í loftslagsmálum.
Allt hófst þetta, þannig séð, með
því að tölvuverkfræðingurinn Bo
Thorén, sem býr nærri hinu risa-
stóra vatni Vänern, sem er um 400
kílómetra vestur af Stokkhólmi,
hellti sér út í loftslagsmálin fyrir
sex árum. Hann hætti að vinna og
helgaði sig baráttunni gegn olíu,
gasi og kolum í þeirri von að hægt
væri að bjarga loftslaginu.
Á fyrri hluta síðasta árs kom
hann litlum hópi á laggirnar.
Þetta voru námsmenn og kennar-
ar, 10 til 15 talsins. Hópurinn
fundaði á netinu. Greta Thun-
berg kom inn strax á öðrum fundi
hópsins en hópurinn hafði kom-
ið auga á hana eftir að hún varð í
öðru sæti í samkeppni í greinar-
skrifum um loftslagsmál. Í kjöl-
far skotárásar í skóla í Parkland í
Flórída var hvatt til skólaverkfalla
í Bandaríkjunum þar til skólarn-
ir væru orðnir öruggir. Þaðan fékk
Thorén hugmyndina að loftslags-
verkfalli sem átti að vara frá byrj-
un sumarfrísins 2018 og fram að
þingkosningunum í Svíþjóð þann
9. september. En það var einn
hængur á, enginn vildi taka þátt
nema Greta.
Í ágúst ræddi Thorén við föður
Gretu, Svante Thunberg, um
þetta. Foreldrar hennar voru full
efasemda um hvort þeir ættu að
leyfa henni að fara í verkfall eða
krefjast þess að hún mætti í skól-
ann. Á endanum sögðu þau já
og verkfall hennar hófst þann
20. ágúst. Í samtali við Jótlands-
póstinn sagði Thorén að hann
hefði fengið hugmyndina, hún
hefði búið yfir staðfestunni. Hann
sagðist ekki hafa getað ímyndað
sér hversu mikla athygli þetta
myndi vekja og hversu stórt þetta
yrði allt saman, allt sé þetta Gretu
að þakka.
„Eðlilegu fólki hefði ekki tek-
ist að fara jafn langt með þetta
eins og henni hefur tekist,“ sagði
hann og vísaði þar til þess að hún
er með Aspergers-heilkenni en
það er eitt form einhverfu. Hann
sagði að aðrir hefðu ekki setið al-
einir fyrir framan sænska þingið
með skilti.
„Henni er alveg sama um fé-
lagslegu hliðina sem aðrir leggja
mikið upp úr. Það eru aðeins vís-
indi, rannsóknir og staðreyndir
sem gilda.“
Fólkið á bak við Gretu
Margar sögur eru á kreiki um hver
standi á bak við Gretu. Bæði for-
eldrar hennar og Thorén segja
að engar fjárhagslegar hvatir eða
nokkur samtök standi við bak
hennar. Það má kannski frekar
segja að tilviljun hafi ráðið því að
hún varð táknmynd baráttunnar
í loftslagsmálunum og hafi feng-
ið stuðning fólks og samtaka sem
aðhyllast sömu stefnu og hún. Í
umfjöllun Expressen um Gretu
er Janine O‘Keefe sögð hafa gegnt
lykilhlutverki í að breiða Fridays
for Future-verkföllin út um allan
heim. Hún sendi viðtöl á ensku til
vinar síns í Ástralíu sem stjórnar
útvarpsþætti þar í landi. Ástralía
er einmitt það land utan Evrópu
þar sem loftslagsverkföllin hafa
notið mesta stuðnings ung-
menna.
Hvað varðar almannatengsl
þá vinnur Iles PR, almanna-
tengslaskrifstofan, fyrir Gretu en
skrifstofan segist ekki starfa fyrir
þá sem valda tjóni á umhverf-
inu. Fleiri koma einnig við sögu
í almannatengslamálum henn-
ar. Faðir hennar hefur vísað því á
bug að nokkur hagnist fjárhags-
lega á henni.
„Við borgum engum og við
segjum nei við alla sem vilja
græða á þessu,“ sagði hann í sam-
tali við Svenska Dagbladet.
Hann ferðast alltaf með henni
en eins og mikið var fjallað um
í fréttum í haust þá fóru þau til
dæmis með seglbátnum Malizia
II, sem er í eigu Pierre Casiraghi,
frá Evrópu til Norður-Ameríku til
að Greta gæti tekið þátt í loftslags-
baráttunni í heimsálfunni. Loka-
punktur ferðarinnar átti að vera
þátttaka á loftslagsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Chile í desem-
ber. Ráðstefnan var síðan flutt til
Spánar vegna óeirða og óstöðugs
ástands í Chile. Casiraghi, sem er
prins í Mónakó og áttundi í erfða-
röðinni að krúnunni, sagði í sam-
tali við The Times að hann hefði
ekki lánað bát sinn til að vekja
athygli á loftslagsmálum heldur
aðeins til að koma Gretu heims-
álfa á milli. Hann á hlut í flugfé-
laginu Monacair en flugfélög hafa
einmitt verið mikið í umræðunni
vegna mikillar losunar á gróður-
húsalofttegundum. Greta ferð-
ast einmitt ekki með flugvélum
vegna þess hversu mikið þær
menga.
Skólaverkföll eru nú nær dag-
legt brauð um allan heim en það
eru samtökin Fridays for Future
sem standa á bak við þau. Þar á
bæ er erindum fjölmiðla um Gretu
svarað. Talsmaður samtakanna
segir að þar sé enginn á launa-
skrá til að sjá um það sem Greta
gerir, en þar sé fjöldi sjálfboða-
liða að störfum. Samtökin eru
ekki með sína eigin rannsóknar-
deild en segjast vera í sambandi
við vísindamenn. Fjölskylda
Gretu bendir sjálf á loftslagssér-
fræðinginn Kevin Anderson sem
fyrirmynd. Hann starfar meðal
annars við háskólann í Uppsölum.
Hann er sjálfur hættu að fljúga og
telur að loftslagsráð Sameinuðu
þjóðanna gangi ekki nógu langt.
Hann er talsmaður róttækra
breytinga og skoðanir hans eru
samhljóða skoðunum Gretu. Eins
og fjölskylda hennar er hann full-
ur efasemda um tæknilegar lausn-
ir á loftslagsvandanum. Í samtali
við Neue Zürcher Zeitung vísaði
Leið Gretu
Thunberg
á toppinn
n Greta Thunberg hefur hlotið heimsfrægð vegna baráttu í
loftslagsmálum n Þetta er fólkið á bak við hana
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Brautryðjandi Greta hefur farið
í ófá skólaverkföllin fyrir jörðina.