Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 11
FÓKUS - VIÐTAL 1129. nóvember á bæði drenginn og stúlkuna sem börnin sín. „Börnin mín gera mig að betri manni á hverjum degi,“ segir Bjarki. Margir vinklar í mannshvörfum órannsakaðir Málin í bókinni hans Bjarka eru mörg og sumar frásagnirnar stuttar. Í önnur mál er síðan kafað dýpra. Blaðamaður spyr Bjarka hvort hann sé sammála því að dularfyllstu málin fái mesta rým- ið á síðum bókarinnar. „Já, og þau mál sem best hef- ur gengið að fá upplýsingar um eru gjarnan þessi dularfullu mál, því þar hafa ættingjar og aðrir ná- komnir verið meira leitandi.“ Lesandi hlýtur að staldra við framgöngu lögreglu á áttunda áratugnum, annars vegar vegna andvaraleysis hennar í nokkrum mannshvarfsmálum og hins vegar undarlegra vinnubragða í Guðmundar- og Geirfinns- málunum. Þannig hvarf háskólaneminn Sverrir Kristinsson með afar dularfullum hætti um páskana árið 1972 en hann bjó á Nýja Garði á háskólasvæðinu í Reykja- vík. Lögreglan rannsakaði hvarf hans aldrei sem sakamál og virt- ist mjög kasta til höndum við rannsóknina. „Í því máli neit- aði lögreglan að kalla til spor- hund við leitina að Sverri og það var ekki gert fyrr en fjölskylda hans gekk í það mál,“ segir Bjarki. Hann bendir líka á að ekki hafi síður verið mannaferðir hafi ver- ið kringum hvarf Sverris en til dæmis í kringum hvarf Geirfinns Einarssonar tveimur og hálfu ár síðar, mannshvarfs sem varð að einu þekktasta sakamáli Íslands- sögunnar. Það sama má segja um hvarf Kristins Ísfeld en þar hafði lög- regla ekki áhuga á vitnisburði manns sem taldi sig hafa upplýs- ingar í málinu. Og þegar sjómað- urinn Willy Petersen hvarf árið 1974 sýndi lögregla engan áhuga á hvarfinu. Eru því allnokkur dæmi um andvaraleysi lög- reglunnar í mannshvarfsmálum. Blaðamaður spyr Bjarka hvort hann telji að saknæmt atferli hafi átt sér stað í mörgum þeirra mála sem fjallað er um í bókinni. „Ég held að í mörgum tilvikum hafi fólk horfið af öðrum ástæð- um en einhverju saknæmu. Það er að segja, slys eða sjálfs- morð. Engu að síður held ég að ástæða hafi verið til að rannsaka miklu fleiri sem möguleg saka- mál. Og vinna vel og skipulega en ekki kasta til höndum eins og við þekkjum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, þar sem rannsóknin virðist hafa snúist um að finna einhverja blóra- böggla.“ Eitt dularfyllsta málið sem fjallað er um í bókinni er hvarf Þjóðverjans Max Robert Hein- rich Keil sem varð íslenskur ríkis- borgari og tók sér nafnið Magnús Teitsson. Hann hvarf árið 1968. Magnús bjó í Kópavogi og hvarf kvöld eitt um kvöldmatar leyti eftir að hann hafði verið hjá vini sínum í Fossvogi. Bíllinn hans fannst fyrir utan heimili hans að Þinghólsbraut en Magnús sjálfur fannst aldrei aftur. „Þetta mál er með þeim dularfyllri sem ég hef skoðað,“ segir Bjarki. „Þetta er svo skrýtið, ef hann lét sig hverfa sjálfur, hvert fór hann? Aftur til Þýskalands? Átti hann sökótt við einhverja?“ Annað mál sem vakti mikla athygli á sínum tíma var hvarf Guðmundar Finns Björnssonar, sem hvarf árið 1987 eftir að hafa gefist upp á biðröð fyrir utan skemmtistaðinn Hollywood og gengið út á Reykjavíkurflugvöll. Starfsmaður þar gaf sig á tal við Guðmund og bað hann um að halda sig frá flugvallarsvæðinu. Guðmundur gekk burtu og hef- ur ekki sést síðan. Bjarki telur að lögregla hefði átt að kanna tilgátu frá Freyju Jónsdóttur um málið, en hún kom henni á framfæri. Freyja skrifaði síðan á níunda áratugnum langan greinaflokk um mannshvörf í íslensk blöð og hefur Bjarki stuðst mikið við skrif hennar við sína vinnu. Þess má geta að Freyja er móðir blaða- mannsins sem skrifar þessa grein. „Freyja benti á að einstak- lingar hafi átt það til að stunda einhvers konar kappakstur á vegaslóðum í og við Öskjuhlíð. Guðmundur gekk í þá átt og sú tilgáta var rannsóknarinnar virði hvort óhapp hefði orðið og hann gengið í veg fyrir einhvern af þessum ökuþórum. Hinir seku hafi síðan losað sig við líkið.“ Við ræðum einnig lítillega um unglingspiltana Júlíus Karls- son og Óskar Halldórsson, sem hurfu í Keflavík árið 1994. Talið var að piltarnir hefðu fallið fyrir björg og drukknað. „Þetta er eitt af þessum málum þar sem ég veit ekki hvað ég á að halda. Ég er ekki sannfærður um þá skýringu að þeir hafi farið fyrir björgin en ég hef ekki aðra á takteinum,“ segir Bjarki. Aðspurður hvort lögregla myndi í dag bregðast öðruvísi við sambærilegum mannshvörf- um og virðast hafa verið svo illa rannsökuð á sínum tíma, segir Bjarki: „Það eru allt aðrir tímar. Tæknin er öðruvísi, þú ert alltaf með síma á þér og það er hægt að komast með ótrúlegri nákvæmni að staðsetningu þinni, eða hvar síminn var síðast. Eflaust hafa rannsóknarlögreglumenn í dag betri tæki og meira til að byggja á og ég held að oft hafi vanþekking ráðið för hjá lögreglumönnum hér áður fyrr, þöggun hugsanlega í einhverjum tilvikum, án þess að ég ætli að fullyrða um það.“ „Þau hefðu játað á sig móðu- harðindin“ Bjarki telur útilokað að fyrrver- andi sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum beri ábyrgð á hvarfi mannanna. „Ef þau væru sek þá hefðu komið fram betri upplýsingar í byrjun og lík- in fundist. Þau virtust til í að játa á sig hvað sem var, þau hefðu meira að segja játað á sig móðu- harðindin ef þau hefðu verið bor- in á þau,“ segir Bjarki. En hefur Bjarki sjálfur ein- hverjar kenningar um afdrif Guð- mundar og Geirfinns? „Ég hef mínar kenningar um afdrif Guðmundar og Geirfinns, það væri samt óábyrgt af mér að setja þær fram, til þess skortir meiri sannanir svo ég treysti mér til að standa með þeim eða falla. Ég tel þó ýmislegt vanrannsakað, eins og vitnisburð varðandi tvo einstaklinga sem voru handtekn- ir árið 2014 vegna mögulegrar að- ildar að hvarfi Guðmundar.“ Við ræðum örlítið heimilda- mynd þýsks manns um Geir- finnsmálið sem Sjónvarp Sím- ans sýndi í vor. Þar var meðal annars fjallað um elskhuga eig- inkonu Geirfinns, Vilhjálm Svan- berg Helgason. Bjarki gagnrýnir að lögreglan hafi ekki rannsakað Vilhjálm Svanberg betur á sínum tíma, en hefur engu að síður efa- semdir um að hann sé valdur að hvarfi Geirfinns, enda hafi hann ekki virst svo ýkja hugfanginn af konunni. Gætir þess að áhugamálið verði ekki að áráttu Hugur Bjarka er hjá aðstandend- um hinna horfnu og hann segir að þungbært hljóti að vera að burð- ast með óvissuna um afdrif ást- vina sinna. Hann hefur náð góðu samband við marga aðstandend- ur horfinna við rannsóknir sín- ar. „Sumir vilja vissulega ekki tjá sig, en svo eru dæmi um aðra sem hafa haft samband að fyrra bragði og viljað að fjallað yrði um mál.“ Bjarki hefur lifað og hrærst lengi með þessum málum, en þegar blaðamaður spyr hvort þau geti haldið fyrir honum vöku og orðið að áráttu þá svarar hann: „Ég passa að þetta verði ekki að áráttu. Þegar ég hef lokið við kafla þá þarf ég að gæta þess að hvíla mig og fá þetta ekki á heilann. En það er samt ekki hægt að neita því, að þetta er alltaf með einum eða öðrum hætti í huga manns.“ Bjarki vill í lokin minna á að þó að bókin sé komin út sé hann ekki hættur að skrifa um mannshvörf. Hann tekur við ábendingum á netfangið mannshvarf@gmail. com og heldur áfram að skrifa um mannshvörf á vefsíðuna manns- hvorf.is og Facebook-síðuna Ís- lensk mannshvörf. n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- o istitun ur samt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brú um litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. „Ef þau væru sek þá hefðu komið fram betri upp- lýsingar í byrjun og líkin fundist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.