Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 29. nóvember Þ ingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur verið óspar á stóru orðin í gegnum tíðina og ekki hik- að við að gagnrýna störf annarra þingmanna. Nýlega vakti hann athygli þegar hann opnaði síðu í þeim tilgangi að safna saman spillingarsögum til að sýna og fræða Íslendinga um tíðni og mis- munandi birtingarmyndir spill- ingar. Blaðamaður settist nið- ur með Birni og ræddi daginn og veginn. Barnið Björn „Ég var voðalega ljúfur sem krakki. Ég ólst upp úti á landi, hér og þar, ég var svona flökku- krakki. Þorlákshöfn fyrst, Grundarfjörður, Þorlákshöfn aftur, Grundarfjörður aftur, Sauðárkrókur og aftur Grundar- fjörður.“ Allt frá barnæsku hef- ur Björn verið mikið í íþróttum og hefur í þrígang hlotið silfur á Íslandsmeistaramótum, hvert í sinni greininni. „Fyrst í kringlu- kasti. Maður var í öllu þarna úti á landi. Svo handbolta, þegar ég kom í bæinn og svo núna nýlega í bogfimi.“ Að loknum grunnskóla hélt Björn til Reykjavíkur þar sem hann fór í Fjölbrautaskólann í Ár- múla á íþróttabraut. „Ég ætlaði að fara í íþróttakennaranám, það voru ákveðin áhrif sem íþrótta- kennari á Grundarfirði hafði á mig. Í lok íþróttatíma einhvern tímann tók hann okkur í svona heimspekilegt spjall og ég ákvað að fara þá leið.“ Björn var lagður í einelti sem barn og telur hann það hafa mót- að hann mikið sem einstakling. „Ég var eineltiskrakki svo maður hafði ekkert svigrúm til að vera til vandræða. Eineltið hófst svona um átta ára aldurinn og stóð eitt- hvað fram eftir aldri. Það var hitt og þetta sem olli, til dæmis Leví- -nafnið og líka þar sem ég var oft nýi krakkinn á svæðinu þar sem ég var mikið á flakki. Maður varð alveg utangarðs og ekki með fjöl- skyldu á svæðinu, bakland eða þvíumlíkt. Það var ansi röff.“ Telur þú að eineltið hafi mót- að þig mikið sem einstakling? „Rosalega mikið. Þetta var svo óréttlátt og það er dálítið þannig sem spólar upp réttlæt- iskenndina hjá manni og ger- ir það að verkum í seinni tíð að þegar maður verður vitni að álíka óréttlæti þá segir maður nei, það kannski sést svona svolítið á mér, en það er eiginlega þaðan sem það kemur. Maður sér sjálf- an sig sem góða manneskju í dag en hugsar, væri ég það ef ég hefði ekki lent í þessu? Væri ég önnur manneskja ef ég hefði ekki lent í þessu og myndi mér líka við þá manneskju?“ Heiðarleiki barna Eftir framhaldsskóla voru það menntavísindin sem heilluðu. „Ég fór svolítið í menntavís- indi fyrst. Fyrsta starfið mitt eft- ir framhaldsskóla var starfsmað- ur á leikskóla. Þar eiginlega ólst ég svolítið upp með krökkunum. Þar hitti maður fyrst aftur heiðar- legt fólk. Börnin eru einlæg og segja það sem þau meina. Það er ástæða þess að ég segi oft að ég myndi frekar vilja fá fimm ára krakka á þing en fólkið sem er þar núna. Það er vinsælt fyrirbæri á internetinu í dag sem kallast „út- skýrðu þetta eins og ég sé fimm ára“ en það er nokkuð sem þarf að gera í stjórnmálum. Þingmenn eiga ekki að vera sérfræðingar í öllu, það á að vera hægt að út- skýra fyrir almenningi og þing- mönnum með skiljanlegum hætti hvað er að eiga sér stað.“ Tölvunarfræðin heillaði Björn einnig. Hann fór í kvöldskóla og lærði tölvufræði, byrjaði í grunn- námi í Kennaraháskólanum en færði sig svo alveg út í tölvunar- fræði í háskólanum og í kjölfarið fór hann í doktorsnám erlendis „ÞETTA ER SPILLING OG ÞETTA BER AÐ TAKA ALVARLEGA“ n Þingmenn eru nettröll í morfískeppni n Neitar að klæða sig upp í virðingu og vill ekki vera í skóm á þingi n Segir spillingu á Alþingi Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.