Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2019, Blaðsíða 15
FÓKUS - VIÐTAL 1529. nóvember
í menntatölvutækni. Hann var
staddur erlendis í námi þegar
efnahagshrunið varð á Íslandi
árið 2008.
Pólitíkin kallar
„Ég var nýfluttur til útlanda þá, í
nám, fór út í ágúst 2008 og stuttu
seinna fór allt á hliðina. Þarna
horfði ég á þetta gerast utan frá
og þá var mjög erfitt að vera Ís-
lendingur erlendis. Síðan komu
Píratar inn í kosningunum 2013.
Ég þekkti til hugmyndafræðinn-
ar sem þeir unnu eftir, það var í
raun nákvæmlega það sem ég var
sjálfur að kenna sem aðstoðar-
kennara í doktorsnáminu.“
Píratar vildu uppfæra stjórn-
málin í takt við öra tækniþróun
samtímans.
„Ég sá alveg alvöruna á bak
við þetta. Ég kannaðist við Helga
Hrafn frá eldri tíð og ég var með
Smára í tölvunarfræði í Háskóla
Íslands svo ég vissi alveg að þeim
væri alvara, þetta var ekkert djók.
Ég spurði í raun bara hvað ég gæti
gert til að hjálpa, ég hafði staðið
fyrir utan þetta allt, þessi fimm ár
frá hruni, þar sem ég gat ekkert
gert og var bara áhorfandi. Ein-
hverra hluta vegna, án þess að
hafa svo mikið sem hitt allt fólkið
í flokknum, endaði ég á 2. sæti á
framboðslista. Ég spurði bara: En
þið hafið ekki einu sinni hitt mig?
En þarna varð ekki aftur snúið
hvað þetta varðaði.“
Birni finnst mikið líkt með
tölvunarfræði og stjórnmálum,
en sú líkindi fá ekki að njóta sín
í því kerfi sem starfað er eftir í ís-
lenskum stjórnmálum.
„Aðferðafræði sem ég hafði
meðal annars verið að vinna eftir
í gæðaeftirliti hjá CCP og hjá öðr-
um stöðum í hugbúnaðarþróun,
þar sem maður þarf að finna út
hvernig maður býr til lausnir
í kerfum þar sem þarf mikil
samskipti milli notenda kerf-
is og þeirra sem búa kerfið til, í
síbreytilegu umhverfi. Þannig
ættu stjórnmálin í raun að virka,
en þau gera það ekki. Við erum
með þannig fyrirkomulag í dag
að stjórnvöld ákveða bara að
hlutirnir verði á hinn veginn eða
annan, síðan tekur jafnvel 10 ár
að búa til kerfi sem er þá strax
orðið úrelt og enginn skilur til
hvers það er. Heimurinn gjör-
breytist á einni nóttu. Við þurf-
um að klára að koma okkur frá
stjórnkerfi sem var þróað á síð-
ustu öld og taka skrefin sem þarf,
til að klára að nútímavæða okk-
ur en líka taka skrefin til að auka
og bæta samskipti við samfélagið,
eða notendur kerfanna okkar.
Leiðinlegur þingmaður
Ert þú skemmtilegast þingmað-
urinn?
„Nei, alls ekki, ég er sko ekkert
skemmtilegur. Ég er svo leiðinleg-
ur við alla að spyrja óþægilegra
spurninga og gagnrýna alla, jafn-
vel samstarfsfélaga í minnihlut-
anum, sem hefur þótt mikið tabú.
En þetta er vinnan mín, vinna
sem gerir ákveðnar kröfur til mín.
Ef ég ætla að sinna þessari vinnu
vel, þá eru ýmsir hlutir sem ég
get ekki haft mína hentisemi um.
Það er í rauninni svona lykilatriði
hvað allt þetta varðar.“
Björn líkir störfum Alþingis við
ákveðið leikrit. Þar klæði menn
sig upp og fari í raddþjálfun þar
sem þeim er kennt að tala með
sannfærandi hætti. Þingmenn fái
aðeins skamman tíma í pontu til
að ræða málin og umræðan verði
því sjaldnast eins djúp og hún
þyrfti að vera og mikið um útúr-
snúninga. Nefnir hann þar helst
Miðflokkinn. Sjálfur vill Björn
koma til dyranna eins og hann er
klæddur. Klæðir sig ekki upp og
leyfir sér að vera í ósamstæðum
sokkum.
„Enda er það umhverfisvænt á
vissan hátt að þurfa ekki að farga
pari af sokkum bara því annar
sokkurinn er kominn með gat eða
horfinn.“
Segist hann jafnframt ekk-
ert hrifinn af því að þurfa að
vera í skóm á þingi, enda sé það
ómannúðlegt að skikka menn til
að vera í skóm heilu og hálfu dag-
ana.
„Svona hlutir hafa samt áhrif.
Konan mín er lektor í sálfræði og
þar eru kenndir áfangar um for-
tölur og þess háttar. Maður sér
slíkt leikrit í kosningum. Það er
verið að sannfæra fólk og til þess
eru notuð þau tæki sem sann-
að er að hafi virkað, alveg óháð
því hvaða orð liggja að baki. Mér
finnst þetta óheiðarlegt. Ég vil
ekki klæða mig upp, gera mig of-
ursnyrtilegan og vera í samstæð-
um sokkum. Ég vil ekki klæða mig
upp í virðingu. En á sama tíma þá
skil ég það vel að aðrir snyrti sig
ef það er samkvæmt þeirra sann-
færingu.“
En hver er þá leiðinlegasti
þingmaðurinn?
„Ég get tvímælalaust fullyrt að
Sigmundur Davíð sé leiðinleg-
astur af því að hann að langómál-
efnalegastur. Langsamlega ómál-
efnalegastur. Og snýr gjörsamlega
út úr öllu og ekki hægt að treysta
á orð sem hann segir. Ég get alveg
bara hiklaust sagt það út frá þeim
forsendum.“ Björn bætir þó við að
þetta eigi við um störf Sigmundar,
en ekki persónu hans utan þing-
starfa.
Alþingi kom á óvart
Þegar Björn tók fyrst sæti á Al-
þingi árið 2014, þá sem varaþing-
maður, var ýmislegt sem kom
honum á óvart.
„Ég kom þarna inn og upp-
lifði súrrealismann af því að vera
þarna. Allt var miklu minna en
það hafði sýnst í sjónvarpi og
í fjölmiðlum. Ég er ekkert lítill
maður svo ég var rekandi hnén í
úti um allt. Þingið er ofan í ein-
hverri gryfju þarna og er mun
þrengra en það lítur út fyrir að
vera.“
Samstarfsmenn hans á
þinginu komu einnig á óvart.
„Svo er fólkið sem situr þarna
með manni bara ósköp venjulegt
fólk. Og þegar maður sat þarna
og fylgdist með fólki spjalla, með
nánari og óformlegri hætti en
það gerir í fréttum og sjónvarpi,
þá kom á óvart hvað umræðan
á Alþingi er í rauninni nákvæm-
lega eins og hún er hjá virkum í
athugasemdum á internetinu.“
Björn fann því fyrir auknu
sjálfstrausti þegar hann sá að
þingmenn væri í raun bara
nettröll, en hann hafði löngum
glímt við slík á internetinu. „Þetta
eru bara mannleg samskipti
þegar allt kemur til alls. Að kunna
að glíma við nettröll er hæfileiki
sem velflest okkar, að minnsta
kosti í Pírötum, búa yfir. Þannig
að við vorum eiginlega á heima-
velli að glíma við nettröllin á Al-
þingi sem snúa út úr öllu, bók-
staflega öllu. Það var þetta sem
kom mér helst á óvart, hversu
mikill tröllismi er þarna. Þetta
er bara ákveðin keppni, mor-
fískeppni. Þannig hafa stjórnmál-
in verið, og því þarf að breyta.“
Spillingarsögur
Það málefni sem Björn brennur
helst fyrir þessa stundina segir
hann tvímælalaust vera spill-
ingarmál. Hann hefur opnað síðu
á netinu þar sem hægt er að deila
nafnlausum frásögnum af spill-
ingu á Íslandi.
„Í gegnum tíðina hefur maður
heyrt svo margar og mismun-
andi sögur um spillingu, sumar
sögurnar jafnvel mjög oft. Það er
kominn tími til að ráðast í svona
verkefni og ég átti erfitt með að
skilja hvers vegna enginn hafði
gert það nú þegar. Í umræðunni
virðist spilling oft aðeins tengd
við það þegar brún umslög eru
rétt undir borðið, sem við höf-
um nú séð í Samherjamálinu að á
sér vissulega stað. En spilling er
líka til í mörgum öðrum formum.
Maður sér athugasemdir, eins og
núna nýlega, þar sem fólki finnst
bara fallegt af sjávarútvegsráð-
herra að hringja í gamlan vin
sinn, og spyrja hvernig honum
líði. Og það er mjög vel skiljan-
legt, en þetta er samt spilling.
Það er hagsmunaárekstur þarna
á milli. Enginn sjávarútvegsráð-
herra sem væri ekki vinur hans,
myndi hringja í hann og spyrja
hvernig honum liði. Hann tók sér
þessa ábyrgðar- og trúnaðarstöðu
og hún er bara því miður mikil-
vægari, þegar allt kemur til alls,
heldur en þetta vinasamband.
Þetta dæmi er birtingarmynd á
því hversu illa sumir virðast skilja
hagsmunaárekstra, og það eitt og
sér er alvarlegt og er ein ástæða
fyrir því að ég er safna saman
þessum sögum. Til að segja: Þetta
er spilling og þetta ber að taka
alvarlega.“
Í framhaldinu vonast Björn
til að gefa út sögurnar til að
fræða og sýna fram á mismun-
andi birtingarmyndir spillingar.
„Í rauninni áþekk hugmynda-
fræði og í #metoo-byltingunni.
Söfnunin á þeim sögum var til að
sýna fram á að andstætt því sem
margir töldu, þá var þetta mun
algengara en fólk gerði sér grein
fyrir og veitti einnig þolendum,
sem ekki höfðu túlkað framkomu
og hátterni gagnvart þeim sem
áreitni, grundvöll til að þekkja
háttsemina sem áreitni.“
En er spilling á Alþingi?
„Já, ég segi það alveg óhikað.“
„Ég er algjört nörd og
viðurkenni það fúslega“
Sú menning sem gjarnan er köll-
uð nördamenning er ekki nokk-
uð sem oft hefur verið tengd við
þingmenn. En Björn segist stolt
nörd og gengur jafnvel enn lengra
og bendir á að margt á Alþingi og
í lagaverki Íslands komi í raun
„Ég get tvímælalaust sagt
að Sigmundur Davíð sé
leiðinlegastur að því að hann að
langómálefnalegastur
„Væri ég önnur mann-
eskja ef ég hefði ekki
lent í þessu og myndi mér
líka við þá manneskju?
MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON